Fréttablaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 82
til leiks. Þegar við eigum tvo leiki með stuttu millibili hlýtur mark- miðið vera að ná sex stigum. Okkur tókst það gegn Svíum og Liechten- stein og vonandi náum við því aftur nú næst.“ Healy er vitanlega orðinn þjóð- hetja í Norður-Írlandi, fæðingar- stað George Best. Best skoraði einungis níu mörk í 37 landsleikj- um með Norður-Írlandi en Healy er löngu orðinn markahæsti lands- liðsmaðurinn frá upphafi og er nú með 31 mark í einungis 57 leikj- um. Norður-Írland er í öðru sæti F- riðils í undankeppni EM 2008 og er samkvæmt því á góðri leið með að tryggja sér sæti í sjálfri úrslita- keppninni. Staða liðsins er í það minnsta mjög vænleg. Þegar röð væntanlegra leikja er skoðuð kemur þó í ljós að við ramman reip verður að draga fyrir Healy og hans félaga á lokasprett- inum. Framundan eru fjórir úti- leikir, gegn Lettlandi, Íslandi, Sví- þjóð og Spáni, og aðeins einn heimaleikur – gegn Dönum. Hvort Healy verður áfram atkvæðamik- ill og skýtur sínum mönnum nán- ast einn síns liðs á EM í Austurríki og Sviss verður einfaldlega að koma í ljós. Hermann og félagar hans í íslensku vörninni munu væntanlega hafa sitthvað um það að segja. Það hefur gengið á ýmsu hjá strákunum okkar í þessari und- ankeppni en þeir mega eiga það að íslenska vörnin er sú eina í riðlin- um sem hefur haldið David Healy í skefjum á Windsor Park. „Hann reyndi sífellt að sparka boltanum í mig og fiska á mig gult spjald. Það var óheiðar- legt af honum og ég sagði bara mína skoðun á því.“ Þannig segir Hermann Hreiðars- son frá samskiptum sínum við David Healy eftir frækinn 3-0 sigur Íslands á Norður-Írum á Windsor Park. Hermann náði í þessum leik að halda vel aftur af Healy, sem fór gríðarlega mikið í taugarnar á þeim síðarnefnda. Oft virtist ætla að sjóða upp úr í sam- skiptum þeirra. Healy skoraði reyndar mark í leiknum sem var dæmt af vegna rangstöðu. Það var bara til að bæta gráu á svart á afar slæmum degi. Síðan þá hefur Healy tekið sig saman í andlitinu og leikið við hvern sinn fingur. Hann hefur skorað ellefu mörk í sex leikjum, á sama tíma og Ísland hefur tapað fimm og gert eitt pínlegt jafntefli gegn Liechtenstein. Healy hefur á þessum tíma skorað níu mörkum meira en íslenska liðið allt til samans. Sex er töfratalan fyrir næsta verkefni Norður-Írlands, segir Healy. Hann skoraði tvívegis gegn Liechtenstein í vikunni en fram- undan eru útileikir í Riga og Reykjavík. Stefnan er sett á sex stig úr þessum leikjum og þar með að vinna sex leiki í röð í undan- keppninni. „Fyrir nokkrum árum hefðum við verið ánægðir með að fara þangað og ná stigi úr hvorum leik,“ sagði Healy eftir sigurinn á Liechtenstein. „En nú höfum við sett markið hærra. Við munum ræða þessi mál í búningsklefanum fyrir leikina og ganga sigurvissir David Healy, landsliðsmaður Norður-Írlands, hefur farið hamförum í undankeppni EM 2008. Hann er lang- markahæstur í allri undankeppninni og hefur skorað sex mörkum meira en allt íslenska liðið til samans. Fjórir leikmenn hafa verið úrskurðaðir í leikbann í Landsbankadeild karla, allir vegna fjögurra áminninga. Þetta eru þeir Rúnar Kristinsson, KR, Óðinn Árnason, Fram, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Breiða- bliki, og Hörður Bjarnason, Víkingi, og missa þeir af leikjum sinna liða á sunnudaginn. Fjórir í bann Enskir fjölmiðlar vilja að sonur Peters Schmeichel og mark- vörður Man. City, Kasper, verði fenginn til að vera landsliðsmark- vörður Englands eftir enn ein mis- tök Pauls Robinson í 1-2 tapi fyrir Þjóðverjum. Kasper Schmeichel, sem hefur haldið hreinu fyrstu 270 mínútur