Fréttablaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 2
 Meta hefði átt verðmæti vatnsréttinda áður en farið var af stað með virkjunarframkvæmdir á Kárahnjúkum, segir prófessor í hagfræði. Formaður matsnefndar segir að reyna hefði átt samn- inga en nær úti- lokað hefði verið að niður- staða fengist. Með því að taka land eign- arnámi er samn- ingsstaða land- eigenda ekki góð, og þannig séu send röng skilaboð til þeirra sem vilji nýta landið til virkjana, segir Ragnar Árnason, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. „Virði vatnsréttinda liggur ein- hvers staðar á milli þess sem er tjón landeiganda og þess arðs sem vatnsréttindin skapa fyrir vatns- notandann, sem í þessu tilviki er Landsvirkjun,“ segir Ragnar. Hann segir að afleiðing þess sé að þeir sem meta eigi verðmæti vatnsréttindanna lendi í ákveðn- um vanda, og mat þeirra verði þar af leiðandi tilviljunarkennt. Mats- nefnd úrskurðaði á miðvikudag að vatnsréttindi vegna Kárahnjúka- virkjunar væru um 1,6 milljarða króna virði. „Við þessar aðstæður er út af fyrir sig eðlilegra að aðilar semji sín á milli um þessa hluti, en séu ekki knúnir til þess með opinber- um valdaaðgerðum. Þessir hlutir ættu allir að liggja fyrir áður en lagt er til atlögu við virkjanir,“ segir Ragnar. „Rökin gegn þessu eru auðvitað þau að ef þetta væri svona þá væri kannski aldrei virkjað. Á móti má segja að ef hagsmunir landeig- enda af því að selja [vatnsréttind- in] eru ekki sterkari en það að þeir sætti sig við að ekki verði virkjað, þá er kannski best að það sé ekki virkjað,“ segir Ragnar. Skúli J. Pálmason, formaður matsnefndar, sem úrskurðaði um verðmæti vatnsréttinda á mið- vikudag, segir að Landsvirkjun hefði átt að reyna að semja um vatnsréttindin eftir að arðsemis- mat virkjunarinnar var komið. Það sé þó nær útilokað að slíkir samningar hefðu skilað árangri, enda landeigendur margir og gríð- arlega mikið beri á milli. Sumir landeigendur meti réttindin á 96 milljarða en Landsvirkjun hafi viljað greiða 150-375 milljónir. Hann segist ekki hafa átt von á því að það yrði sátt um niðurstöð- una. „Ég var alltaf viss um að það yrði dómsmál úr þessu, sama hver niðurstaða okkar hefði orðið.“ „Við þessar aðstæður er út af fyrir sig eðlilegra að aðilar semji sín á milli um þessa hluti, en séu ekki knúnir til þess með opinberum valdaaðgerðum.“ „Ég var alltaf viss um að það yrði dómsmál úr þessu, sama hver niðurstaða okkar hefði orðið.“ Tilraunir Yves Leter- me, leiðtoga kristilegra demó- krata í flæmska hluta Belgíu, til að mynda nýja sambandsríkis- stjórn hengu á bláþræði í gær, eftir að ekki tókst samkomulag þrátt fyrir að reynt hefði verið til þrautar að leysa síðustu ágrein- ingsmálin á fundi sem stóð fram á morgun. Ágreiningurinn stendur aðallega um valdmörk milli landshlutastjórnanna, flæmska hlutans í norðri og frönskumæl- andi Vallónahlutans í suðri, og sambandsríkisstjórnarinnar. Vallónar vilja ekki fallast á að enn meiri völd en þegar er orðið verði færð til landshlutastjórnanna eins og fulltrúar Flæmingja vilja. Viðræður um stjórnarmyndun standa tæpt Á síðasta ári ferðaðist 2,1 milljarður manna með flugvélum um jörðina. Þetta gerir það að verk- um að smitsjúkdómar dreifast hraðar milli manna en nokkru sinni fyrr, að því er fram kemur í nýrri árs- skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO. Stofnunin segir nauðsynlegt að ríki starfi saman og fari eftir nýjum reglum stofnunarinnar í baráttunni gegn þessari vá. „Hættan er alls staðar,“ segir Marg- aret Chan, framkvæmdastjóri WHO. „Nýir sjúkdóm- ar koma fram á sjónarsviðið, að meðaltali einn á hverju ári, sem er meira en nokkru sinni.