Fréttablaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 88
Góðir fundarmenn. Ég vil byrja á að biðjast forláts á þeirri töf sem orðið hefur á boðun til þessa húsfundar. Ég taldi hins vegar rétt að veita forvera mínum í for- mannsembætti svigrúm til að útskýra sinn þátt í málinu enda ljóst að ákvörðun um kaup og upp- setningu gervihnattadisks var tekin í hans stjórnartíð. Í öðru lagi vil ég taka fram að þótt samningar um kaup og uppsetningu á téðum diski hafi verið á minni könnu, er ég ósammála þeirri staðhæfingu ritara og varaformanns að ég sé vanhæfur og að mér sé ekki stætt á að gegna embætti formanns leng- ur. er sannarlega reiðubúinn að axla ábyrgð á því að kostnaður við uppsetningu disksins hefur farið talsvert fram úr áætlunum. Aftur á móti þykir mér til of mikils mælst að ég segi af mér. Formaður húsfé- lags getur enda ekki alltaf vitað allt og í þessu máli er ekki hægt að benda á neinn einn. Málsatvik eru þau að ég reiddi mig á ráðgjöf sölu- manns í raftækjaverslun, sem eftir á að hyggja virðist hafa fært dálít- ið í stílinn hvað myndgæði og stöðv- afjölda snertir. Ég vil nota tæki- færið og biðja Raphael á þriðju hæð afsökunar á því að portúgalska stöðin RTP2 næst ekki eins og gert var ráð fyrir. Honum til huggunar bendi ég á að Bráðavaktin er á dag- skrá Ríkissjónvarpsins á miðviku- dagskvöldum, með ensku tali þó. Des culpa, meu amigo! er að halda því til haga að ég hef áður átt viðskipti við þennan tiltekna sölumann, keypti af honum DVD-spilara sem virkar prýðilega, og hafði því enga ástæðu til að van- treysta honum. Mér þykir auðvitað miður að hann skuli hafa misnotað traust mitt á þennan hátt (hver telur ekki með virðisaukaskatt í til- boðsverði?!) en hér er fyrst og fremst um mannlegan harmleik að ræða. legg til að skipuð verð nefnd íbúa í húsinu sem gerir ítarlega úttekt á verkferlum húsfélagsins, allt frá upphaflegu ákvörðunar- tökuferli til smæstu útgjaldaliða. Augljóslega er einhvers staðar pottur brotinn og gera þarf viðeig- andi ráðstafanir til að koma í veg fyrir að nokkuð þessu líkt endur- taki sig. lokum vil ég þó árétta – án þess að ég sé á nokkurn hátt að bera brigður á útreikninga gjaldkera, sem ég tel vinna starf sitt af hei- lindum og fagmennsku – að þrátt fyrir að kostnaðurinn verði líklega fimm sinnum meiri en gert var ráð fyrir stend ég við þá skoðun mína að til lengri tíma litið, sé gervi- hnattadiskurinn betri og ódýrari kostur en áskrift að Sýn 2. Mér til málsvarnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.