Fréttablaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 4
Epli, gulrætur og enginn viðbættur sykur Aðeins 46 hitaeiningar í 100 g Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins kallaði Victor Tatarintsev, sendiherra Rússlands á Íslandi, á sinn fund á þriðju- dag vegna flugs rússneskra sprengjuflug- véla inn á íslenska loftvarnar- svæðið fyrir viku. „Við fórum yfir þessi mál, sérstaklega mikilvægi flugöryggis. Ég bíð eftir að fá frekari skilaboð frá þeim. [...] Við munum ræða þetta betur síðar,“ segir Grétar Már Sigurðsson ráðuneytisstjóri. Hann segir Tatarintsev ætla að koma skilaboðum til rússneskra stjórnvalda, og kanna hvort þau muni tilkynna um heræfingar í framtíðinni til að flugöryggi verði tryggt. Ræddi flugör- yggi við Rússa Varðstjóri hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins gekkst í gær undir dómsátt í Héraðsdómi Reykjaness eftir að hafa látið aka sér á miklum hraða í lögreglubif- reiðum á forgangsljósum í einka- erindum út á Keflavíkurflugvöll. Samkvæmt dómsáttinni greiðir hann 200 þúsund krónur í sekt. Ríkissaksóknari ákærði varð- stjórann fyrir að hafa misnotað stöðu sína hjá lögreglunni með ofangreindum hætti. Í ákærunni kemur fram, að hann hafi gert þetta til þess að missa ekki af flugi til Kaupmannahafnar og tengiflugi til Litháen. Varðstjórinn hringdi að nætur- lagi í júní í varðstjóra, sem var á vakt, í ofangreindum erinda- gjörðum. Var send lögreglubif- reið með tveimur lögreglumönn- um sem voru við eftirlit í Kópavogi að heimili varðstjór- ans. Síðan lá leiðin út á Keflavík- urflugvöll. Varðstjórinn gaf fyr- irmæli um að aka með forgangsmerkjum, langt yfir leyfilegum hámarkshraða. Á leið- inni setti hann sig í samband við lögreglumenn sem voru við eftir- lit á Suðurnesjum og kom því til leiðar að þeir óku á móti lögreglu- bílnum úr Reykjavík. Þegar bíl- arnir mættust fór varðstjórinn yfir í Suðurnesjabílinn. Áfram var för haldið með forgangs- merkjum og langt yfir leyfileg- um hámarkshraða, án þess að viðkomandi lögreglumönnum væri kunnugt um að varðstjórinn væri í einkaerindum. Varðstjóri í lögreglu greiðir 200 þúsund krónur í sekt Jarðskjálftinn upp á 8 á Richter sem lagði bæi í Suður- Perú í rúst í síðustu viku er fyrsta stóra prófraunin á forsetatíð Alans Garcia, eins helsta banda- manns George W. Bush Banda- ríkjaforseta í Suður-Ameríku. Garcia, sem var kjörinn forseti Perú fyrir ári, svaf í tjaldi fjórar nætur í röð í Pisco, borginni sem verst varð úti, og vinsældir hans í skoðanakönnunum stórjukust. En þær gætu dalað jafnhratt aftur eftir því sem betur kemur fram hve illa hefur gengið að skipu- leggja hjálparstarfið. „Ringulreiðin er ein sú versta sem ég hef séð, og hef þó verið á vettvangi níu jarðskjálfta,“ hefur AP eftir Pedro Frutos, yfirmanni spænskrar björgunarsveitar. Prófraun fyrir Garcia forseta Þingflokkur Sjálfstæðis- flokks hefur endurraðað þing- mönnum í nefndir þingsins vegna andláts Einars Odds Kristjáns- sonar. Illugi Gunnarsson mun taka sæti í fjárlaganefnd og hætta í efnahags- og skattanefnd. Sæti hans þar tekur Bjarni Benedikts- son og gengur hann úr iðnaðar- nefnd. Herdís Þórðardóttir mun fylla sæti Bjarna í iðnaðarnefnd, og auk þess taka sæti í samgöngu- nefnd. Þá mun Birgir Ármanns- son taka sæti í Íslandsdeild þings Vestur-Evrópusambandsins, og Kristján Þór