Fréttablaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 66
„Sumir halda að hér hafi engin lista-
verk verið sköpuð fyrr en landinn fór
að fara utan til náms í listaskólum. En
veggir landnámsmanna voru skreytt-
ir ofnum og útsaumuðum tjöldum og
fram á okkar daga gengu konur í hand-
unnum fötum sem skreytt voru mynd-
um og mynstrum og báru þar af leið-
andi listina hvert sem þær fóru.“ Þetta
segir Akureyringurinn Guðrún Hadda
Bjarnadóttir sem nýlega var kjör-
in handverksmaður ársins 2007. Hún
kveðst hafa hlotið þá viðurkenningu
fyrst og fremst fyrir að útbreiða
vissan boðskap um íslenskt
handverk.
„Titillinn er svolítið rugl-
andi að því leyti að ég hef
ekki verið að gera neitt sér-
stakt í handverki á þessu
ári,“ segir Guðrún Hadda.
„Ég vil hinsvegar að við
virðum heimilisiðnað okkar
og handverk á sama hátt og
bókmenntirnar.“
Þegar Guðrúnu Höddu er
bent á að ullin sé vinsæl í
fatnað á okkar tímum gefur
hún lítið fyrir það. „Sú ull sem mest er
dásömuð í dag er innflutt og hefur ekk-
ert með Ísland að gera. Það er ekki verið
að skoða ullarhandverk á sama hátt og
annan menningararf, heldur fyrst og
fremst sem söluvöru fyrir útlendinga.
Það er markaðurinn sem ræður.“
Hvað er það þá helst í okkar hand-
verksmenningu sem Guðrún Hadda vill
halda á lofti? „Ég vil að við séum stolt
af henni. Allir Íslendingar eiga for-
mæður sem unnu úr því efni sem skap-
aðist á heimilinu og klæddu
með því börn sín og fjöl-
skyldu. Öll sængurföt voru
úr ull, öll fötin og allur saum-
þráður. Vaðmálið sem þær unnu
var líka ein af okkar helstu útflutnings-
vörum. Þetta var svo ótrúlega vandað
að við getum ekki gert annað eins og
komum ekki til með að geta í framtíð-
inni. Ég tel mig þokkalega spunakonu
og hef reynt að spinna uppistöðu í vað-
málsvef en hún slitnaði jafnóðum. Hvað
þá ef ég hefði sett hana upp í vefstæði
þar sem steinar héngu og toguðu í. Við
eigum að vera að springa af stolti yfir að
hafa átt konur sem gátu þetta. Auðvitað
eigum við að leita út á við en við eigum
ekki að skammast okkar fyrir það sem
áður var og láta það lönd og leið.“
Guðrún Hadda kveðst vera með þrjá
vefstóla í notkun. Hún hefur unnið með
hinum ýmsu handverkshópum norðan
heiða og auk þess að sækja menntun
í Myndlistaskóla Akureyrar sat hún á
skólabekk Listaháskólans síðasta vetur
til að afla sér kennararéttinda. Í lokin
er hún spurð hvort hún komi þá ekki
örugglega menningararfinum áfram til
næstu kynslóða. „Ég veit það nú ekki en
ég er með smá kúrs í leikskóladeildinni
í HA. Þar beini ég meðal annars sjón-
um að sauðkindinni, sem sá okkur fyrir
efni í föt og skó, leikföngum, mjólk og
mat.“
„Eftir að hafa verið í Harry
Potter trúi ég aðeins meira
á töfra en ég gerði áður.“
Norræna húsið opnað
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Áslaug Klara Júlíusdóttir
Sléttuvegi 7, Reykjavík,
andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
21. ágúst. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju
miðvikudaginn 29. ágúst kl. 15.00.
