Fréttablaðið - 12.07.2007, Side 78
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
Samkvæmt öruggum heimildum Fréttablaðsins
hyggst Kaupþing blása til mikillar veislu á 25 ára
afmæli fyrirtækisins síðar í sumar. Kaupþing
hefur fengið sjálfan umboðsmann Íslands, Einar
Bárðarson, til að skipuleggja stórtónleika sem
fara fram annað hvort á Miklatúni, Laugardalsvelli
eða Nauthólsvík en líklegast verður að teljast að
Miklatún verði fyrir valinu enda sýndi það sig
með Sigur Rósar-tónleikunum að grasflöturinn
hentar vel fyrir slíka viðburði. Tónleikarnir fara
fram á sjálfan afmælisdaginn eða 17. ágúst.
Undirbúningur hefur verið í gangi í nokkuð
langan tíma en mikil leynd hvílir yfir verkefninu.
Nokkrir staðir hafa komið til greina við
skipulagninguna og þá er það síður en svo létt verk
að fá til liðs við sig alla fremstu tónlistarmenn
þjóðarinnar á einum degi. „Ég get ekkert tjáð mig
um þetta mál að svo stöddu,“ sagði Einar Bárðarson
og var þögull sem gröfin. Sama var uppi á
teningnum hjá Benedikt Sigurðssyni,
upplýsingafulltrúa Kaupþings, sem vildi ekkert
láta hafa eftir sér. „Kaupþing verður 25 ára í ágúst,
það er rétt, en hvað við ætlum að gera er
algjört hernaðarleyndarmál.“ Enginn
aðgangseyrir verður á tónleikana heldur
hyggst Kaupþing bjóða íslensku þjóðinni.
Til stendur að byggja eitt stærsta svið
sem sögur fara af í íslenskri tónlistarsögu
og verður ekkert til sparað og bæði
hljóð- og ljósakerfi verða með því
öflugustu sem um getur. Heimildir Fréttablaðsins
herma að tónlistarfólk á borð við Nylon, Lay Low
og Stuðmenn hafi þegar gefið vilyrði fyrir að spila
á tónleikunum og komi því til
með að trylla lýðinn. Þá
mun sjálfur Bubbi
Morthens einnig stíga
á svið ef allt gengur
samkvæmt óskum.
Enn á þó fjöldi
íslenskra tón-
listarmanna eftir
að gefa svar og
því má reikna
með mikilli
tónlistarveislu um
miðjan ágúst.
Bubbi og Nylon saman á sviði
„Þessi hugmynd kviknaði nú bara
þegar ég var eitthvað að ráfa á
netinu og komst að raun um að það
er enginn félagsskapur fyrir
einhleypa,“ segir Anna Magnea
Harðardóttir, fertugur grunnskóla-
kennari í Hofsstaðarskóla. Hún
kom á fót vefsíðunni soloklubburinn.
com fyrr á þessu ári þar sem
einhleypum Íslendingum gafst
kostur á að kynnast öðrum í
svipaðri stöðu. Og vefsíðan hefur
blómstrað frá fyrsta degi.
Félagar eru nú yfir sjötíu talsins
á milli fertugs og fimmtugs og
virkir hópar á borð við
útivistarklúbbinn fara þrisvar í
viku í göngur. Auk þess stendur
félagsskapurinn fyrir ferðum í
leikhús og bíó og fer saman út að
borða. Anna Magnea tekur hins
vegar skýrt fram að félags-
skapurinn er hvorki staður fyrir
daður né einhver kynlífsklúbbur.
„Þetta eru bara góðir vinir sem
nenna ekki alltaf að vera þriðja
hjólið undir giftu félögunum,“
segir Anna Magnea og skellir upp
úr.
Yfir sjötíu manns eru virkir á
vefsíðunni en innganga í félagið
er háð nokkrum skilyrðum. Þannig
þurfa áhugasamir að mæta á kaffi-
húsafund á sunnudegi til að gefa
upp kennitölur sínar en Anna
Magnea segir þetta eingöngu gert
til að halda hvers kyns vitleysing-
um frá vefnum. „Hann er harð-
læstur og fólk ræðir þar sín mál
undir nafni,“ segir Anna.
