Fréttablaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 70
Í kvöld verður Akureyr- arvakan sett við hátíðlega athöfn í Lystigarðinum. Á laugardag og sunnudag verður íburðarmikil dagskrá í bænum og öllu til tjaldað: bæði utanhúss og innan verður margt skemmtilegt á seyði og nú verða Akureyr- ingar að biðja um gott veður. Það er stílað upp á hlýja stemningu strax í kvöld: „kannski einhver þrumi ræðu“ segir í kynningar- plöggunum. Þar verður hljóðfæra- sláttur af fjölbreytilegu tagi, garð- urinn verður upplýstur, rétt eins og stemning var í lystigörðum áður fyrr, en ballið byrjar á morgun með þéttri dagskrá. Þegar kl. 11.30 er myndlist í gangi, Anna Richards flytur gjörning á floti og er hann hluti af heimildar- mynd um sjósund. Myndlistin er í fyrirrúmi á Akureyrarvöku að þessu sinni og ekki er hún öll á safnaveggjum. Ekkert er gert lengur án peninga. Saga Kapital hefur styrkt sögusýn- ingu í Gamla barnaskólanum við Hafnarstræti sem opnar kl. 12. Þar verður djass, ljósmyndasýning og leiðsögn í boði kl 12.00 – 16.00. SÍUNG - samtök barna og unglinga- bókahöfunda - bjóða uppá sögu- stund á Amtsbókasafninu kl. 14 og í þann mund geta fullorðnir farið á Húsgagna og nytjamarkað að Hömrum sem stendur til 18 og er til styrktar söfnun fyrir Mósambík Tvær stórar myndlistarsýningar verða opnaðar í eftirmiðdag á laug- ardeginum: kl. 14 er opnun á sam- sýningu 22 myndlistamanna í til- efni 200 ára fæðingarafmælis Jónasar Hallgrímssonar. „Skyldi ég vera þetta sjálfur!“ í Ketilhúsinu. Þorvaldur Þorsteins, Áslaug Thorl- acius, Magnús Þór Jónsson og fleiri sýna. Hin er Sjónlist 2007 í Listasafni Akureyrar, samsýning þeirra lista- manna sem tilnefndir eru til Sjón- listarverðlaunanna sem veitt verða öðru sinni í haust. Markmið með þeim er þríþætt: 1) að beina sjónum að framúrskarandi framlagi íslenskra myndlistar- manna og hönnuða sem starfa hér heima og erlendis, 2) stuðla að auk- inni þekkingu, áhuga og aðgengi almennings að sjónlistum og 3) hvetja til faglegrar þekkingarsköp- unar og bættra starfsmöguleika sjónlistafólks á Íslandi. Sex listamenn voru tilnefndir til Sjónlistaorðunnar í lok maí og hljóta tveir þeirra ríkuleg verðlaun fyrir framlag sitt, annar á sviði myndlistar og hinn á sviði hönnun- ar. Tvær milljónir króna koma í hlut hvors listamanns sem hreppir fyrsta sæti í sínum flokki, en þetta eru hæstu verðlaun sem veitt eru á sviði myndlistar og hönnunar hér á landi. Verðlaunaafhendingin fer fram 21. september í Flugsafni Íslands á Akureyri . Þá er tilkynnt hver fær heiðurs- orðu Sjónlistar fyrir æviframlag til sjónlistanna. Daginn eftir verður efnt til alþjóðlegrar ráðstefnu um siðfræði og sjónlist þar sem breski heimspekingurinn Matthew Kieran og sænski hönnuðurinn Olof Kolte deila skoðunum sínum.. Þeir sem tilnefndir voru í ár eru Birgir Andrésson fyrir einstakt framlag til könnunar á sambandi sjónrænnar skynjunar og merk- ingu texta í verkunum Black-out og Build. Hekla Dögg Jónsdóttir fyrir Fossinn, röð verka í sýning- unni Ljósaskipti og Fireworks for LA sem ætlað er að lýsa upp umhverfið og skerpa skilningar- vitin. Hrafnkell Sigurðsson fyrir ljósmyndaröðina Áhöfn sem sýnd var fyrst á sýningunni Eiland í Gróttu og olíuverkin Afhafna- svæði sem sýnd voru í Gallerí Suðsuðvestur, en þessi verk þykja varpa nýju ljósi á íslenska