Kjartan Heiðar Haraldsson Linda Guðný Róbertsdóttir
Júlíus Heiðar Haraldsson Harpa Másdóttir
Sigurður Heiðar Haraldsson Helga Olgeirsdóttir
Maríanna Heiða Haraldsdóttir Ragnar Kristinn Sigurðsson
Theódóra Sigrún Haraldsdóttir Sigurjón Valberg Jónsson
Ingibjörg Guðrún Haraldsdóttir Oddgeir Kristjánsson
ömmu- og langömmubörn.
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma
og langamma,
Erika Guðjónsson
áður til heimilis á Brimhólabraut 26
Vestmanneyjum. Helgubraut 7, Kópavogi,
lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn
10. ágúst. Útför hefur farið fram.
Fyrir hönd aðstandenda,
Reynir Carl Þorleifsson Jenný Eyland
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartkær eiginmaður minn,
Jón Þórir Einarsson
sjómaður, Vesturbergi 28,
sem andaðist á Líknardeild Landspítalans, Landakoti,
laugardaginn 18. ágúst, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju þriðjudaginn 28. ágúst kl. 13:00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Krabbameinsfélagið, s. 540 1990.
Guðbjörg Jóna Sigurðardóttir
systkini og aðrir ástvinir.
90 ára afmæli
Föstudaginn 24. ágúst verður
Steinunn
Sigurðardóttir,
Brekku í Garði, níutíu ára af því
tilefni býður hún og fjölskylda hennar
ætting jum og vinum til samfagnaðar
í samkomuhúsinu í Garði á afmælis-
daginn kl. 16.00. Blóm og g jafir eru
vinsamlega afþakkaðar.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
föður okkar, sonar, bróður, mágs og fyrr-
verandi eiginmanns og tengdasonar
Birgis Árna Þorvaldssonar
sem lést þriðjudaginn 7. ágúst síðastliðinn.
Logi Birgisson
Kjartan Birgisson
Viktoría Sól Birgisdóttir
Benjamín Árni Birgisson
Óðinn Guðmannsson
Þorvaldur Signar Aðalsteinsson Aðalheiður Ingólfsdóttir
Ingólfur Örn Eggertsson Krístín Örlygsdóttir
Þorvaldur Þorvaldsson Erna Jónsdóttir
Andrea Margrét Þorvaldsdóttir
Sigrún Rósa Kjartansdóttir
Kjartan Tryggvason Sólrún S. Benjamínsdóttir
Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og
sonarsonur,
Björgmundur Bragason
Vitastíg 15, Bolungarvík,
er lést sunnudaginn 19. ágúst síðastliðinn, verður
jarðsettur laugardaginn 25. ágúst frá Hólskirkju
Bolungarvík kl. 14:00. Blóm og kransar afþakkaðir,
en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarfélög.
Guðrún Jóhannsdóttir Bragi Björgmundsson
Fríða Bragadóttir Kristján Sig. Kristjánsson
Jóhann Bragason Dorota Rutkowska
Lovísa Loftsdóttir Einar Einarsson
og aðrir ástvinir.
Ástkær móðir okkar,
Hulda Sigmundsdóttir
kennari frá Þingeyri
andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn
23. ágúst.
Erla Árnadóttir Gústaf Jónsson
Guðmundur Árnason Kolbrún Sigfúsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengda-
faðir, sonur, tengdasonur, bróðir og vinur,
Sigurður Örn Hermannsson
Hjallavegi 15a, Reykjanesbæ,
sem lést þriðjudaginn 14. ágúst, verður jarðsunginn frá
Ytri-Njarðvíkurkirkju mánudaginn 27. ágúst klukkan
14.00.
Alma Tómasdóttir
Tómas Örn Sigurðsson Karen Ösp Randversdóttir
Hermann Sigurjón Sigurðsson Ísabella Ósk Eyþórsdóttir
Viktor Sigurðsson
Hermann Sigurðsson Guðrún Emilsdóttir
Hrefna Pétursdóttir Almar Viktor Þórólfsson
systkini og aðrir aðstandendur.
AFMÆLI