Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.08.2007, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 31.08.2007, Qupperneq 22
[Hlutabréf] Peningaskápurinn ... Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) telur horfur íslenska hagkerfisins mjög góðar en í þeim endurspegl- ist opnir og sveigjanlegir markað- ir, traust stofnanakerfi og stjórn- sýsla auk skynsamlegrar nýtingar náttúruauðlinda. Engu að síður þarf að huga að ójafnvægi í hag- kerfinu og grípa til aðgerða til að ná tökum á þenslu, verðbólgu og viðskiptahalla. Sjóðurinn birti í vikunni árvissa skýrslu sendinefndar sjóðsins um íslensk efnahagsmál, en hún kemur í kjölfar heimsóknar nefndarinnar til landsins í júníbyrjun. Fyrir sendinefndinni fer sem fyrr Benja- min Hunt. Í skýrslu sendinefndar sjóðsins er bent á að í uppsveiflu síðustu þriggja ára hafi hér orðið til í hag- kerfinu ójafnvægi af áður óþekktri stærð og hvetur sjóðurinn til auk- ins aðhalds hins opinbera til að ná tökum á eftirspurn. „Hægja þarf á fyrirhuguðum auknum útgjöldum þar til innlendum eftirspurnar- þrýstingi hefur verið náð niður að fullu. Á sama tíma þarf að ná tökum á launaþenslu í opinbera geiran- um,“ segir í niðurstöðum nefndar- innar. Áfram er talin þörf mikils aðhalds í peningamálastefnu Seðla- bankans. Á það er bent að háir vextir séu helsta ástæða þess að krónan sé of hátt metin, en talið er að gengi hennar muni færast nær jafnvægisgengi þegar tök nást á verðbólgu og vextir taka að lækka. Enn og aftur kallar Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn eftir aðgerðum í málefnum Íbúðalánasjóðs og bend- ir á að samkeppni sjóðsins og bank- anna dragi úr virkni peningastefnu Seðlabankans. Sjóðurinn hrósar bönkunum fyrir að hafa unnið sig vel í gegn- um þann óróa sem skapaðist í kjöl- far neikvæðrar umræðu og efa- semda um íslenska fjármálakerfið á síðasta ári. Þeir hafi brugðist rétt við áhyggjum markaðsaðila sem og ábendingum Fjármálaeftirlits- ins (FME). Þannig hafi bankarnir staðist álagspróf FME. Sjóðurinn hefur þó uppi almenn varnaðarorð um starfsemi bankanna, sér í lagi þar sem fyrirséður sé áframhald- andi vöxtur þeirra og flækjustig aukist í starfseminni. Áhersla þeirra er því áfram sögð þurfa að vera á áhættumat. Í þeim efnum er sérstaklega bent á aukin útlán bankanna til heimila hér í öðrum gjaldmiðlum en krónum. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, segir sjónarmið Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins almennt vera í takt við markmið FME. Í tilkynn- ingu eftirlitsins er eftir honum haft að FME fylgist vel með þeim áhættum sem fyrir hendi séu í kerfinu og komi sjónarmiðum sínum á framfæri við stjórnendur fjármálafyrirtækjanna telji það ástæðu til. „Eins og glöggt kemur fram hjá sjóðnum þá er starfsemi FME orðin mjög alþjóðleg með eft- irlitsábyrgð í öðrum löndum og samvinnu við systurstofnanir í fjölda ríkja,“ segir hann og bendir á að FME geri frekari álagspróf til viðbótar hinu reglubundna, sem meðal annars tengist afleiddum áföllum. Kalla á aukið aðhald ríkisins Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir horfur góðar í efna- hagslífinu hér. Bönkunum er hrósað, en uppi höfð varnaðarorð um gjaldeyrislán og áhættustýringu. Hagnaður fasteignafélagsins Stoða, sem á og leigir fasteignir hér á landi og í Danmörku, nam rúmum 4,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins saman- borið við tæpa 4,2 milljarða á sama tíma í fyrra. Í uppgjörinu kemur fram að rekstrarhagnað- ur hafi numið rúmum 2,9 milljörðum samanborið við rúma 1,9 milljarða í fyrra. Þar af hækkuðu leigutekjur um 1,3 milljarða á milli ára. Heildareignir Stoða námu rúmum 170 milljörðum króna í lok júní samanborið við rúma 156 milljarða í lok síðasta árs. Eigið fé nam 34,1 milljarði sem er 11,3 milljörðum meira en í lok síðasta árs. Leigutekjur tóku stökkið Mikill viðsnúningur varð á rekstri Orkuveitu Reykjavíkur á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra. Félagið hagn- aðist nú um tæpa 8,2 milljarða króna eftir skatta en tapaði nærri 4,8 millj- örðum á fyrri hluta síðasta árs. Þarna munar um þrettán milljörð- um. „Þetta er búið að vera mjög gott ár. Rekstrarhagnaðurinn sýnir mjög heilbrigðan vöxt,“ segir Guðmund- ur Þóroddsson, forstjóri OR. Breytingar á fjármagnsliðum skýra mikið til þennan viðsnúning. Þeir voru jákvæðir um 7,5 milljarða króna á fyrri árshelmingi en nei- kvæðir um 9,2 milljarða í fyrra. Langtímaskuldir OR eru að mestu leyti í erlendum myntum og varð 7,7 milljarða gengishagnaður af lang- tímalánum vegna styrkingar krón- unnar. Auk gengishagnaðar hafa breytingar á reikningsskilavenjum þau áhrif að afleiða í orkusölusamn- ingum kemur mjög sterk inn í afkomuna, að sögn Guðmundar. Betri afkoma varð á grunnrekstri. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var ríflega 5,3 milljarðar og hækkaði um 38,6 prósent á milli ára. Þá hækkuðu tekjur um 22,6 pró- sent og námu tæpum 10,5 milljörð- um. Guðmundur segir að aukning tekna liggi einkum í meiri stóriðju- tekjum en restin liggur í auknu umfangi fyrirtækisins. Eignir OR námu 148,9 milljörðum króna í lok júní en eigið fé stóð í 76,8 milljörðum. Eiginfjárhlutfall var því 51,6 prósent. Þrettán milljarða sveifla OR á milli ára Gengishagnaður af erlendum lánum var 7,7 milljarðar. Hagnaður Byrs spari- sjóðs nam rúmum 4,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum árs- ins samanborið við 698,6 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta er 521,7 prósenta aukning á milli ára. Byr varð til með sameiningu Spari- sjóðs vélstjóra og Spari- sjóðs Hafnarfjarðar 1. desember í fyrra. Í uppgjörinu kemur fram að hreinar rekstrartekjur hafi numið tæpum 6,7 milljörðum króna samanborið við rúma 1,6 milljarða í fyrra. Aukn- ingin nemur 306,8 pró- sentum. Þar af jukust hreinar tekjur af fjár- eignum á gangvirði, það er hlutafjáreign í skráð- um og óskráðum félög- um, um 1.949,1 prósent á tímabilinu. Arðsemi eigin fjár var 62,4 prósent á ársgrund- velli. Ragnar Z. Guðjónsson, sparisjóðsstjóri Byr, segir afkom- una ríflega yfir væntingum en gerir ekki ráð fyrir viðlíka aukn- ingu á seinni hluta árs. Afkoma yfir væntingum Faroese design when it is best Feyreyjar We will be at the place during ljosanott with good offers
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.