Júlíusson gengur inn í stjórn Byggðastofnunar. Endurraða vegna andláts „Auðvitað kemur til greina að húsafrið- unarnefnd reyni að vernda húsin ef teikningarnar af nýja húsinu eru vondar,“ segir Magnús Skúlason, forstöðumaður húsafriðunarnefndar. Húsafriðunarnefnd hefur ekki gefið álit sitt á niðurrifi tveggja húsa við Laugaveg 4 og 6, sem eru frá seinni hluta nítjándu aldar. Nefndin vill fá að sjá teikningarnar af tvö þúsund fermetra nýbyggingu eignarhaldsfélagsins Kaupangs sem á að byggja í stað þeirra, áður en hún veitir álit sitt á niðurrifi húsanna tveggja. Samkvæmt lögum á húsafriðunarnefnd að skila áliti áður en hús sem eru byggð fyrir árið 1918 eru rifin. „Byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar er skylt að sjá til þess að álit nefndarinnar sé fengið áður en ákveðið er að rífa slík hús,“ segir Magnús. Magnús Sædal Svavarsson, byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar, hefur sagt að teikningarnar af nýja húsinu verði líklega samþykktar í næstu viku. Hann segir að byggingarfulltrúi muni ekki leita eftir áliti húsafriðunarnefndar á næstu dögum því nefndin sé búin að heimila niðurrif húsanna. Magnús Skúlason sendi byggingarfulltrúa bréf á þriðjudaginn þar sem hann fór fram á að teikningarnar yrðu sendar til húsafriðunarnefndar og hún beðin um álit áður en þær verði samþykktar. „Við höfum fyllilega rétt til þess samkvæmt lögum og viljum fá að sjá þessar teikning- ar áður en við gefum álit okkar,“ segir forstöðumaður- inn. Hann segir að húsafriðunarnefnd hafi enn ekki íhugað að skyndifriða húsin en að það sé ekki ómögu- legt. „Hvort húsafriðunarnefnd muni leggja til friðun húsanna er óvíst en ég tel það ólíklegt. En við viljum og teljum að þessu eðlilega vinnuferli verði fylgt,“ segir Magnús. Stjórn Torfusamtakanna harmar að skipulagsráð Reykjavíkurborgar hafi heimilað niðurrif húsanna. Samtökin hafa unnið tillögu að uppbyggingu og stækkun húsanna tveggja við Laugaveg 4 og 6. Þórður Magnússon, stjórnarmaður í Torfusamtökunum, segir að í tillögu samtakanna felist einungis að þessi tvö hús á reitnum verði ekki rifin. „Ef það verður haldið í þessi tvö hús þá er samt sem áður hægt að auka töluvert við byggingarmagnið á þessum reit,“ segir Þórður. Hann bætir því við að hægt sé að byggja nýbyggingu á bak við húsin sem tengi þau saman og að hún þurfi ekki að vera sýnileg frá götunni. Nefndin vill fá að sjá teikningarnar Hægt er að vernda húsin ef teikningarnar eru vondar, segir Magnús Skúlason. Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar segir húsafriðunarnefnd ekki fá að skila áliti um niðurrifið á næstunni. Torfusamtökin telja hægt að endurbæta húsin. Lögreglan varar við óprúttnu fólki sem sagt er að hafi þegar stolið skarti úr verslun í Reykjavík og gert tilraun til þess annars staðar. Í tilkynningu segir að um sé að ræða karl og konu sem bæði eru dökk yfirlitum og talin vera frá Austur-Evrópu. Með þeim sé lítil stúlka á bilinu fjögurra til fimm ára. Konan er sögð um þrítugt en maðurinn nokkuð eldri. Hann sé áberandi vel til fara og fangi athygli starfsmanna með því veifa seðlabunka. Á meðan virðist sem konan eða barnið hnupli. Þeir sem verða varir við ferðir þess eru beðnir um að hafa samband við lögregluna síma 4441000. Fjölskylda grun- uð um hnupl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.