Fréttablaðið - 30.07.2007, Page 6
R
V
62
37
Rekstrarvörur
1982–200725ára
Bjarni Ómar Ragnarsson
- verslunarstjóri hjá RV
Umhverfisvottaðar hreinlætisvörur
– fyrir sumarbústaðinn og veiðihúsið
Talsvert fleiri fóru
í liðþófanám og gallblöðrunám
miðað við höfðatölu á Íslandi en
annars staðar á Norðurlöndum
árið 2004. Þetta kemur fram í sam-
antekt Landlæknis á skurðaðgerð-
um á Íslandi árin 2000 til 2005.
Liðþófaaðgerðir eru sex sinnum
algengari á Íslandi en í Svíþjóð,
svo dæmi sé tekið. „Árangurinn til
langs tíma er oft sá sami hvort
sem beitt er skurðaðgerð eða
íhaldssamari stefnu,“ segir
Matthías.
„Aðgengi að heilbrigðisþjónustu
er mjög gott á Íslandi, allir komast
að til sérfræðinga og í rannsókn-
ir,“ segir Matthías. „Svo er tiltölu-
lega gott aðgengi á spítalana líka
og enginn biðlisti eftir svona
aðgerð til dæmis.“
Aðgengi að sérfræðingum,
sjúkrahúsum og rannsóknum
skiptir miklu máli hvað varðar
fjölda aðgerða, að sögn Matthías-
ar. „Hér á Íslandi erum við með
dýra heilbrigðisþjónustu sem er
mjög aðgengileg, þó það séu bið-
listar á ákveðnum sviðum.“
Meira af aðgerðum á liðþófa
Tvær ungar konur
réðust á 27 ára konu í biðröð við
skemmtistaðinn Sólon í miðbæ
Reykjavíkur í fyrrinótt. Þær rifu
í hár hennar, skelltu henni í
götuna og drógu hana á hárinu.
Önnur þeirra beit síðan í eyra
konunnar. Vitni sagðist hafa séð
bút bitinn út eyranu. Ekkert segir
um það í lögregluskýrslu.
Svo virðist sem árásarkonurnar
hafi ætlað að ryðjast fram fyrir
hina í röðinni, hún hafi gert
athugasemd við það og þær hafi
þá ráðist á hana.
Vitni sáu konurnar hlaupa af
vettvangi. Skýrslur hafa verið
teknar af þeim og rætt verður við
konurnar þegar til þeirra næst.
Konan leitaði sér aðhlynningar á
slysadeild.
Rifu í hár og
bitu í eyra konu
„Finnst ekki öllum bjór
góður?“ segir Björgvin Rúnars-
son, framkvæmdastjóri 2B Comp-
any, sem áformar að reisa bjór-
verksmiðju í Vestmannaeyjum.
Verið er að kanna hvort hag-
kvæmt sé að reisa verksmiðjuna,
sem tappar á
fyrstu flöskurn-
ar næsta sumar
ef allt gengur
eftir.
„Við erum
mjög spenntir
fyrir þessari
hugmynd, ásamt
öllum sem eru
með okkur í
þessu,“ segir
Björgvin. Hann
vill þó ekki strax gefa upp hverjir
standa að baki verkefninu fjár-
hagslega.
„Þegar allt er komið á hreint til-
kynnum við ákvörðunina form-
lega ásamt nafninu á bjórnum,
sem tengist Vestmannaeyjum.
Hann heitir samt ekki Lundi eða
eitthvað þannig.“
2B Company er staðsett á Sel-
fossi og hefur mestmegnis séð um
viðburði og útgáfumál. Fyrirtækið
hélt meðal annars sýninguna
Árborg 2007 í sumar og tónleika
með hljómsveitinni TOTO fyrr í
þessum mánuði.
„Við erum bæði fjárfestingarfé-
lag og útgefandi, og höfum mikinn
áhuga á þessu verkefni. Vest-
mannaeyjar völdum við vegna
þess að fjölskyldur okkur eru ætt-
aðar þaðan, og við viljum efla
atvinnulífið í Eyjum,“ segir Björg-
vin að lokum, spurður af hverju
Vestmannaeyjar urðu fyrir valinu
með staðsetningu.
