Fréttablaðið - 12.07.2007, Page 42

Fréttablaðið - 12.07.2007, Page 42
 12. JÚLÍ 2007 FIMMTUDAGUR10 fréttablaðið sumarið 2007 Flestir foreldrar vilja nota sumarleyfið sem best með börnunum sínum og eitt af því sem getur verið skemmtilegt er að fara í fjallgöngur. Stefán Gunnars- son, framkvæmdastjóri Jarðbaðanna í Mývatnssveit, hefur gengið mikið með sín börn og veit að hverju þarf að huga. Stefán á tvö börn, nítján ára strák og fjórtán ára stelpu, sem voru ekki gömul þegar hann og Eygló konan hans byrjuðu að fara með þau á fjöll. „Við fórum með strákinn strax nokkurra mánaða gamlan í burðargrind á bakinu og það var það sama með stelpuna,“ segir Stefán. Fjölskyldan hefur gengið víða og í alls konar veðrum. „Við höfum farið með börnin með okkur, hvort sem er að vetri eða sumri og í stórhríðarveðri gildir bara að búa börn- in jafn vel og sjálfan sig. Við höfum líka farið í gönguferðir víða erlendis þó að það hafi verið miklu meira hérna heima og einu sinni fórum við í tíu mánaða heimsreisu og keyrðum niður Afríku og Suður-Ameríku og um allar trissur með börnin.“ Stefán telur að ekkert eigi að vera því til fyrirstöðu að fara með börn allt niður í tveggja ára í styttri gönguferðir á fjöll. „Krakkar eru náttúrulega þrælduglegir og í nágrenni Reykjavíkur er til dæmis hægt að ganga á Vífilfellið og Esjuna og einhver slík fjöll. Svo er alls ekki tæknilega erfitt að labba upp á Heklu og ég myndi segja að það væri alveg hægt að fara með börn frá sex til sjö ára aldri upp á hana, ef þau eru dugleg og vel útbúin. Hekla er tæplega fimmtán hundruð metra hátt fjall, en alls ekki brött og auðveld fjallganga alla leið þó að taki náttúrulega nokkra klukkutíma að labba hana.“ Skóbúnaður skiptir máli og til þess að geta gengið eitthvað að ráði verða börnin að vera vel búin til fótanna. „Í dag er orðið að- eins teygjanlegra hugtak hvað eru striga- skór og hvað gönguskór og komnir svona mjúkir og teygjanlegir göngustrigaskór. Ef búast má við göngu í snjó ættu þau að vera í nokkuð vatnsþéttum skóm og það er nátt- úrulega ekki hægt að fara með börn í striga- skóm eins og á Heklu því þar þarf að labba í snjó part af leiðinni.“ Best er að yngstu börnin þurfi ekkert að bera þegar farið er í fjallgöngur en þau eldri ráða alveg við smá bakpoka að sögn Stef- áns. „Ég myndi hafa þau alveg laus fram undir svona sex ára en uppúr því er pass- legt fyrir þau að halda á sínum eigin svefn- poka ef farið er í nokkurra daga göngur.“ Ekki skiptir öllu máli hversu hratt er gengið eða oft er stoppað á leiðinni að sögn Stefáns ef börnin skemmta sér vel. „Grund- vallarreglan þegar ferðast er með börn er sú að það verður að vera gaman allan tím- ann. Það skiptir engu máli hvort er stopp- að oft eða sjaldan eða hvort er labbað hratt eða hægt eða hvað er gert því að númer eitt er að það verður að vera gaman. Um leið og hættir að vera gaman er eins hægt að pakka saman og fara heim,“ segir Stefán og hlær. emilia@frettabladid.is Fjölskyldan öll saman á fjöll Stórfjölskyldan í Víti síðasta sumar. Stefán, Eyrún og Signý hittu bróður Stefáns og hans fjölskyldu á hálendinu. Stefán og Signý dóttir hans hafa gengið saman á fjöll frá því að hún var pínulítil. Hér eru þau í Dyrfjöllum. Fjölskyldan tjaldaði í Stóruurð og hér er Eyrún, kona Stefáns, við tjaldið. Vinkonudagar Sumartilboð Þökkum frábærar viðtökur! Bílskúrssala Austurbergi 18, 111 Reykjavík Frábær verð frá 500-2000 kr Bæði nýr og lítið notaður fatnaður til sölu Kjólar - bolir - toppar - skyrtur - buxur - skór - línuskautar Erum einnig með hársnyrtivörur frá TIGI til sölu á hlægilegu verði! Opið - Föstudag 18-21 • Laugardag 12-17 • Sunnudag 12-17

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.