Fréttablaðið - 12.07.2007, Page 44
12. JÚLÍ 2007 FIMMTUDAGUR12 fréttablaðið sumarið 2007
Te og kaffi opnaði nýlega
bókakaffi í verslun Pennans
Eymundssonar í göngugöt-
unni á Akureyri.
Hildur Friðriksdóttir hefur verið
á kafi í te og kaffi síðastliðin ár.
Hún kynntist bransanum þegar
hún vann samhliða námi hjá
verslun Te og kaffi í Reykjavík.
Síðan opnaði hún fyrstu Te og
kaffi verslunina á Akureyri og
kynnti bæjarbúa fyrir götumáls-
kaffimenningunni.
„Þegar ég ákvað að snúa aftur
norður í heimahagana fannst
mér spennandi að prófa að opna
kaffibar. Einnig til að athuga
hvort Akureyri væri nógu stór
markaður til að reka sérvöru-
verslun með te og kaffi,“ segir
Hildur Friðriksdóttir, verslunar-
stjóri hjá Te og kaffi, í Pennanum
á Akureyri.
Viðbrögðin létu ekki á sér
standa og Akureyringar koll-
féllu fyrir götumálsmenning-
unni. Fyrsta verslunin var til
húsa í göngugötunni á Akureyri
en þegar Penninn Eymundson fór
í samstarf við Te og kaffi lá bein-
ast við að bjóða Hildi að flytja
reksturinn yfir götuna.
„Penninn vildi opna bókakaffi
í sínum verslunum og hentaði
ágætlega að fá mig í þetta verk-
efni hérna fyrir norðan. Ég hafði
reynsluna af rekstrinum og hef
byggt upp ákveðna viðskipta-
vild,“ segir Hildur.
Á nýja staðnum er hægt að
setjast niður og drekka kaffið
ásamt því að taka það með sér.
Þessi breyting hefur lagst vel í
viðskiptavini og Hildur segir það
skiptast jafnt þeir sem taka með
sér kaffið og þeir sem drekka það
á staðnum.
„Andrúmsloftið er mjög
skemmtilegt á nýja staðnum.
Fjölskyldur eru duglegar að
koma með börnin sem geta kíkt
í bækur á meðan foreldrarnir
drekka kaffið yfir blöðunum,“
segir Hildur.
Boðið er upp á kaffi og kaffi-
drykki ásamt fróðleik og kaffi til
að hella upp á heima. „Kaffið er
í aðalhlutverki en síðan bjóðum
við upp á ýmsar aðrar veitingar
sem er hugsað svona sem með-
læti með kaffinu,“ segir Hild-
ur og bætir við: „Við búum að
því að við vorum búin að byggja
upp góðan hóp viðskiptavina
þegar við vorum á gamla staðn-
um. Sá hópur hefur fylgt okkur
yfir götuna og getur nú átt nota-
lega stund með bók eða blaði yfir
kaffinu sínu,“ segir Hildur.
rh@frettabladid.is
Kaffið er í
aðalhlutverki
Hildur Friðriksdóttir býður upp á notalega fjölskyldustemningu hjá Te og kaffi á
Akureyri. MYND/HEIDA.IS
Leifshátíð í Dölum verður haldin nú
um helgina við Eiríksstaði. Helga
Ágústsdóttir, nýráðinn ferða-og
menningarfulltrúi í Dölum er móts-
haldari. Henni segist svo frá. „Við
erum á risastóru túni og látum þar
spretta upp útihátíðarsvæði. Vík-
ingabúðir opna um 18 á föstudag og
um klukkan 19 verður kveikt á sam-
eiginlegu grilli og í framhaldinu er
boðið uppá lifandi tónlist trúbadors.
Föstudagurinn er líka tileinkaður
sagnamönnum. Þá fáum við gúrúa í
sagnamennsku til að segja frá. Um
hálf ellefu fer hljómsveitin BÍT að
spila og heldur áfram til tvö.
Á laugardeginum klukkan 11 fer
fram keppni í kubbi og þá er opnuð
þrautabraut fyrir yngstu gestina.
Setning hátíðarinnar er svo klukk-
an 13. Ágúst Einarsson rektor á
Bifröst flytur hátíðarræðu, tón-
listin mun hljóma og fram kemur
fimm ára strákur og kveður rímur.
Á eftir er farið í leiki og glímt.
Klukkan 17 verður leikritið Leif-
ur heppni á dagskrá, leikið af 10
fingrum í umsjón Helgu Arnalds
og klukkutíma seinna kveikjum við
upp í grillinu. Síðan höfum við há-
tíðarleiðsögn um Eiríksstaði en á
milli 19 og 20.30 er unglingadans-
leikur þar sem hljómsveitin Black
Sheep leikur. Fjölbreytt kvölddag-
skrá er svo í tjaldinu, meðal annars
magadans. Á eftir er tendrað bál og
þá er sléttusöngur með harmonikk-
uundirleik. Upp úr því byrja hljóm-
sveitir að spila.
Sunnudagurinn er rólegur. Vík-
ingabúðirnar verða opnaðar um há-
degið, frí veiði er í Haukadalsvatni
og víkingafjölskylda er í Eiríks-
staðabænum sem er opinn fyrir há-
tíðargesti.“
Helga tekur það skýrt fram að
unglingar fái ekki aðgang að há-
tíðinni nema í fylgd fullorðinna og
ströng löggæsla sé á svæðinu. „Fólk
sækir hingað í rólegheitin og þetta
hefur alltaf heppnast vel.“
gun@frettabladid.is
Víkingahátíð fyrir fjölskylduna
Sagnalist er eitt af því sem er í boði á
Leifshátíð.
Við Eiríksstaði eru víkingar við iðju sína.
FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN EYJÓLFUR
Tilvalið í bústaðinn