Fréttablaðið - 31.08.2007, Síða 32

Fréttablaðið - 31.08.2007, Síða 32
BLS. 2 | sirkus | 31. ÁGÚST 2007 Heyrst hefur MÓEIÐUR JÚNÍUSDÓTTIR LÝKUR BRÁÐUM BA-GRÁÐU Í GUÐFRÆÐI. HÚN HYGGUR Á FREKARA NÁM OG ÆTLAR AÐ TAKA EMBÆTTISPRÓF. M óeiður Júníusdóttir er við það að klára BA-prófið sitt í guðfræði. Hún ætlar þó hvorki að segja skil-ið við guð né fræðin að prófi loknu. Hún stefnir að embættisprófi eftir tvö ár. Í framhaldinu getur hún sótt um brauð. „Ég hef alltaf verið trúuð og trúin hefur ýmis birtingar- form. Tónlistin hefur til dæmis verið hluti af henni,“ segir Móeiður, sem gerði garðinn fyrst frægan sem söngkona enda af miklu tónlistarfólki komin. Móeiður hefur mörg járn í eldinum því með skólanum ætlar hún að sjá um barnastarfið í Fríkirkjunni í Reykjavík ásamt öðru góðu fólki. Og starfið leggst vel í hana. „Ég get tekið börnin mín með í kirkjuna og sameinað starfið þar og góða stund með þeim,“ segir Móeiður, sem síðustu ár hefur legið yfir Biblíunni og öðrum góðum skólabókum. Og Móeiður er himinlifandi með guð- fræðina. „Hún er alveg ofboðslega skemmtileg og kemur alltaf á óvart. Það er náttúrlega elsta deildin í háskólan- um,“ segir Móeiður, sem reyndi fyrst við aðra gamla en ekki síður merkilegri grein, lögfræði. „Ég hætti eftir eitt ár þegar ég komst að því að guðslög eru bæði mikilvægari og merkilegri,“ segir Móeiður, sem fær væntanlega innan skamms nafnbótina séra Móeiður. Guðslög mikilvægari en landslög MÓEIÐUR JÚNÍUSDÓTTIR Móeiður ætlar að sjá um barnastarfið í Fríkirkjunni í Reykjavík í vetur ásamt öðru góðu fólki. MYND/GVA E inar Bárðarson, umboðsmaður Íslands, hefur sett stórglæsilega íbúð sína við Hagamel 8 á sölu. Einar hefur verið með annan fótinn í London síðustu ár þar sem hann hefur unnið að framgangi íslenskrar tónlistar. „Ég hef verið með íbúðir í London og Reykjavík síðustu tvö ár en nú verður smá breyting á,“ segir Einar. „Mér finnst það mjög leiðinlegt og erfitt að selja þessa íbúð. Hún er á besta stað í Reykjavík.“ Og það eru orð að sönnu. Íbúðin er fimm herbergja, með tvö herbergi og þrjár stofur, stutt frá Melaskóla og Melabúðinni. Hún kostar líka sitt. Ásett verð er 55 milljónir. Einar þarf starfs síns vegna að dvelja meira í London en áður en hann hefur meðal annars átt stóran þátt í því að koma Garðari Thor Cortes á framfæri þar ytra sem og Nylon-flokknum. Einar verður þó ekki einn í London því kona hans, Áslaug Einarsdóttir, og dóttir þeirra verða með honum ytra. „Ég verð nú með annan fótinn heima líka því ég á hlut í stærsta tónleikafyrirtæki landsins og þarf að sinna því,“ segir Einar og vísar þar í fyrirtækið Concert sem hann stofnaði fyrir nokkrum árum. Fram undan eru meðal annars tónleikar með Chris Cornell og Megasi í Laugardalshöll sem og fullt af öðrum spennandi hlutum sem Einar vill ekki gefa upp að svo stöddu. Selur glæsihæð á Hagamel HAGAMELUR 8 Íbúðin hans Einars er í þessu glæsilega húsi við Hagamel. EINAR BÁRÐAR Umboðsmaður Íslands verður meira og minna í London næstu ár svo hann hefur sett íbúðina sína við Hagamel á sölu. Guðný Pála Rögnvaldsdóttir, annar helmingur Gís-dúettsins, sem sló í gegn í X-factor þáttunum, er aftur komin í sjónvarpið. Hún er þó ekki fyrir framan myndavélarnar að þessu sinni heldur sinnir skriftustarfi á Stöð 2. Hugurinn stefnir þó aftur fyrir fram- an myndavélarnar. „Mig langar einna helst að vinna við sjónvarp í framtíðinni fyrir utan sönginn sem er alltaf efstur á listan- um,“ segir Guðný Pála sem kolféll fyrir myndavélunum þegar hún tók þátt í X-factor. „Sjónvarpið hafði alltaf heill- að að vissu marki en þegar ég sá hvernig þetta gekk fyrir sig vissi ég að þetta væri eitthvað sem hentaði mér mjög vel.“ Guðný Pála segir hraðann, stressið og adrenalínflæðið vera það sem heilli einna helst við sjónvarpið. Hún hóf störf fyrir rúmri viku síðan. „Þannig að ég er orðin þrautþjálfuð,“ segir hún og skellir upp úr. Draumur söngkon- unnar er að stýra þætti á borð við Ísland í dag. Hún segist þó ekki vera byrjuð að blikka yfirmennina í von um frekari frama innan fyrirtækisins. „Ekki enn þá! Ég verð að vera aðeins lengur áður en ég byrja á því. Ég má ekki vera of æst!“ segir söngkonan og hlær áður en hún snýr sér aftur að skriftustarfinu. Gís aftur í sjónvarpið GUÐNÝ PÁLA RÖGNVALDSDÓTTIR Er ánægð með nýja starfið sem skrifta á Stöð 2. MYND/ANTON Dead komið norður Það er engin lognmolla hjá Jóni Sæmundi sem nýlega opnaði Dead- verslun á Laugavegi. Nú eru Dead- vörurnar einnig komnar norður því ein skemmtilegasta verslun Akureyrar, antikverslunin Frúin í Hamborg, hefur hafið sölu á vörum Jóns. Jón Sæmundur fær hvorki meira né minna en nærri heilt herbergi í versluninni undir vörur sínar en deilir því reyndar með nokkrum bolum frá Nakta apanum. Planið er að fá fleiri íslenska hönnuði til að selja vörur sínar í versluninni. Gillz á faraldsfæti Það er í nógu að snúast hjá Agli Gillzenegger, eða Stóra G eins og hann kallar sig stundum, um þessar mundir. Íþróttaakademían í Reykjanesbæ er komin á fullt en Gillz er potturinn og pannan í félagslífinu þar. Hann lætur þó ekki annir í skólanum halda aftur af sér því Stóri G skellti sér til London fyrir skömmu þar sem hann fylgdist með leik Chelsea og Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni. Gillz bloggar um dvöl sína í London á heimasíðu sinni en þar kemur meðal annars fram að hann njóti ekki sömu frægðar þar og hér á landi. Þurfti hann meðal annars að standa í röð á skemmtistöðum eins og hver annar úthverfaplebbi. LAUGAVEGUR 86-94, S: 511-2007 REYKJAVIK STORE
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.