Fréttablaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 86
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Ég hugsa stundum á þann veg að það besta sem ég hef samið liggi enn í skúffunum.“ „Það var kominn tími á að drífa sig í gang. Ég er búin að liggja allt of lengi í leti,“ segir söng- konan Sigríður Beinteinsdóttir, en hún er að hefjast handa við að búa til sína fyrstu sólóplötu í fjögur ár. Upptökur á plötunni hefjast strax eftir helgi og mun Sigríður meðal annars njóta aðstoðar sinfóníuhljómsveitar Búlgaríu við gerð hennar. „Ég hef lengi gengið með þessa plötu í maganum og hún verður allt öðruvísi en það sem ég hef áður gefið út. Þetta verður hátíð- leg plata með kirkjulegu en jafn- framt nokkuð poppuðu ívafi. Sem sagt mjög spennandi,“ segir Sig- ríður. Lögin á plötunni verða af ýmsu tagi og á henni verður að finna lög eftir íslenska og erlenda höf- unda. Sigríður segir flest lögin vera „stór og mikil“ og verður meðal annars að finna nýja útgáfu á hinu hádramatíska Amazing Grace á henni. „Flest þessara laga eru mikil áskorun fyrir mig sem söngkonu,“ segir Sigríður en auk þess verður að finna nokkur ný lög eftir erlenda lagahöfunda á plötunni . Platan verður tekin upp á Íslandi og í Búlgaríu á næstu vikum og mánuðum og mun Sig- ríður taka virkan þátt í plötu- sölustríðinu um jólin. „Þetta verður vonandi jólagjöfin í ár hjá sem flestum,“ segir hún og hlær. Sigga hátíðleg á væntanlegri sólóplötu Útvarpsstöðin X-ið 977 hefur farið af stað með undirskrifta- lista þar sem hún skorar á umboðsmanninn Eina r Bárðar- son að leggja stráka- og stúlkna- sveitirnar Luxor og Nylon niður. „Ég er bara meiri háttar ánægð- ur,“ segir Einar Bárðarson. „Ef hugur þeirra lægi ekki svona þá væri ég að gera eitthvað verulega vitlaust. Hvorki Nylon né Luxor eru búin til fyrir X-ið þannig að ég bara meiri háttar ánægður með þetta. Ef þetta er eitthvað sem skemmtir hlustendum þeirra er þeim velkomið að gera þetta.“ Í fréttatilkynningu stöðvarinn- ar segir að íslenska þjóðin geti ekki umborið lengur þá „lág- menningu“ sem Einar hefur sent frá sér, sem hófst með Skítamór- al. Nú sé einfaldlega mál að linni og stöðva skuli Einar með einu og öllu. Þvert á óskir X-ins þá er Einar hvergi nærri af baki dottinn og virðist sterkari en nokkru sinni fyrr. Luxor er til að mynda í hljóð- veri um þessar mundir að taka upp sína fyrstu plötu og er hún væntanleg 29. október. Fjölmarg- ir tónleikar eru fyrir- hugaðir hjá sveitinni á næstunni og segir Einar að eftirspurnin eftir kröftum Luxor hafi hafist áður en fólk hafi nokkurn tímann heyrt í þeim. Lokatónleikar sveit- arinnar á árinu verða 30. desember á tón- leikum í Háskólabíói til styrktar krabba- meinssjúkum börnum, sem Einar Bárð- arson hefur staðið fyrir undanfarin ár. Ánægður með undirskriftalista „Hún kom í heiminn 21 mínútu yfir átta, nánast á sömu mínútu og myndin byrjaði. Þetta var lyga- sögu líkast,“ segir leikstjórinn og nýbakaði faðirinn, Gunnar Björn Guðmundsson. Hans fyrsta kvik- mynd í fullri lengd, Astrópía, var frumsýnd fyrir troðfullum sal Bíó- hallarinnar í Álfabakka í fyrra- kvöld en á sama tíma var leikstjór- inn sjálfur staddur á fæðingardeildinni að taka á móti frumburði sínum. Gunnar missti því af stærstum hluta frumsýning- arinnar en kom í salinn þegar um 10 mínútur voru eftir. „Þá hélt ég ræðuna sem átti að vera fyrir myndina og náði að heilsa upp á fólkið. Síðan lá leiðin aftur upp á fæðingardeild,“ segir leikstjórinn. Honum og eiginkonu hans, Láru Hafberg, fæddist dóttir og segir leikstjórinn að öllum fjölskyldu- meðlimum heilsist vel. „Hún átti að koma í september en vildi greinilega ekki að Astrópía tæki alla athygli pabba síns og var því ekkert að láta bíða eftir sér,“ segir Gunnar og hlær. Nokkrir hafa skotið því að Gunnari að það eina rétta í stöðunni sé að nefna dóttur- ina Astrópíu. „Án þess að ég viti hvort það megi þá held ég að ég geti útilokað það hér og nú. Dóttir mín mun ekki heita Astrópía,“ sagði Gunnar og hló. Astrópía hlaut glimrandi viðtök- ur á frumsýningunni og hefur verið fullt út úr dyrum í alla sali Sambíóanna frá því á miðviku- dagskvöld. Þá hefur kvikmyndin fengið fína dóma hjá gagnrýnend- um. „Ég geng um á bleiku skýi og held að ég ljúgi engu þegar ég segi að þetta hafi verið eftirminnileg- asti dagur lífs míns. Ég er ham- ingjusamasti maður í heimi.“ Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.