Fréttablaðið - 12.07.2007, Síða 12

Fréttablaðið - 12.07.2007, Síða 12
 Óvíst er enn hvaða áhrif árásin á rauðu moskuna í Islamabad mun hafa á álit landsmanna í Pakistan á Pervez Musharraf forseta. Töluvert hefur verið um mótmæli gegn honum síðustu daga. Um 500 manns komu saman í Peshavar í gær og hrópuðu vígorð gegn forsetanum, og um fimmtán manns komu einnig saman framan við byggingu hæstaréttar í Islamabad til að krefjast afsagnar Musharrafs. „Aðgerðinni er lokið. Allir sem voru inni eru komnir út,“ sagði Shaukat Aziz, forsætisráðherra Pakistans, við blaðamenn að átök- unum loknum snemma í gær. Hann sagði engin lík af konum eða börn- um hafa fundist og taldi litlar líkur á að fleiri lík myndu finnast. Meira en 50 herskáir múslimar og tíu hermenn létu lífið í átökun- um, sem hófust fyrir dögun á þriðjudag og stóðu samfleytt í 35 klukkustundir. Alls hafa átökin um moskuna, sem hófust snemma í síðustu viku, kostað meira en áttatíu manns lífið. Einn af foringjum í pakistanska hernum sagði síðustu klukkustundir átakanna hafa farið þannig fram að hermenn fóru á milli herbergja í kjallara kóranskólans, sem er við hlið moskunnar, þar sem þeir sprengdu upp hvert fylgsni andstæðinga sinna á fætur öðru. Stjórnvöld í Pakistan halda því fram að 1.300 manns, bæði karlar, konur og börn, hafi komið út úr byggingunum frá því að umsátrið hófst fyrir rúmri viku. Áður en inn- rásinni lauk var talið að hundruð manna gætu hugsanlega verið þar enn og í gær voru margir foreldrar að leita að börnum sínum inni í moskunni. Átökum um rauðu moskuna lokið Pakistanski herinn vann í gær endanlegan sigur á herskáum múslimum í rauðu moskunni í Islamabad. Engin lík af konum eða börnum sögð hafa fundist í moskunni. Átökin um moskuna hafa kostað meira en áttatíu manns lífið. OLÍS – við höldum með þér! Gleymdirðu nokkru? Komdu við hjá Olís Coleman-hitabrúsi 0,75 l Primus-ferðagasgrill ásamt slöngu Primus-tjaldhitari 2000–2500 W Primus-hella Coleman-lugt, samfellanleg Ath! Gaskútar seldir sér 5.900 kr. Sumar tilboð! 6.900 kr. 1.690 kr. 2.900 kr. 1.990 kr. 250 kr . 550 kr . 8 90 kr. Coleman-gasflöskur 190 but./pro. 250 but./pro. 500 but./pro. Fullbúin máltíð á innan við 5 mínútum Má bjóð a þér upp á ýs u í kvöld ? „Það besta er farið úr Sigtúninu en ég á samt slatta eftir af skápum, sófum og rúmum,“ segir Ástvaldur Óskarsson, sem rak sölu varnarliðseigna í gamla Blómavalshúsinu við Sigtún. Hann er nú fluttur þaðan og hyggst halda sölunni áfram á geymslusvæð- inu gegnt álverinu í Straumsvík. Þar byggir hann hús undir verslun sína. „Ég seldi um 250 gáma af dóti í Sigtúninu og á um 40 gáma eftir. Húsnæðið í Sigtúninu var orðið of stórt fyrir starfsemina en í nýju búðinni ætla ég að taka upp úr einum gámi í einu og hafa þetta minna í sniðum.“ Ástvaldur segist hafa gefið töluvert til góðgerðar- mála en hann sendi meðal annars nokkra flutningabíla til Samhjálpar. Neytendastofa innkallaði lampa síðari hluta ársins 2006 vegna þess að þeir leiddu út. „Engir eftirmálar voru vegna þessara lampa,“ segir Ástvaldur. Hann segir viðskiptavini sína vera úr öllum áttum, einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. „Ég hef til dæmis selt næstum alla bílana en þeir voru á bilinu 150 til 180 talsins og ég á kannski tíu eftir.“ Um fjörutíu gámar eru eftir

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.