“ Í júní síðastliðnum tóku gildi nýjar alþjóðlegar heilbrigðisreglur, sem stjórnvöld í ríkjum heimsins eru hvattar til að fylgja þegar tilkynnt er um nýja sjúkdóma eða faraldra. Einnig er ætlast til þess að WHO séu send sýnis- horn af veirum, sem skotið hafa upp kollinum, eins og til dæmis fuglaflensuveirunni H5N1. Oft vill þó verða misbrestur á því, til dæmis hefur Indónesía ekki sent sýnishorn af fuglaflensuveiru til WHO, þrátt fyrir að þar í landi hafi sjúkdómurinn komið harðast niður. Ástæðan er sú að stjórn Indónesíu hefur krafist þess að bóluefni, sem hugsanlega verða unnin úr veirunum, verði nægilega ódýr til þess að fátæk lönd hafi efni á henni. Smit dreifist sífellt hraðar Hópur fanga í Minas Gerais í Brasilíu lokuðu hóp andstæðinga sinna inni í fangaklefa og báru eld að dýnum þar inni. Tuttugu og fimm fangar létu lífið. Ofbeldi og óeirðir eru algeng í fangelsum í Brasilíu, þar sem andstæð gengi fanga berjast oft innbyrðis. Fangarnir, sem kveiktu í andstæðingum sínum, höfðu náð valdi á fangelsinu fyrir dögun. Samningaviðræður stóðu yfir þegar eldurinn var kveiktur. Ekki tókst að slökkva eldinn fyrr en 25 fangar lágu í valnum. Fangar myrtu 25 meðfanga Eyjólfur, eigum við ekki bara að taka upp EVE-runa? „Það er með þessu verið að þvinga þá landeigendur, sem ekki eru hlynntir þessu, undir vilja Landsvirkjunar,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. „Meðan vatnsréttindin eru í höndum stjórnmálamanna eru þau í höndum kjörinna fulltrúa. Það hefur hins vegar enginn kosið Friðrik Sophusson, for- stjóra Landsvirkjunar, til að gæta þeirra,“ segir Kolbrún. Fyrrum iðnaðarráðherra, Jón Sigurðsson, sagði í Fréttablaðinu í gær að krafa Vinstri grænna um að rannsakað yrði samkomulag sem ríkið gerði við Landsvirkjun, þremur dögum fyrir síðustu kosningar, væri byggð á mis- skilningi. Það væri þegnum landsins í hag að vatnsréttindi í neðri hluta Þjórsár væru í höndum stofnun- ar, en ekki ráðuneyta. Þannig væri þegnum gert kleift að klaga framkvæmdirnar. „Þetta eru dæmigerð öfugmæli Framsóknarflokksins. Þarna voru þeir að undirrita hvert sam- komulagið á fætur öðru í kosn- ingabaráttunni í kastljósi fjöl- miðla, hvers vegna var þetta samkomulag algjörlega utan kastljóss þeirra?“ spyr Kolbrún. Jón kvaðst hafa búist við því að fjármálaráðuneytið auglýsti und- irritunina. Árni Mathiesen fjár- málaráðherra vildi ekki tjá sig um þetta í gær þegar blaðamaður leitaði til hans vegna málsins. Verið að þvinga landeigendur Meta hefði átt verðmæti vatnsréttinda fyrirfram Verið er að senda röng skilaboð til þeirra sem vilja virkja með því að meta verð vatnsréttinda eftir á, segir hagfræðiprófessor. Nær útilokað að samningar hefðu tekist fyrirfram, segir formaður matsnefndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.