Fréttablaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 8
„Þeir segjast hissa á því
hvernig fólk heilsaðist með öllum
þessum kossum,“ segir Unnur
Guðjónsdóttir ballettmeistari.
Unnur verður með sögustund í
Norræna húsinu í dag klukkan sex
í tengslum við menningarhátíðina
Reyfi og heitir fyrirlesturinn
Glöggt er gests augað. Hún mun
fjalla um átta ferðamenn sem
ferðuðust um Ísland frá sextándu
öld og þangað til í byrjun tuttug-
ustu aldar.
„Einn ferðamannanna segir það
hafa verið unun að sjá hvernig
fólk kysstist fyrir utan kirkjurnar.
Alveg sama hversu mikið neftób-
ak og munntóbak rann úr körlun-
um, aldrei neituðu stúlkurnar
þeim kossi,“ segir Unnur.
Ferðamenn hissa á
öllum kossunum
Þýskur verkfræðingur, sem talibanar í
Afganistan hafa haldið í gíslingu í meira en mánuð, birtist í
myndbandsupptöku sem sýnd var í afgönsku sjónvarpi í
gær. Í upptökunni biðst hann hjálpar, hóstandi og haldandi
fyrir brjóstið.
Þá létu 13 manns lífið í árásum í Suður-Afganistan í gær.
Þar af voru tíu afganskir öryggisverðir sem fylgdu
birgðaflutningalest sem var að flytja varning fyrir
fjölþjóðlega NATO-herliðið í landinu.
Gíslinn sem einkarekna Tolo TV-stöðin sendi út myndir
af í gær var annar tveggja Þjóðverja og fimm Afgana sem
numdir voru á brott í Wardak-héraði í Mið-Afganistan þann
18. júlí síðastliðinn. Hinn þýski gíslinn fannst skotinn til
bana þann 21. júlí. Einum afganska gíslinum tókst að flýja.
„Ég er fangi talibana,“ sagði maðurinn á upptökunni og
kvaðst heita Rudolf Blechschmidt. „Við lifum í fjöllunum,
mjög hátt uppi við mjög slæmar aðstæður. Hjálpið okkur!“
sagði hann.
Biður hóstandi um hjálp
Bílasala á fyrstu sjö
mánuðum ársins var töluvert
minni en á sama tíma í fyrra. Í ár
hafa selst 9.973 fólksbifreiðar, en
þær voru 12.380 frá janúar til júlí
árið 2006. Minnkunin nemur um
tuttugu prósentum. Runólfur
Ólafsson, framkvæmdastjóri
Félags íslenskra bifreiðaeigenda,
segir söluna í júlímánuði hafa
verið góða, og bílasalar sjái fram
á enn betri ágústmánuð. Um tíma
hafi virst eins og fólk væri að
halda að sér höndum en svo hafi
salan farið að aukast aftur.
Samkvæmt tilkynningu frá FÍB
eru Toyota-bílar vinsælastir
meðal íslenskra neytenda.
Samdráttur í
bílasölu á árinu
Spænska ríkissjónvarpið
hefur hljóðlega hætt að senda út
beint frá nautaati og rýfur þar með
hefð sem staðið hefur allt frá því
fyrstu tilraunasjónvarpsútsending-
arnar hófust í landinu árið 1948. Er
það gert á þeirri forsendu að hið
blóðuga sjónarspil sé of ofbeldis-
fullt fyrir barnunga áhorfendur.
Ekki hefur verið sýnt beint frá
neinu nautaati í sumar, aðeins
klipptir útdrættir sem sýndir eru á
síðkvöldum fyrir aðdáendur
þjóðaríþróttarinnar. Margir í þeim
hópi eru ósáttir við þessa meintu
atlögu að mikilvægum hluta
menningararfs þjóðarinnar.
Einkareknar stöðvar senda eftir
sem áður reglulega út beint frá
nautaati.
Sagt of blóðugt
fyrir börnin
Tveir unglingspiltar, 14 og 18 ára,
voru handteknir í Bretlandi í gær í tengslum
við morð á ellefu ára dreng á bílastæði fyrir
utan veitingastað í Liverpool síðdegis á
miðvikudag.
