Fréttablaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 44
 12. JÚLÍ 2007 FIMMTUDAGUR12 fréttablaðið sumarið 2007 Te og kaffi opnaði nýlega bókakaffi í verslun Pennans Eymundssonar í göngugöt- unni á Akureyri. Hildur Friðriksdóttir hefur verið á kafi í te og kaffi síðastliðin ár. Hún kynntist bransanum þegar hún vann samhliða námi hjá verslun Te og kaffi í Reykjavík. Síðan opnaði hún fyrstu Te og kaffi verslunina á Akureyri og kynnti bæjarbúa fyrir götumáls- kaffimenningunni. „Þegar ég ákvað að snúa aftur norður í heimahagana fannst mér spennandi að prófa að opna kaffibar. Einnig til að athuga hvort Akureyri væri nógu stór markaður til að reka sérvöru- verslun með te og kaffi,“ segir Hildur Friðriksdóttir, verslunar- stjóri hjá Te og kaffi, í Pennanum á Akureyri. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og Akureyringar koll- féllu fyrir götumálsmenning- unni. Fyrsta verslunin var til húsa í göngugötunni á Akureyri en þegar Penninn Eymundson fór í samstarf við Te og kaffi lá bein- ast við að bjóða Hildi að flytja reksturinn yfir götuna. „Penninn vildi opna bókakaffi í sínum verslunum og hentaði ágætlega að fá mig í þetta verk- efni hérna fyrir norðan. Ég hafði reynsluna af rekstrinum og hef byggt upp ákveðna viðskipta- vild,“ segir Hildur. Á nýja staðnum er hægt að setjast niður og drekka kaffið ásamt því að taka það með sér. Þessi breyting hefur lagst vel í viðskiptavini og Hildur segir það skiptast jafnt þeir sem taka með sér kaffið og þeir sem drekka það á staðnum. „Andrúmsloftið er mjög skemmtilegt á nýja staðnum. Fjölskyldur eru duglegar að koma með börnin sem geta kíkt í bækur á meðan foreldrarnir drekka kaffið yfir blöðunum,“ segir Hildur. Boðið er upp á kaffi og kaffi- drykki ásamt fróðleik og kaffi til að hella upp á heima. „Kaffið er í aðalhlutverki en síðan bjóðum við upp á ýmsar aðrar veitingar sem er hugsað svona sem með- læti með kaffinu,“ segir Hild- ur og bætir við: „Við búum að því að við vorum búin að byggja upp góðan hóp viðskiptavina þegar við vorum á gamla staðn- um. Sá hópur hefur fylgt okkur yfir götuna og getur nú átt nota- lega stund með bók eða blaði yfir kaffinu sínu,“ segir Hildur. rh@frettabladid.is Kaffið er í aðalhlutverki Hildur Friðriksdóttir býður upp á notalega fjölskyldustemningu hjá Te og kaffi á Akureyri. MYND/HEIDA.IS Leifshátíð í Dölum verður haldin nú um helgina við Eiríksstaði. Helga Ágústsdóttir, nýráðinn ferða-og menningarfulltrúi í Dölum er móts- haldari. Henni segist svo frá. „Við erum á risastóru túni og látum þar spretta upp útihátíðarsvæði. Vík- ingabúðir opna um 18 á föstudag og um klukkan 19 verður kveikt á sam- eiginlegu grilli og í framhaldinu er boðið uppá lifandi tónlist trúbadors. Föstudagurinn er líka tileinkaður sagnamönnum. Þá fáum við gúrúa í sagnamennsku til að segja frá. Um hálf ellefu fer hljómsveitin BÍT að spila og heldur áfram til tvö. Á laugardeginum klukkan 11 fer fram keppni í kubbi og þá er opnuð þrautabraut fyrir yngstu gestina. Setning hátíðarinnar er svo klukk- an 13. Ágúst Einarsson rektor á Bifröst flytur hátíðarræðu, tón- listin mun hljóma og fram kemur fimm ára strákur og kveður rímur. Á eftir er farið í leiki og glímt. Klukkan 17 verður leikritið Leif- ur heppni á dagskrá, leikið af 10 fingrum í umsjón Helgu Arnalds og klukkutíma seinna kveikjum við upp í grillinu. Síðan höfum við há- tíðarleiðsögn um Eiríksstaði en á milli 19 og 20.30 er unglingadans- leikur þar sem hljómsveitin Black Sheep leikur. Fjölbreytt kvölddag- skrá er svo í tjaldinu, meðal annars magadans. Á eftir er tendrað bál og þá er sléttusöngur með harmonikk- uundirleik. Upp úr því byrja hljóm- sveitir að spila. Sunnudagurinn er rólegur. Vík- ingabúðirnar verða opnaðar um há- degið, frí veiði er í Haukadalsvatni og víkingafjölskylda er í Eiríks- staðabænum sem er opinn fyrir há- tíðargesti.“ Helga tekur það skýrt fram að unglingar fái ekki aðgang að há- tíðinni nema í fylgd fullorðinna og ströng löggæsla sé á svæðinu. „Fólk sækir hingað í rólegheitin og þetta hefur alltaf heppnast vel.“ gun@frettabladid.is Víkingahátíð fyrir fjölskylduna Sagnalist er eitt af því sem er í boði á Leifshátíð. Við Eiríksstaði eru víkingar við iðju sína. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN EYJÓLFUR Tilvalið í bústaðinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.