Fréttablaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 46
 12. JÚLÍ 2007 FIMMTUDAGUR14 fréttablaðið sumarið 2007 Sumartónleikar fara fram í þrítugasta og þriðja sinn í Skál- holti og eru rauði þráðurinn í sumardagskránni. „Helga Ingólfsdóttir og Manuela Wiesler unnu það mikla afrek að setja á stofn sumartónleikana á sínum tíma. Þá þótti mörgum und- arlegt að vera með slíka tónleika úti í sveit en núna hafa þeir svo sannarlega fest sig í sessi,“ segir Kristinn Ólason, rektor við Skál- holtsskóla. Í Skálholti er fjölbreytt starf- semi yfir sumartímann. Dagskrá- in mótast þó mest af tónlistarstarf- seminni og er þetta í þrítugasta og þriðja sinn sem sumartónleikar eru haldnir. Tónlistarfólkið sem stendur að sumartónleikunum æfir í Skál- holti í allt sumar ásamt því að leika á tónleikum á fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum. Auk hinna hefðbundnu sumartón- leika mun Mótettukórinn og stór- hljómsveit undir forystu Harð- ar Áskelssonar vera við æfingar í Skálholti seinnipart sumars. Í ágúst mun kórinn halda stór- tónleika þar sem flutt verður H- moll-messan eftir Bach mánudag- inn 13. ágúst kl. 19.00 og Ísrael í Egyptaland eftir Händel föstudag- inn 17.ágúst. „Tónleikar Mótettukórsins eru í beinu framhaldi af sumartónleik- unum og munu koma með nýja vídd inn í dagskrána sem við fögn- um mjög,“ segir Kristinn. Skálholt tekur á móti þrjú hundruð þúsund gestum á sumri, sem ýmist sækja tónleika eða njóta náttúrunnar á þessum sögu- fræga stað. Að sögn Kristins er gistiaðstaða Skálholtsskóla gífur- lega vinsæl en þar er einnig rekið veitingahús. Skólinn tekur á móti ólíkum hópum í mennta- og menningar- skyni allan ársins hring. Þang- að koma guðfræðingar, djákn- ar og prestar til símenntunar auk þess sem Skálholt skipuleggur ýmis námskeið og ráðstefnur. „Í haust kemur ný biblíuþýðing á ís- lensku og þá verðum við með ráð- stefnu og bjóðum fræðimönnum á ýmsum sviðum enda um stóran viðburð að ræða,“ segir Kristinn. Flestir viðburðir Skálholts eru með trúarlegu ívafi og tengjast starfi kirkjunnar að einhverju leyti. „Kirkjan vill gjarnan eiga rödd í því starfi sem fer fram hérna í Skálholti. Enda er eðlilegt að kirkjan hafi skoðun á umhverf- is- og velferðarmálum,“ segir Kristinn sem nefnir einnig Kyrrð- ardagana sem Skálholt býður upp á. „Kyrrðardagarnir eru gífur- lega vinsælir og opnir öllum sem hafa áhuga. Þá bjóðum við fólki að hverfa úr amstri hversdagsleik- ans hingað austur í kyrrðina. Dag- skráin varir yfir helgi þar sem við bjóðum upp á hvíld og fræðslu með ólíkum áherslum,“ segir Kristinn og nefnir meðal annars fræðslu um sjúkraþjálfun, streitu, jóga, gönguferðir og Qi Gong. Staðurinn er vinsæll meðal brúðhjóna og segir Kristinn sum hjón jafnvel gista í Skálholti. Hann hvetur þó fólk eindregið að panta tímanlega vegna mikillar eftirspurnar. Allar upplýsingar um Skálholt eru á slóðinni: www.skalholt.is. Allar upplýsingar um sumartón- leikana eru á slóðinni: www.sum- artonleikar.is. rh@frettabladid.is Menning og mannrækt Kyrrðardagar í Skálholti eru gífurlega vinsælir á veturna. Þar kemst fólk í góða hvíld úr amstri dagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Kristinn Ólason, rektor í Skálholtsskóla, segir sumartónleikana vera rauða þráðinn í sumarstarfi í Skálholti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.