Konur eru í miklum meirihluta í
félagsskapnum og vill Anna meina
að karlar séu svolítið hægari af
stað en hún hvetur þá endilega til
að hafa samband. „Við höfum rætt
að hafa nokkurs konar stuðnings-
fulltrúa sem fólk getur haft sam-
band við og mætt með á fundina,“
útskýrir Anna.
Vefsíða klúbbsins er sem fyrr
segir Sólóklúbburinn.com en vert
er að ítreka að aðgangur að henni
fæst ekki nema fólk mæti fyrst á
fund hjá félaginu.
Einhleypir Íslendingar stofna klúbb
„Ég hef verið á leið í kaupstað á
Bíldudal, hef staldrað við þarna
í Bakkadal og einhver smellt af
mér mynd. Ég var bóndi í tíu ár,
en flutti í bæinn 1987.“
„Hingað var ég sendur með nesti og
nýja skó. Mér var sagt að hér væri
hæfileikafólkið, skrifstofan og að
hér ætti ég að búa til ráðningar-
samninga,“ segir Hannes Líndal
Þjóðbjörnsson fjarskiptaverkfræð-
ingur, en hann hefur í tæpt ár starf-
að í borginni Bangalore á Indlandi
við að opna nýja þróunardeild fyrir
farsímarisann Nokia.
„Ég er í því að ráða starfsfólk og
hjálpa til við að búa til hugbúnað
fyrir nýja farsíma. Við vinnum dag-
lega að því að flytja fleiri verkefni
frá Vesturlöndum því á Indlandi er
nóg af fólki sem kann að splæsa
saman tölvur og forrit,“ segir
Hannes og bætir því hlæjandi við að
í raun sé hann að saga greinina
undan sjálfum sér. „Ég er sem sagt
að kenna þeim að gera það sem ég
geri og líklega að gera sjálfan mig
atvinnulausan.“
Hannes segir gjörólíkt að vinna á
Indlandi og í Danmörku þar sem
hann starfaði áður fyrir Nokia.
„Tímaskipulag fyrir mörgum Ind-
verjum er eins ókunnugt og fílar á
Reykjanesbraut svo maður þarf oft
að passa þeirra tímaplön sérstak-
lega. Það sama gildir um hina hörðu
stéttaskiptingu í landinu þar sem
fólk úr mismunandi þjóðfélagsstétt-
um á erfitt með að líta hvort á annað
sem jafningja, jafnvel inni á vinnu-
staðnum. Á hinn bóginn eru Indverj-
ar gegnumsneitt mjög duglegir, vel
menntaðir og geta þulið upp stærð-
fræðikenningar eins og vindurinn.“
Bangalore þykir ein vestrænasta
borg Indlands og hefur verið kölluð
Sílíkondalur austursins. Hannes
segir að honum líki vistin vel. „Hér
er aragrúi veitingahúsa og öflugt
næturlíf sem endar þó alltaf með
því að vopnaðir lögregluþjónar ryðj-
ast inn á slaginu hálftólf þegar allt
lokar. Hins vegar getur maður ekki
verið annað en sáttur þegar maður
er hér með einkabílstjóra, hlaupa-
svein, heimilishjálp og mótorhjól.“
Þrátt fyrir þennan lúxus segist
Hannes ekki geta hugsað sér að setj-
ast að á Indlandi en hann flytur
aftur til Kaupmannahafnar í sept-
ember. „Ég veit ekki hvort ég hefði
geðheilsu eða þolinmæði í að búa á
Indlandi að eilífu. Eins yndislegt og
þetta land er þá getur það reynt illi-
lega á mann. Stéttaskiptingin, spill-
ingin, mafían og fátæktin er allt að
drepa. Það reynir á mann að þurfa
að horfa framhjá þessu á hverjum
degi til að geta sinnt því sem maður
er sendur hingað til að gera. Ég get
nú heldur ekki annað en sagt, þó
það hljómi eins og guðlast í eyrum
Íslendinga, að maður saknar rign-
ingarinnar þegar maður sér hana
ekki átta mánuði á ári.“