Fréttablaðið - 12.07.2007, Side 1

Fréttablaðið - 12.07.2007, Side 1
Sigraði í hönnunar- samkeppni í Barcelona Hrafnhildur Kristjánsdóttir sigraði í hönnunarsamkeppni í Barcelona. Hrafnhildur Kristjánsdóttirhefur verið við nám í skartgripa-hönnun við Escola Massana í Bar-celona á Spáni síðastliðin þrjú ár. Fyrir skemmstu tók hún þátt í nemendasamkeppni á vegumlistamannasamtakanna Artesaniade Catalonia, og stóð uppi semsigurvegari. „Þetta var keppni um flottustu næluna og ég ákvað að skila inn litlu gylltu laufblaði,“ segirHrafnhildur og bætir því við að hún hafi valið laufblað, vegna þeirra mismunandi merkinga sem það búi yfir í ólíku menning-arsamfélögum. Sums staðar tákniþað lífið, en annars staðar eitt-hvað allt annað.„Þegar ég valdi þetta form, vildi ég líka að það hæfði tilefninu,“ bendir Hrafnhildur jafnframt á.„Þar sem nælan kemur til með að fara í framleiðslu og verður gefin katalónskum handverksmönnum, sem eiga sæti í Artesania de Catalonia, í heiðursverðlaun.“ Mun Hrafnhildur sjálf annast framleiðsluna, enda sýnt ogsannað hvað í hennibýr. Hrafnhildur viðurkennir aðsigurinn hafi komið henni svolít-ið í opna skjöldu, en hún var stöddhérlendis þegar fréttirnar bárust. „Ég fékk SMS-skeyti sent fráeinum kennaran Þ AFSLÆTTI ALLAR VÖRUR MEÐ ENN MEIRI LÆKKUN 50-70% BT bæklingur fylgir Fréttablaðinu í dag Útsala Opið til 21 Ljúfar lautarferðir sumarblaðiðFIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2007 Fjölskyldan á fjöllAð mörgu er að huga þegar börnin fara með í fjallgöngur BLS. 10 „Þetta eru ódýrari bílar og lægri rekstrarkostnaður. Því verður ódýrara að taka metan- knúinn leigubíl en hefðbundinn bensínknúinn,“ segir Björn Þorvarðarson, framkvæmdastjóri Leigubílastöðvarinnar 5678910, sem hefur tekið í notkun tvo metanknúna leigubíla og hyggst fjölga þeim enn frekar. „Það er náttúrlega undir leyfishöfunum komið hvernig bílum þeir aka en við erum að hvetja bílstjórana til að fá sér vistvæna bíla við endurnýjun. Við erum einnig með Prius-tvinnbíl sem gengur bæði fyrir bensíni og rafmagni,“ segir Björn undir Leigubílastöðina falla Aðalbílar í Reykjanesbæ, BSH í Hafnarfirði og NL í Reykjavík. „Mörg íslensk stórfyrirtæki hafa lýst yfir áhuga á að nota þjónustu vistvænna leigubíla þannig að sóknarfærin eru mikil,“ segir Björn. „Vörugjöld hafa verið felld niður af metanbílunum ásamt því að þeir eru undanþegnir þunga- skatti,“ segir Ragna Halldórsdóttir, deildarstjóri gæða- og þjónustu- sviðs Sorpu, en Metan hf. er dótturfyrirtæki Sorpu. „Það magn metans sem er sambærilegt einum lítra af bensíni kostar tæplega 79 krónur þannig að rekstrar- kostnaður ætti að vera lægri,“ segir Ragna. Ódýrara með metanleigubíl Bandaríkja- maðurinn Kent Couch fór í heldur óvenjulega flugferð á dögunum þegar hann flaug í garðstól. Couch, sem býr í bænum Bend í Oregon-ríki, settist í stólinn með svolítið nesti og fallhlíf við höndina. Við garðstólinn hafði hann fest kirfilega 105 helíumblöðrur og hugðist fljúga sem leið lá til nágrannaríkisins Idaho. Hann hafði komið fyrir GPS- staðsetningartæki og búnaði svo hann gæti mælt lofthæð og flughraða á meðan á ferðinni stóð. Einnig var hann með fjóra vatnspoka sem hann gat hleypt vatni úr til að hækka flugið. Ekki tókst honum að komast alla leið til Idaho, eins og að var stefnt. Hann hafði þó flogið ríflega þrjúhundruð kílómetra leið þegar hann lenti níu klukkustundum síðar á akri við bóndabæ. Flaug á garð- stólnum sínum „Menn hafa lent í ákaflega erfiðum aðstæðum þar sem það viðgengst að einn sjúkra- flutningamaður er sendur í útköll og flutninga á alvarlega veiku og slösuðu fólki,“ segir Vernharð Guðnason, formaður Landssam- bands slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamanna (LSS). „Við þannig aðstæður er ekki hægt að veita nokkra aðhlynningu og sjúklingar geta verið í lífshættu.“ Í leiðara Slökkviliðsmannsins, blaðs LSS, gagnrýnir Vernharð harðlega hvernig víða er staðið að þjónustu í sjúkraflutningum utan höfuðborgarsvæðisins. Hann tekur sem dæmi að í Borgarnesi og nær- sveitum er einn sjúkraflutning- amaður til taks í útköll. Bendir hann á að í nágrenni við Borgarnes er eitt stærsta sumarhúsasvæði landsins og gífurleg umferð ferðamanna á leið vestur og norður um land. Rekur hann einnig dæmi þar sem einn sjúkraflutningamaður hefur verið sendur með alvarlega veikan sjúkling frá utanverðu Snæfells- nesi á sjúkrahús í Reykjavík. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, tekur undir gagn- rýni Vernharðs. „Við lítum það mjög alvarlegum augum að einn maður sé að flytja sjúklinga þessa löngu leið. Það þarf lítið að bera út af til að illa fari.“ Kristinn segir hluta vand- ans liggja í hvernig litlum heilsu- gæslustöðvum sé úthlutað fé til rekstrar. Þar sé gert ráð fyrir kostn- aði við sjúkraflutninga en ekki tekið tillit til allra kostnaðarliða við rekstur. „Því þarf að forgangsraða, sem bitnar á þjónustu eins og sjúkraflutningum.“ Nýleg könnun sem unnin var á vegum Sjúkraflutningaskólans sýnir að menntunarstig sjúkraflutn- ingamanna á landsbyggðinni er mun lægra en á höfuðborgar- svæðinu. Á Austurlandi er nú um tugur manns við sjúkraflutninga án þess að hafa lokið tilskildu grunn- námi. Spurður um niðurstöður könnunarinnar segir Vernharð menntun sjúkraflutningamanna á landsbyggðinni hafa batnað á síð- ustu árum en ástæðan fyrir mann- eklunni sé önnur. „Menn kæra sig ekki um að vinna í því umhverfi sem þeim er boðið. Hver vill lenda í erfiðu útkalli og vita að hann getur ekki veitt veiku eða slösuðu fólki nauðsynlega þjónustu? Hver vill lifa með því að geta ekki bjargað mannslífi sem hefði ekki verið í hættu við eðlilegar aðstæður?“ spyr Vernharð. Sjúkraflutningar á lands- byggðinni taldir hættulegir Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna gagnrýnir harðlega hvernig staðið er að sjúkraflutningum víða á landsbyggðinni. Hann segir heilsu og lífi sjúklinga ógnað vegna lélegrar þjónustu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.