Fréttablaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 29
Helga Braga Jónsdóttir leikkona hefur löngum
verið þekkt fyrir að falla fyrir fögrum hlutum og
segist sjálf vera haldin kaupsýki. Verstu kaupin
gerði hún þó strax ellefu ára gömul.
Helga Braga segir að verstu kaup sem hún muni eftir
hafi verið snemma á lífsleiðinni þegar hún fór til
Reykjavíkur að heimsækja pabba sinn, Jón Hjartar-
son leikara. „Það var pabbahelgi og ég fór með Akra-
borginni til Reykjavíkur þegar ég var ellefu ára eða
eitthvað svoleiðis,“ segir Helga og bætir við: „Ég
hafði verið að passa og átti þess vegna pening þannig
að mamma sagði að ég mætti fara í skvísubúð og
kaupa mér einhver föt.“ Helga segir að þegar hafi
verið ljóst í hvað stefndi þegar hún var ellefu ára því
kaupfíknin hafi strax byrjað á unga aldri. „Ég fór í
mikla skvísubúð og sá þar tvær peysur, ógeðslega
flottar, röndóttar. Önnur var rauð og hvít en hin var
blá og hvít. Ég gat ekki valið á milli og keypti þær
auðvitað báðar,“ segir hún og hlær.
Helga segist ekkert hafa tékkað á því hvernig ætti
að þvo nýju peysurnar svo þeim hafi bara verið skellt
í þvottavélina. „Þegar þær komu út úr þvottavélinni
var önnur ermin löng og hin stutt þannig að báðar
peysurnar fóru bara fjandans til,“ segir Helga hlæj-
andi og bætir við: „Þetta var reyndar eitthvað dular-
fullt því ég er ekki frá því að þetta hafi bara verið
venjulegt bómullarefni. Ég man nú ekki hvort ég hafi
sjálf sett þær í vélina en þetta var að minnsta kosti
mjög dularfullt. Þarna hefndist mér nú strax fyrir
kaupsýkina en lét mér því miður ekki segjast,“ segir
Helga.
Bestu kaupin segir Helga erfitt að segja til um en
örugglega séu það þó öll ferðalögin sem hún hafi
farið í. „Það er lífsreynslan og upplifunin sem fylgir
því að ferðast og prófa ýmsa nýja hluti eins og að
kafa og fleira slíkt. Svo eru það auðvitað allir kjólarn-
ir og allt það sem er alveg frábært en það er bara svo
mikið af því að ég get ekki gert upp á milli.“
Hefndist fyrir kaupsýkina Tjaldmarkaður í Faxafeni
Nú er hægt að gera reyfarakaup á flottri
merkjavöru fyrir miklu minna á tjaldmark-
aði Outlet 10 í Faxafeni 10.
Til dæmis geta karlar verslað sér vönduð jakkaföt
á aðeins 9.900 krónur, klæðilegar dömu- og herra-
buxur fást frá 99 krónum, fallegur barnafatnaður
frá 499 krónur og bolir, skyrtur, sokkabuxur, kjól-
ar og nærfatnaður frá 499 krónum. Einnig fást á
tjaldmarkaði Outlet 10 ekta Levi‘s-gallabuxur á
bæði dömur og herra fyrir aðeins 3.990.
Nú eru síðustu dagar útsölunn-
ar í Rekkjunni og því enn meiri
afsláttur af vörunum. Allt að 50
prósenta afsláttur er af heilsu-
dýnum, rafmagnsrúmum, svefn-
sófum, gestarúmum, svefnher-
bergishúsgögnum ásamt fleiru
fyrir svefnherbergið. Einbreitt
rafmagnsrúm með heilsudýnu
er nú á 79.900 krónur og tví-
breið, amerísk heilsudýna á
89.900 krónur. Nú er um að gera
að drífa sig þar sem útsölunni
lýkur í lok laugardags.
Bæjarlind 6, Kóp. • s. 534 7470 • www.feim.is
Opið virka daga 10-18 og laugardaga 11-15
Ný sending af
gardínum
Feim-Lene Bjerre
- leggur heiminn
að vörum þér
Gvatemalabaunir frá búgarðinum La Union
brenndar í vínarbrennslu - keimur af dökku
súkkulaði, kryddi og brenndum sykri.
Kaffi ræktað af sannri alúð.
Frábært í allar gerðir uppáhellingar. H2
hö
nn
un
NY UPPSKERA!
Iðnaðartjöld, samkvæmistjöld, lagertjöld...
Topdrive.is Smiðjuvellir 3, Reykjanesbær 422-7722
50-550 fm.
821.700 -
verðdæmi:
82m2