Fréttablaðið - 12.07.2007, Page 16

Fréttablaðið - 12.07.2007, Page 16
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Í Björnslundi í Norðlinga- holti er útileikstofa fyrir leikskólann Rauðhól. Börn- in nýta náttúruna í stað leiktækja sem venjulegur róló býður upp á. Tjöld og hengirúm eru í boði fyrir þreytta fætur þegar líður á daginn. „Börnin eru hér á sínum eigin for- sendum og una sér vel í náttúr- unni. Hér eru engin leiktæki og því er þetta allt öðruvísi en venju- legur róló. Börnin búa sér til allt sjálf og eru skapandi og skemmti- leg,“ segir Guðrún Sólveig, leik- skólastjóri Rauðhóls. Auk þess að vera útileikstofa fyrir leikskólann Rauðhól er Björnslundur einnig útikennslu- stofa fyrir Norðlingaskóla. Björn- slundur var tekinn í notkun af Norðlingaskóla í nóvember. „Kenn- aranemar komu hingað frá Noregi og gerðu þetta svæði upp með krökkunum í Norðlingaskólanum en skólinn notar svæðið í allri kennslu eins og til dæmis náttúru- fræðikennslu.“ Guðrún Sólveig segir að í haust muni öll börn leik- skólans og grunnskólans planta trjám í lundinum sem hluta af umhverfisverkefnum skólanna. Hún segir báða skólana nýta svæð- ið mjög mikið enda sé þetta leynd paradís sem fáir viti um. „Við í leikskólanum erum svo heppin að hafa opið allt árið um kring þannig að við erum mjög mikið hérna í sumar og erum búin að koma mörgum sinnum í viku síðan í mars.“ Öll börn leikskólans voru í lund- inum í gær utan hóps sem hafði farið í Fjölskyldu- og húsdýragarð- inn þegar ljósmyndari og blaða- maður Fréttablaðsins áttu leið hjá Björnslundi. „Við komum hingað í morgun og þá var vinafundur og söngstund en á Rauðhól leggjum við mestu áhersluna á vináttuna og kærleikann. Síðan lékum við kenn- arnir leikritið Rauðhettu og úlfinn fyrir börnin. Börnin eru núna í frjálsum leik, síðan er hádegismat- ur og hvíldarstund á eftir,“ segir Guðrún Sólveig og bætir við að krökkunum finnist ofsalega nota- legt að kúra inni í tjöldunum og í hengirúminu þegar þreytan segir til sín. Grátbroslegt Álmen! Reykjavík kemur til hennar í Hólminn Börnin skapandi í náttúrunni Vísindin efla alla dáð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.