Fréttablaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 34
BLS. 4 | sirkus | 24. ÁGÚST 2007
Silja Magg ljósmyndari er á leið til New
York til náms ásamt unnusta sínum Sig-
urði Pálma Sigurbjörnssyni, syni Ingi-
bjargar Pálmadóttur, unnustu Jóns
Ásgeirs Jóhannessonar stjórnarfor-
manns Baugs. Fyrst um sinn munu Silja
og Sigurður, sem rekur útgáfufyrirtækið
From Nowhere Records, þó ekki búa á
stúdentagörðum eða í leiguíbúð eins og
aðrir háskólanemar. Þess í stað munu
skötuhjúin láta fara vel um sig í glæsi-
legri þakíbúð sem Jón Ásgeir keypti fyrr
á árinu en íbúðin var áður í eigu John F.
Kennedy Bandaríkjaforseta. Silja og Sig-
urður ætla að dvelja í þakíbúðinni þang-
að til þau finna sína eigin íbúð.
Bandaríska dagblaðið New York Post
fjallaði um kaup Jóns Ásgeirs á íbúðinni
í apríl á þessu ári. Þar kom fram að
íbúðin, sem er öll hin glæsilegasta, er
hönnuð af Ian Schrager og stendur við
Gramercy Park North rétt við Park
Avenue. Hún er á tveimur hæðum, með
þremur herbergjum, íburðarmiklu fjöl-
miðlaherbergi og litlum líkamsræktar-
sal. Þar er einnig bókasafn og nokkrar
verandir.
Íbúðina keypti Jón Ásgeir á 10 millj-
ónir dollara sem þóttu, samkvæmt The
New York Post, kjarakaup þar sem ásett
verð var 16 milljónir dollara. Kostnað-
urinn við íbúðina er þó talsvert meiri
því mánaðarlegt viðhaldsgjald eru
17.720 dollarar eða um 1,2 milljónir
króna á mánuði samkvæmt núverandi
gengi. - kh
Búa í þakíbúð Jóns Ásgeirs
GLÆSILEG ÍBÚÐ Íbúðin hans Jóns Ásgeirs
er öll hin glæsilegasta enda kostaði hún
litlar tíu milljónir dollara.
SILJA MAGG Hún fór af landi brott ásamt
unnusta sínum á þriðjudaginn var og
lætur eflaust fara vel um sig í þakíbúð-
inni hans Jóns Ásgeirs.
Hlaup eru greinilega í tísku hjá fræga fólkinu eins og
glögglega mátti sjá í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis á laugar-
dag þar sem mörg þekkt andlit var að finna meðal hlaupar-
anna. Tónlistarmaðurinn Gunni Bjarni var einn þeirra sem
reimuðu á sig hlaupaskóna en hann lét sig ekki muna um
að hlaupa hvorki meira né minna en 42 km eða fullt
maraþon.
„Þetta var algjör sigurvíma,“ sagði Gunni Bjarni þegar
Sirkus sló á þráðinn til hans og spurði út í hlaupið en þá
var hann staddur í göngutúr á Helgafellinu. „Ég var nokkuð
ánægður með tímann en ég hafði svo sem ekki sett mér
neitt markmið fyrir hlaupið nema það að hlaupa allan tím-
ann og ég stóð við það,“ segir Gunni Bjarni, sem hljóp
maraþonið á rétt undir fjórum klukkustundum.
Ímynd Gunna Bjarna hefur hingað til verið rokkuð og
röff og því ráku margir upp stór augu þegar hann mætti í
hlaupið á laugardag í stuttbuxum og íþróttaskóm. Sjálfur
segir hann hins vegar að hlaup séu alls ekki ný af nálinni
hjá sér. Hann segist í gegnum árin alltaf hafa hlaupið eitt-
hvað, gengið mikið á fjöll og hjólað, en það hafi ekki verið
fyrr en í ár að hann hóf að æfa hlaup reglulega.
„Ég er eiginlega bara búinn að vera í jogginggallanum
undanfarna mánuði en ég fer nú kannski úr honum í
haust,“ segir Gunni Bjarni glettinn. Fyrir utan hlaupin
hefur verið nóg að gera í tónlistinni hjá honum en væntan-
leg er ný plata frá hljómsveitinni Jet Black Joe.
Spurður hvort hann eigi einhver góð ráð fyrir þá sem
ætli sér að hlaupa fullt maraþon á næsta ári segir Gunni
Bjarni að æfingin skipti öllu máli. Menn verði að sjálfsögðu
að vera í góðu líkamlegu formi en andlegur styrkur þurfi
ekki síður að vera til staðar. „Hluti af þessu andlega er að
vera með góða tónlist í eyrunum sem lætur mann líða
áfram,“ segir Gunni Bjarni, sem sjálfur var með spilarann
fullhlaðinn af rokki og róli fyrir hlaupið. - snæ
TÓNLISTARMAÐURINN GUNNI BJARNI KOM ÖLLUM Á ÓVART Á
LAUGARDAGINN VAR OG HLJÓP 42 KM Í REYKJAVÍKURMARAÞONINU
ROKKARI Á
HLAUPASKÓM
ROKKARINN Lét rokktónlist hljóma á meðan hann hljóp heilt
maraþon; 42 kílómetra.
Eivør Human Child/Mannabarn 2CD
Ýmsir Pottþétt 44
Magni Magni
Megas og Senuþjóf. Frágangur
Mika Life in Cartoon Motion
Ýmsir Íslandslög 7
Millarnir Alltaf að græða
Garðar Thor Cortes Cortes 2007
Ýmsir Íslandslög 1-6 (6CD)
Ljótu Hálfvitarnir Ljótu Hálfvitarnir
Jagúar Shake It Good
Ýmsir Í brekkunni: Eyjalögin 2cd
Ýmsir 100 Íslensk 80’s lög
Gus Gus Forever
KK og Maggi Eiríks Langferðalög
Amy Winehouse Back To Black
Ýmsir Instant Karma (John Lennon)
Lay Low Please Don’t Hate Me
Skoppa og Skrítla Á söngferðalagi
Björk Gling Gló
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
Það er skemmtilegt að sjá Gling Gló hennar
Bjarkar koma á listann en þessi geislaplata
selst alltaf vel og tekur yfirleitt gott stökk á
sumrin. Gling Gló er í sæti númer 20 í 4 sinn
í sumar.
Eivør er stjarna vikunnar og er búin að selja
gríðarlega vel af disknum sínum, og þá
bæði Orginal útgáfunni og Special edition
disknum sem inniheldur lögin hennar á
Færeysku líka.
Eivør
Gling Gló
Nældu þér í eintak
Li
st
in
n
g
ild
ir
v
ik
u
n
a
23
. á
g
ú
st
-
30
.
ág
ú
st
2
00
7
A N Lækkar frá síðustu viku Hækkar frá síðustu viku Stendur í staðNýtt á listaAftur á lista
N
N
A
Skífulistinn er samantekt af mest seldu plötunum í
Skífunni og verslunum BT út um allt land.
A
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki