Fréttablaðið - 11.06.2007, Page 39

Fréttablaðið - 11.06.2007, Page 39
Hljómsveitin The National kemur frá hinu „spennandi“ ríki Ohio í Bandaríkjunum. Hljómurinn á þó kannski lítið skylt við það ríki heldur meira staðinn þar sem meðlimir sveitarinnar eru búsett- ir núna, Brooklyn-hverfi í New York. Hljómsveitin hefur áður sent frá sér þrjár breiðskífur og var sú síðasta, Alligator, sérstak- lega spennandi. Einhver óbeisl- andi sjarmi einkenndi plötuna sem gerði hana að einni bestu uppgötv- un ársins 2005. The National tekur annað framfaraskref á Boxer og sann- ar best að Alligator var ekkert skot í myrkri. Hljómsveitin held- ur áfram að vera jafn hrífandi og vinaleg enda ekki furða þar sem hljómsveitina skipa tvö pör af bræðrum auk eins vinar þeirra. Tónlistin er enn í anda sveita á borð við Tindersticks, American Music Club og Interpol en hefur þó sín sérkenni sem einungis The National státar af. Helsti styrkur plötunnar felst í ótrúlega gefandi lagasmíðum, krókum og melódíum sem sveima um kæruleysislega og fá hlust- andann til þess að gleyma stað og stund. Metnaðurinn skín í gegn en platan er þrátt fyrir allt áreynslu- laus þó hún sé full af þrótti. Stór- virkir strengir fá nokkrum sinnum að hljóma og auk þess spilar Sufjan Stevens á píanó í lögunum Ada og Racing Like a Pro, sálarfullum ballöðum með kraftmiklum text- um. Reyndar eru textasmíðarnar á plötunni einstaklega vel úr garði gerðar og ná oft að framkalla til- finningarík hughrif með innhverf- um, lýrískum og oft þunglama- legum yrkisefnum. Barítónrödd söngvarans Matt Berninger eykur síðan enn á þau áhrif. Þrátt fyrir þennan dökka tón hefur tónlistin með sér heimilis- legan blæ og er langt því frá þung- lyndisleg. Er í raun týpísk sunnu- dagsplata sem hægt er að setja undir geislann til þess að tæma hugann og endurnæra sálina. Gjafmildur Boxari SNÆFELLSJÖKULL DRANGAJÖKULL REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Njóttu dagsins - taktu flugið Aðeins fimm skref á Netinu og þú ferð á loft Það getur ekki verið auðveldara. Þú bókar flugið á flugfelag.is þar sem þú finnur ódýrustu fargjöldin og að auki frábær tilboð. Njóttu dagins, taktu flugið og smelltu þér á flugfelag.is flugfelag.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /F L U 3 77 33 0 5/ 07

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.