Fréttablaðið - 12.07.2007, Síða 43
FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2007 11sumarið 2007 fréttablaðið
VIKULEG KVOSARGANGA menningarstofnana Reykjavíkur-
borgar verður farin í kvöld 12. júlí klukkan 20.00. Gangan í kvöld verður
með nokkuð öðru sniði því í stað þess að ganga verður siglt til Viðeyjar.
Leiðsögumaður verður Guðjón Friðriksson sagnfræðingur sem er með
fróðari mönnum um sögu Reykjavíkur. Siglt verður meðfram strandlínu
Reykjavíkur og um eyjarn-
ar á Sundinu.
Siglingin hefst í Gróf-
inni milli Tryggvagötu 15
og 17 klukkan 20. Reikna
má með að siglingin taki
rúma klukkustund. Ferju-
tollur er 1.000 krónur fyrir
fullorðna og 500 krónur
fyrir börn.
STEINHÆÐIN Í GRASAGARÐINUM
var tekin í notkun árið 1997 og vaxa í henni að jafn-
aði um 400 tegundir háfjallajurta. Í kvöld klukkan
20.00, fimmtudaginn 12. júlí, verður leiðsögn um
steinhæðina sem Jóhanna Þormar garðyrkjufræð-
ingur mun annast.
Plöntunum er komið fyrir eftir heimshlutum.
Þar eru plöntur sem eiga meðal annars heimkynni
í Himalajafjöllum, Alpafjöllum, Pýreneafjöllum,
Klettafjöllum og fjöllum í Kína, Japan, Norður- og
Suður-Ameríku.
Mæting í gönguna er í Lystihúsinu en aðgangur
er ókeypis. Eftir gönguna er boðið upp á pipar-
mintute úr laufum piparmintu sem ræktuð eru í
Grasagarðinum.
Margt er á döfinni á Listasumri
í þessari viku.
FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ
Deiglan kl. 21.30: Heitur fimmtu-
dagur: The Story of Modern Farm-
ing: Jessica Sligter, hljómborð,
flauta og gítar, Louise Jensen, alt
sax og Hilmar Jensson gestaleik-
ari á gítar.
FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ
Ketilhúsið kl. 12.00: Föstudagshá-
degistónleikar: „All American -
Live from New York“. Söngkvart-
ett Metropolitan-óperunnar í New
York.
LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ
Ketilhúsið kl. 14.00: Opnun á tveim-
ur sýningum. Í aðalsal opna Jóna
Hlíf Halldórsdóttir og Kristina
Bengtson sýninguna „Make it big
or keep it simple“. Á svölum opnar
Bjargey Ingólfs sýninguna „Þræð-
ir“. Báðar sýningarnar standa til
29. júlí.
Deiglan kl. 15.00: Opnun á mynd-
verkum Unu Berglindar Þorleifs-
dóttur. Stendur til 29. júlí.
DaLí Gallery kl. 17.00: Opnun á sýn-
ingu Helga Kristinssonar „Sound
orb“. Stendur til 27. júlí.
SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ
Gamli bærinn í Laufási kl. 13.30-16.30:
Sumarstarfsdagur í Laufási.
Sumartónleikar í Akureyrarkirkju kl.
17.00: Karel Paukert, orgel
Byggðasafnið Hvoll, Dalvík kl. 14.00:
Almennur söngur við gítarundir-
leik Hjörleifs Hjartarsonar.
Listasumar á
Akureyri
Alltaf er nóg um að vera í menningarlíf-
inu á Akureyri.
B
A
C
K
U
P
B
O
X
H
JÓ
LA
G
R
IN
D
U
R
T
O
P
P
B
O
G
A
R
www.stilling.is // stilling@stilling.is
Skeifan 11, 108 Reykjavik | Bíldshöfði 12, 110 Reykjavík | Smiðjuvegur 68, 200 Kópavogur | Dalshraun 13, 220 Hafnarfjörður
Draupnisgata 1, 600 Akureyri | Eyrarvegur 29, 800 Selfoss. | Sími: 520-8000
Upplifðu Ísland með THULE ferðavörum.
Margvíslegar lausnir fyrir mismunandi þarfir.
Allar upplýsingar um ferðaboxin
er að finna á vef Stillingar www.stilling.is