Fréttablaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 52
BLS. 10 | sirkus | 24. ÁGÚST 2007
Þ etta eru allt glæsilegar stelpur og ein mun standa uppi sem sigurvegari og fara til New York
í janúar og taka þátt í Ford-keppninni
fyrir hönd Íslands,“ segir Alexía Björg
Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri
Reykjavík Casting sem stendur fyrir
Ford fyrirsætukeppninni sem fram fer
í Iðnó hinn 27. september. Alexía
Björg leitaði til Forma, félags átrösk-
unarsjúklinga, um samstarf við fram-
kvæmd keppninnar. „Þegar við feng-
um þetta tækifæri ákváðum við að
það væri kominn tími til að breyta
keppninni aðeins. Við viljum koma
skilaboðum til stelpnanna og barna
sem horfa upp til þeirra um rétt matar-
æði og hreyfingu og fengum stelpurn-
ar í Forma í samstarf með okkur. Þær
verða með næringarráðgjöf og kenna
okkur að forðast hætturnar,“ segir
Alexía en allur ágóði seldra miða á
keppnina mun renna til Forma.
„Anorexíustimpillinn hefur lengi fylgt
módelbransanum. Þetta er neikvæð-
ur stimpill en átröskunin hefur í raun-
inni verið mun lengur til staðar en
módelbransinn. Það er líka hægt að
vera grannur en þó heilbrigður en þá
er mikilvægt að borða hollan mat og
hreyfa sig reglulega.” Stelpurnar í
keppninni eru í óðaönn að undirbúa
sig fyrir stóra daginn. „Við ákváðum
að láta þær gera eitthvað skemmtilegt
í stað þess að senda þær á hlaupa-
brettin. Þær eru að æfa í Kramhúsinu
og prófa sig áfram í magadansi og afró
svo hver og ein finni skemmtilega
hreyfingu við sitt hæfi.“ Hægt er að
lesa meira um Ford-keppnina á
heimasíðunni www.fordstulkan.is
indiana@frettabladid.is
LEITIN AÐ FORD-FYRIRSÆTUNNI FER FRAM Í NÆSTA MÁNUÐI. TÍU GLÆSILEGAR STÚLKUR HAFA VERIÐ
VALDAR TIL ÞÁTTTÖKU OG TIL MIKILS ER AÐ VINNA.
FORD Í SAMVINNU VIÐ FORMA
FORD OG FORMA
Alexía Björg framkvæmdastjóri og
Bryndís Jónsdóttir hjá Reykjavík Casting
ásamt Eddu Ýr og Ölmu Geirdal hjá
Forma.
Hallfríður Þóra Tryggvadóttir
17 ára.
Ólofuð
Áhugamál eru tíska, hestar, ferðalög
og að vera með vinunum.
Er á öðru ári í Verzlunarskóla
Íslands og vinn í Spúútnik
Kringlunni með.
Í framtíðinni ætla ég að mennta mig
vel og kynnast heiminum.
Valdís Eva Guðmundsdóttir
19 ára.
Var að koma úr sambandi, er laus
og liðug.
Er að mála á striga og er komin með
jólagjafirnar fyrir næstu árin. Guð
veit hvað ég geri næst. Ætli ég einbeiti
mér bara ekki að skólanum og
keppninni.
Ég er í Fjölbraut við Ármúla á
náttúrufræðibraut og vinn í dótabúð-
inni Leikbæ sem er rosalega gaman.
Í framtíðinni ætla ég að gera
eitthvað skemmtilegt og njóta.
Langar að prufa að búa úti en þarf að
safna pening og klára skólann. Er það
svo ekki bara hús með hvítri girðingu,
Volvo, maður, börn og hundur.
Fríða Sóley Hjartardóttir
Verð 16 ára í nóvember.
Enginn kærasti ennþá.
Áhugamálin eru ballett, að vera með
vinunum, hlusta á góða tónlist og
ferðast.
Er í Kvennaskólanum í Reykjavík.
Ætla mér að ferðast í framtíðinni. Fer
einmitt sem skiptinemi eftir eitt ár
og klára skólann eftir það.
Tinna Rún Kristófersdóttir
17 ára
Á lausu
Áhugamálin eru tónlist, tíska,
skemmta mér og bara hafa gaman af
lífinu.
Ég er í Iðnskóla Reykjavíkur og er
að vinna í Warehouse Kringlunni.
Framtíðarplön mín eru að lifa lífinu
lifandi og vonandi vinna við
módelstörf.
Andrea Nótt Guðmundsdóttir
16 ára.
Á lausu.
Áhugamál mín eru vinirnir, fjölskyld-
an, að versla og fullt feira.
Ég er í Borgarholtsskóla.
Í framtíðinni ætla ég að klára
skólann, fá góða vinnu og lifa góðu
lífi.
Oddný Þorsteinsdóttir
Verð 17 ára í nóvember.
Á föstu með Páli Inga Guðmunds-
syni.
Áhugamál eru tónlist, ferðalög og
fleira.
Er í Verzlunarskóla Íslands og vinn
í Lágafellslaug í Mosfellsbæ.
Stefni á að klára stúdentinn og fara í
Háskóla.
Bryndís Lára Halldórsdóttir
Fædd 1991.
Á lausu.
Áhugi minn er á ballett, öðrum dansi og
módelstörfum.
Fer að byrja í MR.
Framtíðarplanið er að klára mennta-
og háskóla og vinna sem módel.
Eva María Mattadóttir
Verð 16 í október.
Á lausu.
Hef áhuga á tísku, tónlist, heilsu,
útlandaferðum og kósíkvöldum
með vinunum.
Er að byrja á fyrsta ári í Versló.
Framtíðarplanið er að lifa góðu og
heilbrigðu lífi. Sé til með rest.
Elín Ösp Vilhjálmsdóttir
18 ára
Á lausu
Áhugamál eru hreyfing, vinirnir
og fjölskyldan. Tíska, ferðalög, voff-
inn minn og fleira.
Er í Verzlunarskóla Íslands.
Ég er að útskrifast úr Verzló núna í
vor. Í framtíðinni langar mig að
fara út og læra, njóta lífsins,
eignast einhvern tímann mann,
börn, hund og stórt hús. Ég ætla
líka að vera hamingjusöm.
Tinna Helgadóttir
16 ára.
Á föstu með Reyni Hafþóri.
Áhugamál eru dans, teikning,
bílar, lestur, tónlist, vinir, bíómynd-
ir, kærastinn og fjölskyldan.
Ég er á leiðinni í MR og vinn í
Sunnubúð.
Ég stefni að því að verða skurð-
læknir eða svæfingarlæknir. Ætla í
skóla í Ameríku og sérmennta mig.