Strákurinn, sem hét Rhys Jones, var á
leiðinni heim til sín af fótboltaæfingu ásamt
tveimur félögum sínum þegar unglingspiltur, á
að giska fjórtán ára, kom þar að á reiðhjóli og
skaut þremur skotum úr byssu. Eitt skotið lenti
í hálsi Rhys Jones og var hann úrskurðaður
látinn á sjúkrahúsi stuttu síðar.
Það sem af er þessu ári hafa átta ungmenni
látið lífið af völdum skotsára í Bretlandi, þar af
sex ungmenni á aldrinum 15 til 18 ára í London,
eitt 12 ára í Manchester og nú eitt 11 ára í
Liverpool.
Rhys Jones bjó heima hjá foreldrum sínum
og sautján ára bróður. Nágrannar og vinir
segja hann hafa verið indælisdreng sem hafði
ekki minnstu tengsl við undirheima Liverpool-
borgar.
„Þetta er ábyrg fjölskylda og Rhys var
ábyrgur piltur,“ höfðu breskir fjölmiðlar eftir
Bernard Hogan-Howe, yfirlögregluþjóni í
Merseyside í Liverpool. „Þetta er hræðilegt
fyrir þau og hræðilegt fyrir bæjarfélagið.“
Í yfirlýsingu frá yfirkennara skólans sem
Rhys gekk í segir að hann hafi verið „yndisleg-
ur piltur sem naut mikilla vinsælda hjá öllum
sem þekktu hann. Hann var vingjarnlegur,
opinskár og vitlaus í fótbolta.“
Rhys var skotinn um klukkan 19.30 á
miðvikudagskvöld. Samkvæmt fréttastofu BBC
kom móðir hans fljótlega á staðinn og var hjá
honum síðustu augnablikin.
Lögreglurannsókn stendur yfir og í gær var
reiknað með að fleiri verði handteknir.
Í tilkynningu frá lögreglunni eru bæði íbúar
í nágrenninu og allir sem tengjast glæpasamfé-
laginu þar hvattir til að aðstoða lögregluna við
að upplýsa málið. Annars vegar vill lögreglan
fá upplýsingar um það hver framdi morðið og
hins vegar hver útvegaði honum vopnið.
„Við höfum áður oft lent á þagnarmúr en nú
er nóg komið og þegar ellefu ára drengur er
skotinn verður samfélagið að taka höndum
saman,“ segir Simon Byrne aðstoðaryfirlög-
regluþjónn. „Saklaus ungur drengur sem átti
lífið fram undan lést í kvöld meðan hann var
einfaldlega að leika sér í fótbolta með vinum
sínum.“
Lögreglan segir nóg komið
eftir morð á ellefu ára dreng
Tveir unglingspiltar handteknir í tengslum við morðið. Strákurinn var á leiðinni heim af fótboltaæfingu. Átta
ungmenni hafa verið skotin til bana í Bretlandi á þessu ári. Lögreglan segir nóg komið og biður um aðstoð.
Spennandi störf í boði fyrir fólk með lífsreynslu!
Sveigjanlegur
Í Nóatúni vinnur hæfileikaríkt fólk sem myndar samheldinn hóp og leggur sig fram við að veita
viðskiptavinum Nóatúns fyrsta flokks þjónustu. Vilt þú vinna hluta úr degi eða nokkra daga í viku?
Við leitum nú eftir ábyrgu og jákvæðu fólki í fjölbreytt störf.
vinnutími!
Nánari upplýsingar veitir Guðríður starfsmannastjóri í síma 585 7000 eða sendið
umsókn á Kaupás hf. Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík b.t. Guðríðar.
Hver hefur verið ráðinn hag-
fræðingur hagkerfis tölvuleiks-
ins EVE Online?
Hvaða bandaríski öldung-
ardeildarþingmaður átti fund
með forseta Íslands á miðviku-
dag?
Í hvaða sæti styrkleikalista
FIFA er íslenska karlalandsliðið
í knattspyrnu nú?