Flokkur Shinzo Abe, for-
sætisráðherra Japans, Frjálslynda
demókrataflokksins, beið afhroð í
kosningum til efri deildar þings-
ins sem fram fóru á sunnudag.
Vegna þessa spáðu sumir því að
Abe kæmi til með að segja af sér,
en svo virðist sem ekki verði af
því.
Þegar Abe tók við stöðu forsæt-
isráðherra Japans í september í
fyrra, sagðist hann meðal annars
ætla að vinna í því að byggja upp
fagurt land. Hann náði síðan
almennri hylli þegar honum tókst
að bæta stjórnmálasamband Jap-
ans við Kína og Suður-Kóreu.
Ánægjan með Abe og flokk hans
varði þó stutt.
Í kjölfars ýmissa hneykslismála
hefur pólítísk staða forsætisráð-
herrans verið ótrygg um nokkurt
skeið. Tveir af ráðherrum Abe
hafa til að mynda sagt af sér vegna
ásakana um misnotkun á almanna-
fé. Í maí síðastliðnum framdi síðan
Toshikatsu Matsuoka heilbrigðis-
ráðherra sjálfsmorð þegar til stóð
að yfirheyra hann vegna gruns um
að hafi þegið fé frá verktökum,
sem höfðu unnið talsvert fyrir
ríkisfyrirtæki.
Þá gagnrýndi bæði stjórnarand-
stæðan og almenningur það harð-
lega þegar gögn fimmtíu milljóna
ellilífeyrisþega gufuðu upp eins
og dögg fyrir sólu. Abe lét þessar
gagnrýnisraddir sér eins og vind
um eyru þjóta, en virðist nú hafa
sopið seyðið af eigin oflátungs-
hætti.
Flokknum hafði því lengi verið
spáð löku gengi en menn áttu ekki
von á útkoman yrði Abe og flokkn-
um jafn óhagstæð. Er hún sú
versta í sögu flokksins, sem hefur
setið í stjórn samfellt allt frá árinu
1955.
Þetta er þó ekki í fyrsta sinn
sem flokkurinn bíður hnekki í
kosningum. Árið 1998 sagði þáver-
andi forsætisráðherra Ryutaro
Hashimoto af sér þegar flokkur-
inn 44 af 121 sæti. Níu árum áður
missti Sousuke Uno stöðu sína
sem forsætisráðherra eftir að
hafa náð aðeins 36 sætum. Sjálfur
sagði Abe upp sem aðalritari
flokksins árið 2004, þegar flokkur
hans ætlaði sér 51 sæti en náði
eingöngu 49.
Margir biðu því spenntir eftir
því hvort Abe kæmi til með að
segja starfi sínu lausu, eftir að
úrslitin voru kunngjörð og jap-
anski lýðræðisflokkurinn hafði
náð flestum þingsætum í efri
deildinni. Þegar til kastanna kom
reyndist forsætisráðherrann ekki
á þeim buxunum að segja af sér,
þrátt fyrir að taka fulla ábyrgð á
ósigrinum.
Tilkynnti Abe, heldur þungbú-
inn á svip, að hann kæmi áfram til
með að vinna að umbótamálum og
uppfylla skyldur sínar sem for-
sætisráðherra Japans.
Ætlar ekki að segja af sér
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, og flokkur hans biðu afhroð í kosningum til efri deildar þingsins sem
fram fóru í gær. Pólitísk staða forsætisráðherrans hefur verið ótrygg um nokkuð skeið vegna hneyksla.
Ertu hlynnt(ur) því að NATO
hafi eftirlit með íslenskri loft-
helgi?
Telurðu að reykingabannið á
skemmtistöðum hafi gefist vel?
Gordon Brown,
forsætisráðherra Bretlands,
flaug í gær til Bandaríkjanna til
að funda með George Bush
forseta.
Áður en Brown flaug af stað
reyndi hann að slá á sögur um
kólnandi samskipti þjóðanna.
Þetta var fyrsta ferð Brown til
Bandaríkjanna eftir að hann tók
við embætti forsætisráðherra af
Tony Blair.
Á fundi sínum í gær ætluðu
leiðtogarnir tveir meðal annars
að ræða Íraksstríðið þar sem
Brown er talinn vilja fækka
breskum hermönnum þar.
Enn öflug
samvinna