Fréttablaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 1
Anna Richardsdóttir gjörningalistakona á
Akureyri býr gjarnan til eitth ðm i
Úr bláberjum má gera ljúffengt konfekt.
Bláber eru alltaf góð en til þessað gera þau ennþá betri er alveg tilvalið að súkkulaðihúðaþau. Úr öskju af bláberjum ogsmá súkkulaði má nefnilegabúa til algjört sælgæti.
Súkkulaðið er brætt í plastskályfir sjóðandi vatni í potti.Berjunum er velt upp úr súkkulaðinu nokkrum í einu ogtekin upp úr með tannstöngliog sett á smjörpappír á plötu.Ef gat er á berjunum eftir tannstöngulinn er ágætt að loka fyrir það með súkkulaði.Platan er sett inn í ísskáp og látin vera þar þangað til súkku-laðið á berjunum er storknaðog þau á að bera fram.
Súkkulaðihúðuðu berin geturverið gott að hafa með kaffinu eða sem eftirrétt með rjómaeða ís.
Súkkulaðiböðuð bláber
Ein askja stór bláberTvær til þrjár súkkulaðiplöt-ur af dökku eða ljósu súkku-laði, fer eftir smekk
FYRIR OG EFTIRÁrstíðaskiptinkalla á breytingar
AF TÍSKUPÖLLUNUMFjaðrir í pilsfaldinn, skóna og hárið
FÖRÐUNHæst móðins
í haust
tíska&fegurðFÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2007
24. ÁGÚST 2007 Sara sýnir í París Silja býr í íbúð Jóns Ásgeirs Ragnhildur Steinunn flott á frumsýningu Sean Penn stæltur
SPILA MATADOR
MEÐ MIÐBÆINN
Auðmenn Íslands:
Morthensbræður byggja
Hljóp heilt maraþon
Númer eitt í notuðum bílum
Frá 15.500 kr.
á mánuði.
BÍLL
+ TÖLVA
100% lán
Stubbahúsin vinsælu
fyrir utanhúss reykingarnar.
Frábær hönnun, fást nú í
3 stærðum.
Pöntunarsími: 564 1783 /
896 1783
Stubbahus.is
Tveir Íslendingar,
36 ára karlmaður og stúlka um
tvítugt, sitja nú í gæsluvarðhaldi í
Kaupmannahöfn eftir að þau voru
tekin með tæp tvö kíló af kókaíni,
samkvæmt upplýsingum Frétta-
blaðsins.
Það var 11. ágúst síðastliðinn
sem lögreglan í Kaupmannahöfn
hafði afskipti af stúlkunni og
manninum og fann á þeim kókaín.
Við frekari leit fann lögreglan svo
1,9 kíló af efni í fórum þeirra sem
talið er vera kókaín. Fólkið hefur
verið í haldi síðan og sætt yfir-
heyrslum, samkvæmt upplýsing-
um Fréttablaðsins. Karlmaðurinn
sem um ræðir hefur áður komið
við sögu hjá lögreglunni hér vegna
fíkniefnabrota.
Karl Steinar Valsson, yfirmað-
ur fíkniefnadeildar lögreglunnar
á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti
að maður og kona væru í haldi lög-
reglu í Kaupmannahöfn, en varð-
ist allra frétta af málinu, þegar
Fréttablaðið innti hann eftir
þeim.
Þetta er í annað sinn á þessu ári
sem Íslendingar eru teknir erlend-
is með mikið magn af kókaíni í
fórum sínum. Hinn 6. júní var 28
ára Íslendingur tekinn með rúm-
lega sex kíló af kókaíni í Brasilíu.
Lögreglan handtók hann á Guarul-
hos-flugvellinum í Sao Paulo á leið
til Lissabon. Hann bíður dóms.
Þá var 25 ára Íslendingur, Hlyn-
ur Smári Sigurðarson, dæmdur í
þriggja ára fangelsi í Brasilíu
vegna tilraunar til kókaínsmygls.
Hann er á reynslulausn og kennir
nú Brasilíubúum ensku í samfé-
lagsþjónustu.
Í brasilísku fangelsi í Sao Paulo
situr svo annar íslenskur karlmað-
ur sem tekinn var með 12 kíló af
hassi í fyrrasumar. Loks var tæp-
lega þrítugur íslenskur ríkisborg-
ari dæmdur í Bremen í Þýskalandi
fyrir fíkniefnasmygl. Maðurinn
var handtekinn 21. janúar síðast-
liðinn með fimm kíló af hassi og
700 grömm af örvandi efnum.
Hann hlaut tveggja ára skilorðs-
bundinn fangelsisdóm 6. júlí.
Karlmaður og stúlka tekin
með um tvö kíló af kókaíni
Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur í haldi tvo Íslendinga sem teknir voru með tæplega tvö kíló af kókaíni í
fórum sínum. Efnin fundust 11. ágúst og hafa Íslendingarnir verið yfirheyrðir af dönsku lögreglunni.
„Við erum að leita að lifandi
fólki. Við reiknum alltaf með því
að fólk sé á lífi og miðum leitina
út frá því, hins vegar getum við
ekki horft fram hjá því að langur
tími er liðinn,“ segir Friðrik
Jónas Friðriksson, formaður
Björgunarfélags Hornafjarðar.
„Þetta er óskaplega erfitt
svæði til leitar. Á þessum slóðum
er jökullinn mikið sprunginn svo
felustaðirnir eru óteljandi,“ segir
Friðrik. Um 70 manns tóku þátt í
leitinni í gær með beinum eða
óbeinum hætti og stefnt er á
umfangsmikla leit í dag.
„Menn fara hreinlega ekki
þarna upp nema þeir séu í sér-
stakri ævintýraleit,“ segir Róbert
Þór Haraldsson fjallaleiðsögu-
maður um staðinn á Svínafells-
jökli þar sem tjald þýsku ferða-
mannanna tveggja, sem saknað
hefur verið síðan um mánaðamót,
fannst í gær.
„Þetta er í raun sprungnasti
hluti jökulsins sem gerir leit á
þessu svæði afar erfiða,“ segir
Róbert, sem gjörþekkir svæðið.
Hann var í hópi björgunarsveit-
armanna sem gengu á Svínafells-
jökul í gær.
Hann segir mennina, Thomas
Grundt og Mathias Hinz, hafa
gert mistök með því að láta ekki
vita af ferðum sínum áður en þeir
lögðu á jökulinn.
Þyrla Landhelgisgæslunnar
fann tjöld mannanna í um 500
metra hæð við jaðar jökulsins, og
rannsakaði lögreglan tjöldin í
gær. Ekki er hægt að fullyrða
hvenær mennirnir voru þar á
ferð en ljóst að nokkuð er liðið
síðan þeir yfirgáfu tjöldin.
Í tjöldunum voru svefnpokar
og annar útbúnaður fyrir tvo
menn. Þar var nokkuð af mat en
lítið af rusli, sem bendir til þess
að mennirnir hafi ekki dvalið þar
lengi. Bakpokar og klifurbúnað-
ur mannanna var ekki í tjaldinu,
og bendir flest til þess að þeir
hafi farið í dagsferð frá tjöldun-
um.
Sporhundurinn Píla leitaði á
svæðinu en tókst ekki að rekja
slóð mannanna. Tvær þyrlur voru
notaðar við leitina í gær, og voru
reyndustu menn úr undanfara-
hópi Landsbjargar sendir á jökul-
inn.
Leita að lifandi fólki á jöklinum
Eldar
hafmeyjusúpu
Byggja við
Meðalfellsvatn
Hæst móðins
í haust