Fréttablaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 46
tíska&fegurð JAPANSKA FYRIRSÆTAN YAMAGUCHI LÁTIN Sayoko Yamaguchi var fyrst asískra kvenna að ná heimsfrægð sem fyrirsæta, en hún er nýlátin. Yamaguchi lést um síðustu helgi úr bráðalungnabólgu, aðeins 57 ára gömul. Hún vakti strax athygli tískuheimsins þegar hún hóf að sýna hátískufatnað fyrir evrópsk tískuhús á áttunda áratugnum og varð skjótt frægasta andlit Japans í hinum alþjóðlega tískuheimi. Það sem einkenndi Yamaguchi var tinnusvart, sítt og rennslétt hárið, sem ávallt var klippt stuttum þvertoppi rétt ofan við augun. Yamaguchi hóf feril sinn í París árið 1972 og fór þaðan til starfa í New York og fleiri tískuborgum Evrópu. Árið 1977 útnefndi tímaritið Newsweek hana sem eina af sex ofurfyrir- sætum heimsins. Í seinni tíð lék Yamaguchi tals- vert á sviði sem og kvikmyndum, og sérhannaði sína eigin leikbúningalínu. Margrét hefur mikla ástríðu fyrir starfi sínu og ósjaldan er leitað til hennar sem einskonar förðunar- véfréttar, en jafnframt því að reka Make up store í Kringlunni held- ur hún úti ýtarlegri vefsíðu, www. margret.is, þar sem hægt er að fræðast um förðun frá a-ö. „Mér finnst lykilatriði að húðin sé óaðfinnanleg og því skiptir það miklu máli að finna farða í réttum tón,“ segir Margrét spurð að því hvaða atriði komi til með að skipta miklu máli í haust. Hún bætir því svo við að mikil áhersla verði lögð á augnförðun. „Augun eru áberandi dökk í vetur og mikið um bláa augn- skugga – sérstaklega navy bláa. Svartir augnblýantar og mikil og ýkt augnahár verða áberandi en lítið fer fyrir kinnalitnum og sólarpúðrinu í vetur,“ segir hún og bætir við að áherslan sé fremur á varir en kinnar. „Þá helst vínrauð- ir varalitir, eldrauðir og sterk- ir bleikir litir. Tískan í förðuninni núna minnir mig í raun á þegar ég horfði á mömmu mála sig með carmen-rúllurnar í hárinu. Í minum huga eru árið 1978-79 allt- af flottust, eflaust af því minning- in er svo yndisleg,“ segir Margrét að lokum. margret@frettabladid.is Eins og Faye Dunaway Margrét Ragna Jónasardóttir naut þess að horfa á mömmu sína mála sig þegar hún var barn en tískuna í haust og vetur segir hún einkennast svolítið af áttunda áratug síðustu aldar. Rauðar varir og áberandi augu, en umfram allt flekklaus og falleg húð. Leikkonan Faye Dunaway í hlutverki Bonnie Parker var fyrirmyndin sem Margrét fór eftir í þetta sinn. Dökk augu og áberandi varir. Áberandi augnförðun og mikil og löng augnahár eru það sem koma skal. FRELSI OG SIXTÍSLEGT SEXAPÍL Ofurskutlan Giséle Bünd- chen minnti óneitanlega á bombu úr spagettívestra þar sem hún lék í kynningu fyrir nýjasta ilm Cacharel, Liberté, eða frelsi. Liberté er bæði kryddaður og sætur í senn, rómant- ískur, opinskár og kynþokkafullur. snyrtivörur Margrét fer hér faglegum höndum um Söndru Björk í versluninni í Kringlunni. Sterkir varalitir verða áberandi í haust og vetur. Sandra Björk Gunnars- dóttir í andaáttunda áratugarins, en þau ár eru eftirlætis tímabil Margrétar þegar kemur að tísku og förðun. 24. ÁGÚST 2007 FÖSTUDAGUR8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.