sínar í ensku úrvalsdeildinni, er fæddur í Danmörku 5. nóvember 1986 en er búinn að búa mest allt sitt líf í Englandi þar sem faðir hans gerðist leikmaður Manchest- er United 1991. Kasper á því möguleika á að spila fyrir báðar þjóðir en hann verður að ákveða sig fyrir 21 árs aldur. Kasper hefur leikið fyrir 21 árs landslið Dana en það skiptir ekki máli því landsliðsframtíð hans ræðst ekki fyrr en hann spil- ar fyrir A-landslið. Þeir sem þekkja til stráksins telja þó engar líkur á því að Kas- per gefi upp danska landsliðið því væntanlega ætlar hann að feta þar í fótspor föðurs síns alveg eins og í ensku úrvalsdeildinni. Fá Kasper í markið Íslandsmótið í hand- bolta er í uppnámi þegar aðeins rúmar þrjár vikur eru í að fyrsta umferð fari fram. ÍR-ingar kærðu að HSÍ skyldi setja lið Hauka 2 í 1. deild. Málið var vísað frá í áfrýjunardómstól HSÍ. Nú hafa ÍR-ingar áfrýjað í annað sinn og nú fyrir dómstól Íþrótta og Ólympíusambands Íslands. „ÍR-ingar vilja meina að við megum ekki leyfa Haukum 2 að spila í 1. deild. Þeir telja að þetta eigi að kallast b-lið og eigi að fara niður í b-liða keppni. Í fyrra var spilað með lið 2 frá Haukum í 1. deild. Þeir gefa engar aðrar skýr- ingar af hverju þeir eru að kæra,” sagði Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ og bætir við „Þetta gerir okkur mjög erfitt fyrir í öllu starfi í kringum móta- haldið,“ segir Einar en niðurstað- an getur haft áhrif hve mörg lið spila í efstu deild því ef aðeins 13 lið tilkynna þátttöku verður að leika í aðeins einni deild sam- kvæmt lögum Handknattleiks- sambandsins. „Það segir í dómnum frá HSÍ að hvert lið geti sent eins mörg lið til keppni eins og þau vilja. Við sjáum það fyrir á endanum að það verði bara þrjú rík félög í efstu deild. Við erum ekki sáttir að b-lið geti farið upp,“ segir Stefán Valsson, stjórnarmaður ÍR og bætir við. „Þetta gæti haft áhrif á skipt- ingu deildarinnar, því Höttur er hættur við þátttöku og við vitum ekki um Fylki. Við viljum að lögin séu skýr og að hlutirnir séu í lagi hjá HSÍ. Við erum alveg sáttir við að vera í 1. deild ef við fáum lið til að spila við okkur sem eru verðugir andstæðingar en ekki einhver lið sem eru fyllt upp með strákum úr 3. og 4. flokki,“ segir Stefán og hefur ekki það á sam- viskunni að málið setji Íslands- mótið í uppnám. „Þeir hefðu átt að bregðast við þessu fyrr og eru sjálfir búnir að draga þetta mál á langinn,“ sagði Stefán að lokum. Kærumál heldur Íslandsmót- inu í handbolta í gíslingu ATHÞJÓNUSTA OFAR ÖLLU og skráðu eignina þín í sölu hjá okkur HRINGDU NÚNA 699 6165/899 0800 Stefán Páll Jónsson Löggiltur fasteignasali Engjateig 9 105 Reykjavík Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Fr u m Höfum verið beðin um útvega sérbýli (einbýli, parhús eða raðhús) á Sel- tjarnarnesi til leigu. Önnur hverfi koma einnig til greina. Nánari upplýsingar veitir Gunnar Helgi á Eignamiðlun í símum 588 9090 eða 824 9097. SÉRBÝLI – SÉRBÝLI ÓSKAST TIL LEIGU Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur kallað á Ólínu Guðbjörgu Viðarsdóttur úr KR inn í landsliðshóp kvenna fyrir leikinn gegn Slóveníu á sunnu- daginn. Ólína tekur sæti Sifar Atladóttur sem er meidd. Sif varð fyrir því óhappi að brjóta fjögur lítil bein í handar- bakinu á æfingu með Val á þriðjudag. „Ég brá mér í markið og þegar ég ætlaði að grípa boltann sneri ég upp á hendina og fékk boltann beint á hnúann,“ sagði hún. „Ég kláraði samt æfinguna,“ bætti hún við og hló. Hún getur þó áfram spilað með Val. „Tímabilið er sem betur fer ekki búið hjá mér.“ Fjórbrotnaði á hendi á æfingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.