Fréttablaðið - 12.07.2007, Page 71
Söngkonurnar Margrét Eir, Hera Björk,
Regína Ósk og Heiða Ólafsdóttir hafa
komið fram saman og vakið mikla
lukku áhorfenda. Nú endurtaka þær
leikinn vegna mikillar eftirspurnar
og vellukkaðra tónleika fyrr í vetur.
Með þeim verður píanóleikarinn
Karl Olgeirsson en dívurnar munu
halda tónleika bæði í Reykjavík og á
Akureyri. Tónleikarnir eru á Domo,
Þingholtsstræti 5, í kvöld og hefjast
klukkan níu. Hinn 19. júlí halda þær
seinni tónleikana á Græna hattinum á
Akureyri og hefjast þeir einnig klukkan
níu. Aðgangseyrir er 1.500 krónur.
Dívur á
Domo
Hinni nýgiftu Evu Longoria hefur
verið bannað að eignast börn strax
af yfirmönnum hennar í Desperate
Housewives. Framleiðandi þáttanna,
Marc Cherry, minntist á það í ræðu
sem hann hélt í brúðkaupinu að
brúðhjónin mættu ekki eignast
börn í heilt ár samkvæmt samningi
þáttanna. Eva segir þetta þó alls
ekki angra sig og að hún hlakki til
að eyða tíma með eiginmanni sínum.
„Okkur er alveg sama. Við viljum
vera saman tvö ein um sinn þó svo
að okkur langi auðvitað mjög mikið
í börn þegar rétti tíminn kemur,“
sagði leikkonan nýgifta.
Mega ekki
eignast börn
Þú missir ekki bara bílprófið ef þú ekur of hratt, heldur gæti bíllinn þinn verið
gerður upptækur og þú greitt sekt sem jafngildir mánaðarlaunum margra.
Hraðakstur borgar sig ekki - Í ALVÖRUNNI!