Fréttablaðið - 12.07.2007, Side 4
„Fólk er hrætt við
þessar framkvæmdir. Þarna er
mikið af ungu fólki með börn og
gömlu fólki. Borgarstjóri veitti
okkur engar frekari upplýsingar
en þær sem við vissum þegar,“
segir Edda Ólafsdóttir, 75 ára
gamall íbúi að Njálsgötu.
Edda sat í gær fund ásamt
öðrum fulltrúa íbúa götunnar,
Kristni Jóhannessyni, með Vil-
hjálmi Þ. Vilhjálmssyni borgar-
stjóra og kynnti skoðanir íbúa í
nágrenni fyrirhugaðs heimilis
fyrir heimilislausa menn að Njáls-
götu 74. Það hús er samliggjandi
húsi Eddu og segir hún ekki hafa
verið tekið tillit til þess að engin
hljóðeinangrun er þar á milli. Vil-
hjálmur borgarstjóri segist ekki
hafa vitað að svo væri. „Það verð-
ur hljóðeinangrað þarna á milli
hið fyrsta,“ segir hann.
Vilhjálmur minnti einnig á að
um tilraunaverkefni til eins árs
væri að ræða og ef vandamál
kæmu upp í götunni yrði því hætt
að ári liðnu. Hann sagðist þó ekki
eiga von á slíkum uppákomum.
Meðal þeirra spurninga sem
íbúar lögðu fyrir Vilhjálm var
hvort ekki væri verið að stuðla að
félagslegri einsleitni með því að
setja heimilið á þennan reit borg-
arinnar, þar sem fjörutíu prósent
af öllu húsnæði væru á vegum
félagsmálayfirvalda. Því svaraði
Vilhjálmur þannig til að fólk sem
væri í félagslegum íbúðum væri
ekki verra fólk en annað.
Vilhjálmur sagði engin laga-
ákvæði til sem skylduðu borgar-
yfirvöld til að standa fyrir
grenndarkynningu vegna
breytinganna. „Ég skal þó viður-
kenna að betra samráð hefði mátt
hafa við íbúa götunnar vegna
þessa og bið íbúa afsökunar á að
það hafi ekki verið gert,“ segir
Vilhjálmur.
Stella Víðisdóttir, sviðstjóri
Velferðarsviðs Reykjavíkur, segir
óánægju fólks að nokkru leyti
hafa skapast vegna þess að það
blandi saman félagslegum leigu-
íbúðum og sértækum úrræðum,
eins og heimilið á Njálsgötu er.
„Inn á heimilið verða valdir menn
sem vilja breyta lífi sínu til hins
betra. Staðsetningin hentar mjög
vel vegna nálægðar við geðdeild
Landspítalans og þjónustu í mið-
borginni,“ segir Stella.
„Við erum búin að fá mikið af
skammaryrðum í blöðunum, það
er búið að segja að við séum eig-
ingjörn, skorti mannkærleika og
fleiri ásökunum hefur verið
dembt yfir okkur. Þær fullyrðing-
ar finnast mér þó lýsa skilnings-
leysi á aðstæðum okkar og ábend-
ingum,“ segir Edda.
Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val
á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18.
Opið virka daga: 10-18
Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500
Hluti nemenda við
Háskólann á Bifröst er óánægð-
ur eftir að tilkynnt var um breyt-
ingar á leiguverði í háskólaþorp-
inu á og við Bifröst í gær. Tæpur
fjórðungur íbúða hækkar í verði,
mest um fjórtán þúsund krónur á
mánuði.
„Okkur hefur borist mikið af
kvörtunum frá þeim sem hafa
orðið fyrir þessu. Hækkunin bitn-
ar harðast á fjölskyldufólki og
þeim sem síst skyldi,“ segir Elín
Björg Ragnarsdóttir, sem er í
íbúðaráði háskólaþorpsins. Hún
segir mikið af einstæðum foreldr-
um vera á Bifröst og hækkanir
séu mestar í íbúðum þeirra og
annars fjölskyldufólks. Á meðan
lækki leiguverð hjá einstakling-
um. „Einstæða foreldra munar um
fjórtán þúsund krónur á mánuði,“
segir Elín.