sjó- menn. Fyrirtækið Nikita fyrir fatnað á konur sem stunda snjóbrettaí- þróttir, en vörur Nikita eru nú seldar í sérverslunum í þrjátíu löndum. Studio Granda fyrir við- byggingu við Vogaskóla í Reykja- vík og einbýlishús á Hofi á Höfða- strönd og síðast en ekki síst Össur hf. fyrir gervifótinn Proprio Foot. Í vetur réðist Ópera Skagafjarðar í það stórvirki að flytja óperu Ver- dis, La Traviata. Nú eru Skagfirð- ingar mættir til Akureyrar og flytja verkið kl. 16, ásamt Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands. Alexandra Chernyshova er krafturinn á bak við þetta stórvirki og syngur hlut- verk Violettu. Frumsýning á „Stolt siglir fleygið mitt“, heimildarmynd Gísla Sigur- geirssonar um Súluna verður í Borgarbíói í eftirmiðdaginn. Seinna um kvöldið, kl. 20.30. flytur hin sögufræga verslun, Frúin í Ham- borg, með manni og mús. Þá er líka tekinn að færast karnivalmórall í mannskapinn: enda boðið til stór- tónleika með Samúel Jóni Samúels- syni og BIG BANDI á útisviði í Listagilinu kl 21. Réttum einum og hálfum tíma síðar hefst Bylting Fíflanna undir kjörorðinu: „Illgresi allra sveita sameinist. Vei ykkur samborgarar sem ekki takið fífil- inn í hönd og fylgið með. Tökum yfir og fylkjum liði við Ketilhúsið“. Þangað skulu byltingasveitir mæta kl. 22.30 . Þar mun Don Kíkote verða fluttur í leikstjórn Kristjáns Ingimarssonar. Ýmislegt annað er á seyði í bænum þessa helgi og er hollast heima- mönnum að kynna sér vel dag- skrána því nóg er í boði, samsæti, tónlist, smærri sýningar. Drauga- ganga og margt fleira. Akureyringar eru að stefna í sína menningarnótt með glæsibrag. Mæjuspæjuvefur vígður Þau eru nokkuð ánægð með sig hjá Útvarpsleikhúsinu þessa dag- ana. Síðla júlí gerði Útvarpsleik- húsið tilraun. Haldin var svoköll- uð forhlustun á fyrstu tveimur þáttum útvarpsverksins Mæju Spæju eftir Herdísi Egilsdóttur. Þessi viðburður var haldinn á samhæfðum tíma um allt Ísland, því Útvarpsleikhúsið tók hönd- um saman við 29 bókasöfn – allt frá Reykjavík til Vestmannaeyja og Hafnar í Hornafirði – sem buðu börnum að koma og hlusta á útvarpsleikrit, nokkuð sem börn eru hætt að gera enda hafa íslenskar útvarpsstöðvar haft lít- inn áhuga að ná sambandi við þau. Nú eru lokatölur komnar frá söfnunum sem tóku þátt, og töl- urnar voru ekki af verri endan- um. Alls mættu 837 börn á Mæju Spæju daginn. Það er tvisvar til þrisvar sinnum fleiri gestir en rúmast á frumsýningar leikrita og kvikmynda. Mikil ánægja er með þátttökuna, og að því tilefni sagði Áslaug Óttarsdóttir, for- maður samtaka almenningsbóka- safna í tölvupósti til Útvarpsleik- hússins: „Við áttum ekki von á svona stórum hlustendahóp þegar við lögðum af stað í þetta verkefni. Menn eru mjög ánægð- ir með framtakið.“ Verkið er, eins og önnur leik- verk Útvarpsleikhússins, aðgengilegt á RUV; mikil aðsókn hefur verið í að hlusta á verkið þar. Því hefur verið brugðið á það ráð að opna sérstakan Mæju Spæju vef ~ http://www.ruv.is/ heim/vefir/maejaspaeja/ en þar gefst áhugasömum kostur á að hlusta á alla níu þætti verksins eins oft og þá lystir. Kl. 20 í Glerskála Reyfis Finnskur nútímasirkus þar sem blandast saman kunn brögð fjölleikamanna, leikhústækni og nútímadans. Síðustu sýningar verða laugardag og sunnudag kl. 18. Kunnátta með pappír og liti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.