Fréttablaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 27
Anna Richardsdóttir gjörningalistakona á Akureyri býr gjarnan til eitthvað skrautlegt í matinn. Hér býður hún í hafmeyjarsúpu. „Gestirnir mínir hafa verið við sjósundæfingar og veitir ekki af einhverju heitu og hollu,“ segir Anna Richardsdóttir þar sem hún stendur við að skenkja ilmandi súpu á diska. „Þeir ætla nefnilega að leika seli í gjörningi sem ég verð með kl. 11. 30 á morgun, laugardag, í tilefni Akureyrarvöku. Gjörningurinn fer fram á Strandgötunni við Pollinn og þar ætlar fólk að leggja haf undir sporð.“ Þegar forvitnast er nánar um gjörninginn kveðst Anna ætla að reyna að svara spurningunni um hvort hafmeyja sé í höfninni. „Það leikur grunur á að svo sé en það hefur hvorki verið sannað né afsannað ennþá og ekki er allt sem sýnist. Oft eru heimarnir sem hlutir gerast í það margir að þó að maður leitist við að kanna þá er ekki víst að svarið verði augljóst.“ Súpan sem Anna ber fram er samt mjög augljós. „Ég hef gaman af að elda og það geri ég á hverjum degi. Mér finnst þannig næring skipta miklu máli fyrir mig og fjölskyldu mína,“ segir hún og er greinilega alvara. „Ég nýt þess að vera í eldhúsinu. Þar verða líka gjörningarnir til í kolli mínum þannig að eldhúsið er mjög skapandi staður.“ Uppskrift að hafmeyjusúpu Önnu er á næstu síðu. Eldhúsið skapandi staður Úr bláberjum má gera ljúffengt konfekt. Bláber eru alltaf góð en til þess að gera þau ennþá betri er alveg tilvalið að súkkulaðihúða þau. Úr öskju af bláberjum og smá súkkulaði má nefnilega búa til algjört sælgæti. Súkkulaðið er brætt í plastskál yfir sjóðandi vatni í potti. Berjunum er velt upp úr súkkulaðinu nokkrum í einu og tekin upp úr með tannstöngli og sett á smjörpappír á plötu. Ef gat er á berjunum eftir tannstöngulinn er ágætt að loka fyrir það með súkkulaði. Platan er sett inn í ísskáp og látin vera þar þangað til súkku- laðið á berjunum er storknað og þau á að bera fram. Súkkulaðihúðuðu berin getur verið gott að hafa með kaffinu eða sem eftirrétt með rjóma eða ís. Ber í súkkulaðibaði Súkkulaðiböðuð bláber Ein askja stór bláber Tvær til þrjár súkkulaðiplöt- ur af dökku eða ljósu súkku- laði, fer eftir smekk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.