Fréttablaðið - 24.08.2007, Side 88

Fréttablaðið - 24.08.2007, Side 88
Góðir fundarmenn. Ég vil byrja á að biðjast forláts á þeirri töf sem orðið hefur á boðun til þessa húsfundar. Ég taldi hins vegar rétt að veita forvera mínum í for- mannsembætti svigrúm til að útskýra sinn þátt í málinu enda ljóst að ákvörðun um kaup og upp- setningu gervihnattadisks var tekin í hans stjórnartíð. Í öðru lagi vil ég taka fram að þótt samningar um kaup og uppsetningu á téðum diski hafi verið á minni könnu, er ég ósammála þeirri staðhæfingu ritara og varaformanns að ég sé vanhæfur og að mér sé ekki stætt á að gegna embætti formanns leng- ur. er sannarlega reiðubúinn að axla ábyrgð á því að kostnaður við uppsetningu disksins hefur farið talsvert fram úr áætlunum. Aftur á móti þykir mér til of mikils mælst að ég segi af mér. Formaður húsfé- lags getur enda ekki alltaf vitað allt og í þessu máli er ekki hægt að benda á neinn einn. Málsatvik eru þau að ég reiddi mig á ráðgjöf sölu- manns í raftækjaverslun, sem eftir á að hyggja virðist hafa fært dálít- ið í stílinn hvað myndgæði og stöðv- afjölda snertir. Ég vil nota tæki- færið og biðja Raphael á þriðju hæð afsökunar á því að portúgalska stöðin RTP2 næst ekki eins og gert var ráð fyrir. Honum til huggunar bendi ég á að Bráðavaktin er á dag- skrá Ríkissjónvarpsins á miðviku- dagskvöldum, með ensku tali þó. Des culpa, meu amigo! er að halda því til haga að ég hef áður átt viðskipti við þennan tiltekna sölumann, keypti af honum DVD-spilara sem virkar prýðilega, og hafði því enga ástæðu til að van- treysta honum. Mér þykir auðvitað miður að hann skuli hafa misnotað traust mitt á þennan hátt (hver telur ekki með virðisaukaskatt í til- boðsverði?!) en hér er fyrst og fremst um mannlegan harmleik að ræða. legg til að skipuð verð nefnd íbúa í húsinu sem gerir ítarlega úttekt á verkferlum húsfélagsins, allt frá upphaflegu ákvörðunar- tökuferli til smæstu útgjaldaliða. Augljóslega er einhvers staðar pottur brotinn og gera þarf viðeig- andi ráðstafanir til að koma í veg fyrir að nokkuð þessu líkt endur- taki sig. lokum vil ég þó árétta – án þess að ég sé á nokkurn hátt að bera brigður á útreikninga gjaldkera, sem ég tel vinna starf sitt af hei- lindum og fagmennsku – að þrátt fyrir að kostnaðurinn verði líklega fimm sinnum meiri en gert var ráð fyrir stend ég við þá skoðun mína að til lengri tíma litið, sé gervi- hnattadiskurinn betri og ódýrari kostur en áskrift að Sýn 2. Mér til málsvarnar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.