Fréttablaðið - 12.07.2007, Side 68
Margrét Erla Maack ver
sumrinu við magadans í
New York. Samhliða því
gleður hún hjörtu þeirra
íslensku stúlkna sem kunna
að meta second-hand
föt. Hún býður afrakstur
verslunarferða sinna upp á
myspace.
Margrét, sem er magadanskenn-
ari í Kramhúsinu, elti uppáhalds
magadanskennarann sinn til New
York. „Svo á ég mjög góða vini
hérna úti og flyt kannski út þegar
ég er búin með námið. Ég klára
háskólann í febrúar svo þetta er
svona síðasta sumarið sem ég
hef áður en ég verð fullorðin,“
sagði Margrét sposk, en hún
stundar nám í ensku.
Margrét segir ekki þverfótað
fyrir second-hand verslunum í
Brooklyn. „Ég bý eiginlega á
Laugaveginum í Brooklyn, Bed-
ford Avenue. Þetta er svolítið
eins og Hvergiland, hér eru allir
á sama aldri og ég og allir í not-
uðum fötum,“ útskýrði Margrét,
sem var fljót að kynna sér fram-
boðið.
Margrét kveðst hafa átt í vand-
ræðum með að finna sér notuð
föt á Íslandi. „Ég er ekkert feit,
en ég hef svona eitthvað aðeins
til að hrista í magadansinum,“
sagði hún og skellti upp úr. Mar-
grét hafði meira upp úr krafsinu
í verslunarleiðöngrum úti og
telur sig hafa skýringu á því. „Ég
held að flestar svona búðir heima
kaupi inn frá Evrópu, en hérna
er aðeins stærra fólk að gefa
fötin sín,“ sagði hún.
Uppboðin komu til vegna þess
að Margréti „fannst eiginlega
bara ósanngjarnt að sitja ein að
þessu,“ að eigin sögn. Miðað við
viðbrögðin sem hún hefur fengið
virðast fleiri hafa verið í sömu
sporum. „Það var ekkert smá-
vegis vel tekið í þetta,“ sagði
Margrét, sem hefur hingað til
selt þrettán kjóla og er með tíu
uppboð í gangi sem stendur.
„Stelpurnar hafa líka verið dug-
legar að senda mér skilaboð og
spyrja hvort ég geti fundið eitt-
hvað í þessari stærð eða þessum
lit,“ sagði Margrét, en bendir þó
á að ekki sé hægt að sérpanta.
„Ég býð allt upp, þannig að þær
sitja ekki einar að þessu. En ég
passa að hafa uppboðin aldrei
lengur en í þrjá, fjóra daga, svo
þetta verði ekki of dýrt,“ bætti
hún við.
Hvaða myspace-meðlimur sem
er getur boðið í fötin á slóðinni
www.myspace.com/brooklyn-
vintage.
Fyrir tólf árum síðan gekk hinn
25 ára gamla Divine Brown út á
Sunset Boulevard og stundaði
iðju sína sem vændiskona. Þegar
hvítur BMW renndi upp við hlið-
ina á henni breyttist líf hennar á
örskotsstundu.
„Ég heiti Lewis,“ sagði maður
með hafnaboltahúfu og bauð
Brown að setjast uppí bílinn
sinn. „Þú ert sæt,“ bætti hann
við og þau keyrðu á brott.
Framhaldið þekkja sennilega
flestir en Divine og breski
leikarinn Hugh Grant voru tekin
við vafasama iðju í skuggasundi
af lögreglunni í Los Angeles.
Hugh missti eiginlega allt; í það
minnsta unnustu sína Elizabeth
Hurley og það tók hann þó
nokkur ár að endurreisa feril
sinn sem á þessum tíma var í
miklum blóma eftir velgengni
Four Weddings and a Funeral.
Niðurlægingin var síðan full-
komnuð þegar News of the World
birti mynd af Brown í hinum
víðfræga Versace-kjól sem Liz
hafði gert heimsfrægan.
Sögunni af Divine Brown
hefur verið líkt við kvikmyndina
Pretty Woman þar sem Richard
Gere kolféll fyrir Juliu Roberts.
Reyndar hét erótíska kvikmyndin
hennar Brown einmitt þessu
nafni og þrátt fyrir að skötuhjúin
hafi ekki tekið upp langtíma-
samband svífur andi Grant enn
yfir lífi Brown.
Vændiskonan græddi á tá og
fingri, gerði áðurnefnda
klámmynd sem byggði á reynslu
hennar en hún var rifin út eins
og heitar lummur. Og í dag er
hún hamingjusöm móðir, moldrík
eftir ástarævintýrið með Hugh
Grant. Henni voru borgaðar
milljónir fyrir að mæta í
spjallþætti þar sem hún ræddi
um reynslu sína á meðan Hugh
Grant mætti til Jay Leno og
baðst afsökunar á þessu öllum
saman. Enn þann dag í dag er
eftirspurnin eftir þjónustu
Brown í sjónvarpi mikil og á
næstunni kemur út DVD-diskur
um líf hennar.
Brown er gift plötuútgefanda
og býr í vellystingum í Holly-
wood. En hún hefur ekki gleymt
breska séntilmanninum sem
birtist henni eins og riddari á
hvítum hesti. „Hugh Grant kom
stelpunum mínum í gegnum
háskóla og gaf þeim líf sem ég
hefði aldrei getað látið mig
dreyma um,“ sagði Divine í
samtali við sjónvarpsþáttinn
Hollywod Lives sem sýndur var
í Bretlandi á dögunum.
Divine Brown þakklát Hugh Grant
Riceboy Sleeps, sameiginlegt
verkefni Jóns Þórs Birgissonar,
sem flestir þekkja sem Jónsa í
Sigur Rós, og Alex Somers,
kærasta hans, heldur utan á
næstunni. Jónsi og Alex halda
sýningu í Arkansas um næstu
mánaðamót og í Melbourne í
Ástralíu í október. Jónsi og Alex
gáfu út myndabók með sama nafni
í nóvember síðastliðnum og settu
á sama tíma upp sýningu með
myndum úr bókinni og
vídeóverkum hér á landi.
„Þetta er reyndar ekki sama
sýning og við vorum með hérna
heima, við erum búnir að vinna
heilmikið í þessu,“ sagði Jónsi.
Sýningarnar munu þó eiga eitthvað
sameiginlegt. „Þegar við sýndum
hérna heima vorum við búnir að
finna gamla, ónýta gluggaramma
sem við sýndum myndverkin í.
Galleríeigandinn í Arkansas er
búinn að finna fyrir okkur svipaða
glugga úti, svo við gerum verkin
hérna heima og setjum þau svo
upp í gluggunum,“ útskýrði Jónsi.
Þeir verða líka með vídeóverk og
einhverja tónlist, að sögn Jónsa.
Myndabókin Riceboy Sleeps
verður jafnframt með í för, en
fyrsta upplagið er nú uppselt og
annað upplag í prentun. „Fyrstu
þúsund eintökin voru númeruð, og
þau eru búin. Nú verður þetta gert
í stærra og ónúmeruðu upplagi,
þannig að þetta verður miklu ódýr-
ara líka,“ sagði Jónsi. „Við tökum
einhver eintök með út, en við erum
líka að vinna í því að fá einhvern
dreifingarsamning, úti um allan
heim. Það hefst vonandi einhvern
tíma,“ sagði hann.
Jónsi og Alex sýna í Arkansas