Ágúst Einarsson, rektor Háskól-
ans á Bifröst, segir almennt verið að
lækka leiguverð. „Verðið lækkar hjá
75 prósentum nemenda okkar. Þetta
er fyrst og fremst samræming á
milli mismunandi gerða húsnæðis
sem lengi hefur verið talað um.“
Ágúst segir jafnframt að þessar
aðgerðir hafi í för með sér tekjutap
fyrir skólann.
Bitnar mest á þeim sem síst skyldi
Borgarstjóri biður
íbúana afsökunar
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir að betra samráð hefði mátt hafa við íbúa
á Njálsgötu vegna fyrirhugaðs heimilis fyrir heimilislausa menn í götunni. Hann segir
að hljóðeinangrað verði á milli húsa. Öldruð kona í götunni segir fólk óttaslegið.
Fjórir menn á
þrítugsaldri hafa verið dæmdir í
lífstíðarfangelsi fyrir að ætla að
fremja hryðjuverk í Lundúnum
hinn 21. júlí árið 2005, tveimur
vikum eftir að 52 manns dóu í
sjálfsmorðsárásum í borginni.
Mennirnir komu bakpokum
fullum af sprengiefni fyrir í
þremur neðanjarðarlestum og í
strætisvagni. Sprengjurnar
sprungu ekki og enginn slasaðist.
Dómarinn sagði að ef
sprengjurnar hefðu sprungið
hefðu allt að 50 manns getað dáið
og hundruð særst. Hann sagði að
al-Kaída hefði staðið á bak við
sprengjutilræðin. Mennirnir
kváðust saklausir.
Fjórir lífstíðar-
dómar felldir
Opna Kaupþingsmótið í skák
fer fram í Lúxemborg þessa
dagana. Mótið hófst síðasta
laugardag og því lýkur næsta
laugardag.
Sex Íslendingar eru meðal
þátttakenda. Hannes Hlífar
Stefánsson og Snorri Bergsson eru
efstir þeirra með þrjá og hálfan
vinning eftir fimm umferðir og
eru í 11. til 21. sæti. Í efsta sæti
með fjóra og hálfan vinning er
næststigahæsta skákkona heims,
Humpy Koneru frá Indlandi.
Sex íslenskir
keppendur
Fataframleiðandinn 66°
Norður hefur stofnað dóttur-
félagið 66° North USA til að sinna
málum fyrir markaðinn í Norður-
Ameríku. Síðastliðin fimm ár
hefur þarlendur dreifingaraðili
séð um sölu- og dreifingarmál
fyrir Bandaríkin og Kanada.
„Með þessu móti höfum við
fullt vald á vörumerkinu,
verðlagningu og stöðu á markaðn-
um,“ segir Halldór G. Eyjólfsson,
forstjóri 66° Norður. „Þetta er
næsta skref í að ná enn meiri
útbreiðslu og árangri á þessum
gríðarlega stóra og samkeppnis-
harða markaði.“
Útrás fyrirtækisins hefur verið
hröð og flytur það nú út vörur til
fimmtán landa.
Dótturfélag
vestanhafs
Heimilisfólkið í
Hvannatúni í Borgarfirði er þegar
byrjað að taka upp kartöflur þótt
enn sé langt til hausts. Fram
kemur á vefsetri Borgarbyggðar
að fyrsta útsæðið í Hvannatúni
hafi farið í mold 30. apríl.
„Þrátt fyrir útsæðið hafi verið
undir plasti þá var maímánuður
erfiður, þar sem grösin frusu
reglulega á næturnar. Það virðist
ekki hafa komið að sök og nú
gleðja dýrindis kartöflur
heimilisfólkið á hverjum degi og
hafa gert um nokkurt skeið,“
segir á borgarbyggd.is
Nýjar kartöflur
í Hvannatúni