Fréttablaðið - 12.07.2007, Qupperneq 10
Okkur var bara sagt að
búast við hinu versta og
vona það besta.
VERKFÆRI
N1 býður upp á mikið úrval af hágæða rafmagns- og handverkfærum.
WWW.N1.ISN1 VERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9 · SÍMI 440 1200
Auglýsingasími
– Mest lesið
Eitt stærsta og mest lesna
dagblað í Litháen, Kauno diena sem
gefið er út í borginni Kaunas, gerði
greinaflokk Fréttablaðsins um
umsvif litháísku mafíunnar á
Íslandi að umtalsefni á vefútgáfu
sinni í gær. Blaðamaður leitar
viðbragða yfirmanns fíkniefna-
deildar lögreglunnar og uppsker
innihaldsrýr svör.
Þá ræðir hann við framkvæmda-
stjóra litháísku ferðaskrifstofunn-
ar Jetis, en í umfjöllun Fréttablaðs-
ins kom fram að þeir Litháar sem
hingað hafa komið með fíkniefni
eigi það nokkrir sameiginlegt að
hafa bókað ferðina í gegnum þá
skrifstofu. Framkvæmdastjórinn
þvertekur þar fyrir að stofan eigi
þátt í nokkurs konar óeðlilegu
bókunarferli.
Litháar fjalla
um greinaflokk
Fréttablaðsins
„Ég er ekki einu sinni
fær um að flytja sjálf, ég hef ekki
heilsu,“ segir Birna Skarphéðins-
dóttir, íbúi við Hringbraut 128 í
Reykjanesbæ. Fasteignir Reykja-
nesbæjar hafa selt níu félagslegar
íbúðir í húsinu og sagt upp leigu-
samningunum við íbúana.
„Konan sem er tengiliðurinn
okkar í húsnæðismálunum hjá
bænum segir að það séu engar
íbúðir til, þau hafi ekkert að bjóða
okkur,“ segir Birna.
„Við erum öryrkjar, einstæðar
mæður og lágtekjufólk í íbúðun-
um, þannig að manni finnst þetta
skrýtið. Okkur var bara sagt að
búast við hinu versta og vona það
besta,“ segir Birna. Íbúum var til-
kynnt um söluna 1. júlí.
„Það stóð til áður en ákveðið var
að selja að taka þessa blokk í gegn
að utan, hún er orðin svolítið ljót
að utan,“ segir Birna. Hún segir
þó íbúðirnar hafa verið teknar í
gegn á nýliðnum árum og nýjar
hita- og vatnslagnir verið lagðar.
Fasteignir Reykjanesbæjar er
að fullu í eigu Reykjanesbæjar og
rekur félagslegar íbúðir í bænum
fyrir aldraða, lágtekjufólk og
aðra.
„Við eigum 250 íbúðir og erum
alltaf að kaupa og selja, byggja og
hvaðeina,“ segir Hjörtur Zakarías-
son, framkvæmdastjóri Fasteigna
Reykjanesbæjar.
„Þarna erum við að selja íbúðir
sem eru okkur óhagstæðar og
gamlar, það þarf mikið að endur-
nýja. Við ætluðum að taka þessa
blokk í gegn fyrir tugi milljóna
áður en kom að þessu söluferli.“
Að sögn Hjartar hefur bærinn
skipað nefnd sem mun fara yfir
húsnæðismál sveitarfélgsins.
Hvort nýjar íbúðir komi í staðinn
fyrir þessar sé óljóst.
Hjörtur segir nýja eigendur
vera tilbúna að leigja fólkinu íbúð-
irnar áfram, en segist ekki vita
hvort leigan verði jafn lág. Annars
geti fólkið leitað til félagsþjónustu
bæjarins.
„Auðvitað á fólk sinn rétt, alveg
þriggja mánaða uppsagnarfrest
upp í ár, alveg eftir því hvað það
hefur verið lengi. Það getur líka
komið til Reykjanesbæjar og sótt
um íbúð,“ segir Hjörtur.
Á seinustu tveimur til þremur
árum hafa Fasteignir Reykjanes-
bæjar selt um 25 íbúðir, að sögn
Hjartar, og lítið komið í staðinn.
25 íbúða blokk hafi hins vegar
verið reist árið 2000.
„Það getur ekki verið markmið
að fjölga félagslegum íbúðum því
að við viljum að fólk hjálpi sér
sjálft helst,“ segir Hjörtur.
Íbúar félags-
íbúða segjast
úrræðalausir
Íbúum níu félagslegra íbúða í Reykjanesbæ var tilkynnt
um sölu þeirra 1. júlí og uppsögn leigusamninga þeirra.
Bærinn hefur selt 25 félagslegar íbúðir á síðustu árum en
alls eru slíkar íbúðir um 250 í bænum.
Fimmtán ára stúlka
var stöðvuð undir stýri á bíl í
íbúðargötu í Hafnarfirði í fyrra-
dag, að því er fram kemur í
tilkynningu frá lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu. Hún mældist
á kolólöglegum hraða og hafði eðli
málsins samkvæmt heldur aldrei
öðlast ökuréttindi.
Þá var karlkyns jafnaldri hennar
stöðvaður undir stýri á vespu í einu
úthverfa Reykjavíkur. Hann hafði
ekki réttindi til að aka slíku
ökutæki, og var þar fyrir utan með
hjálmlausan farþega aftan á hjólinu.
Allnokkrir ökumenn til viðbótar
voru stöðvaðir fyrir hraðakstur í
borginni í fyrradag.
Fimmtán ára
ók allt of hratt
„Tilkynningar varðandi
útivist unglinga aukast alltaf á
sumrin. Við fáum þó nokkurn
fjölda af tilkynningum um
unglinga í útilegum sem hafa ekki
aldur eða þroska til og einnig um
unglingadrykkju. Það má segja að
langflestar tilkynningar komi frá
lögreglu,“ segir Halldóra Gunnars-
dóttir, framkvæmdastjóri Barna-
verndarnefndar Reykjavíkur.
Hún segist hafa tilfinningu
fyrir því að það sé heldur meira
frjálsræði á sumrin en það sé þó
ekki merkjanlegur munur á
tilkynningum eftir tímabilum á
árinu. „Við höfum fengið fyrir-
spurnir frá foreldrum um hvað sé
eðlilegt og hvað megi varðandi að
skilja barn eftir eitt heima. Við
fáum þó tilkynningar allan ársins
hring um að börn séu skilin eftir
ein heima eða í umsjá annarra
barna.“
Hrefna Friðriksdóttir, lög-
fræðingur Barnaverndarstofu,
segir að ekki séu til neinar beinar
reglur varðandi á hvaða aldri börn
mega vera ein heima. „Þetta er eitt
af því sem foreldrum er treyst til
að sjá um. Ef það kviknar grunur
um að foreldri fari ekki nógu vel
með hlutverk sitt þá er sjálfsagt að
tilkynna það og skoða hvert tilvik
fyrir sig enda eru þau mjög
mismunandi,“ segir Hrefna.
Unglingadrykkja áberandi