Fréttablaðið - 12.07.2007, Side 40

Fréttablaðið - 12.07.2007, Side 40
 12. JÚLÍ 2007 FIMMTUDAGUR8 Gönguferðir niður Austurdal í Skagafirði eru nýjung í afþrey- ingu á Norðurlandi. Leiðsögu- maður er kennarinn Gísli Rún- ar Konráðsson, Skagfirðingur í húð og hár. „Þetta er þægileg gönguleið um óbyggðir og eyðibyggðir og fólk þarf ekkert að bera annað en nesti, hlífðarföt og vaðskó,“ segir Gísli þegar hann er beðinn um að lýsa fyrirhuguðum ferðum niður Aust- urdal. Hann býr á Sauðárkróki og þar segir hann lagt upp á föstudag og keyrt fyrst inn að Laugafelli en síðan að gangnamannakofanum Grána til gistingar. „Gráni rúmar 9-11 manns í kojum en hinir gista í tjöldum,“ segir hann og tekur fram að bílarnir bíði og taki tjöld- in og svefnpokana til baka. Næsta dag er gengið niður Austurdalinn um 25 kílómetra leið að sæluhúsi sem heiti Hildar- sel. Fyrst er komið í svokallaðan Stórahvamm sem er við Jökulsá eystri. „Þar vex villt birki í mestri hæð yfir sjávarmáli á Íslandi, eða í 630-640 metra hæð,“ segir Gísli og tekur fram að hægt sé að velja hvort gengin sé fjallsbrúnin eða farið niður í kjarrivaxna Löngu- hlíðina. „Þegar komið er niður að svokallaðri Fossá býðst þeim sem vilja að fara sex kílómetra krók upp á Fossárdal. Hinir halda áfram.“ Neðan við Hvítá og Fögru- hlíð er komið að tóftum bæjar sem að sögn Gísla er talinn hafa farið í eyði í svartadauða 1402 eða jafn- vel fyrr. „Það eru fleiri svona fornbýli á leiðinni. Nöfin þekkt en sagan ekki,“ segir hann. Í Hildar- seli er hins vegar ekki í kot vísað. Þar er stórt sæluhús í eigu Ferða- félags Skagfirðinga og fleiri sem allt að 30-40 manns geta gist í með góðu móti. „Þar er fullt af teppum og því þarf enga svefnpoka,“ segir fararstjórinn. Seinni dagleiðin er mun styttri en sú fyrri, bara 12 kílómetrar og meira er að skoða af mannvistar- leifum, að sögn Gísla. Fyrst tóftir Nýjabæjar þar sem Bólu-Hjálmar bjó á tímabili og fleiri bæja sem fóru í eyði í kringum aldamótin 1900. Síðan er gengið að kirkju- staðnum Ábæ. „Þar er alltaf sung- in messa einu sinni á ári, sunnu- daginn um verslunarmannahelg- ina, og seinni ferðin hittir einmitt á þann dag,“ segir Gísli. Áfram er svo haldið þar til komið er á móts við Skatastaði, eyðibýli vestan megin við ána. Þar er farið yfir Jökulsá á kláfi og þangað er hópurinn sóttur. „Fyrst var settur upp kláfur þarna um 1850. Jökulsá hreinsaði hann af sér í vetrarflóðum fyrir nokkrum árum og þá var nýr settur upp,“ lýsir Gísli og segir komið við í heitu pottunum á Bakkaflöt áður en kvaðst sé úti á Krók eða annars staðar á leiðinni. Tvær ferðir eru fram undan í sumar hjá Gísla, dagana 20. til 22. júlí og hin 3. til 5. ágúst. Hann tekur við pöntunum í símum 453 6634 og 893 6634. gun@frettabladid.is Nesti, hlífðarföt og vaðskór Horft til norðurs við tóftir Nýjabæjar. MYND/HALLFRÍÐUR SVERRISDÓTTIR Nafnarnir Gísli Konráðsson og Gísli Frostason aðstoða einn ferðafélagann yfir Hörtná. MYND/HALLFRÍÐUR SVERRISDÓTTIR Kláfurinn við Skatastaði er frábær samgöngubót. Gísli Rúnar við Hildarsel.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.