Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.08.2007, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 31.08.2007, Qupperneq 34
BLS. 4 | sirkus | 31. ÁGÚST 2007 Þetta er yndislegur staður að búa á,“ segir Alma Guðmundsdóttir, söngkona úr Nylon, sem er nú að reisa sér einbýlishús við Meðal- fellsvatn í Kjós ásamt unnusta sínum, Óskari Páli Sveinssyni upptökustjóra. Alma og Óskar Páll hafa síðustu mán- uði haft afdrep í litlum bústað við vatnið á milli þess sem þau vinna að tónlist sinni. Turtildúfunum hefur líkað lífið í sveitinni svo vel að þau hafa ákveðið að reisa sér einbýlis- hús á sömu slóðum. „Fyrst fannst mér þetta svolítill spotti en nú er ég orðin vön því að keyra. Þetta er yndislegur staður og það er gott að komast út í kyrrð og ró og umhverfið er svo fallegt,“ segir Alma og bætir við: „Það skemmir ekki fyrir hvað það eru góðir nágrann- ar hérna.“ Eins og fram kom í Sirkus á föstu- daginn eru bræðurnir Bubbi og Tolli Morthens að reisa sér glæsileg hús, hvo sínum megin við Meðalfellsvatn. Vatnið er að verða eftirsóttur staður hjá listamönnum því auk bræðranna, Óskars Páls og Ölmu úr Nylon hefur Jakob Frímann Magnússon Stuðmað- ur lögheimili þar. Jakob Frímann hefur verið skráður með lögheimili í Kjósarhreppi frá því hann skipaði efsta sæti Íslandshreyfingarinnar – græns framboðs í Suðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum. Jakob hefur þó búið að Bjarkargötu 8 í Reykjavík síðustu ár ásamt unnustu sinni, Birnu Gísladóttur, og Jarúnu, dóttur þeirra. Alma vonast til að geta flutt inn í húsið um næstu ára- mót. Húsið verður allt hið glæsilegasta og er meðal annars gert ráð fyrir upp- tökuveri. Það ætti því að vera auð- velt um vik fyrir Ölmu og Óskar að vinna að list sinni á milli þess sem þau fara í rómantíska göngutúra í kringum vatnið og um nær- liggjandi svæði. ALMA GUÐMUNDSDÓTTIR ÚR NYLON OG UNNUSTI HENNAR, ÓSKAR PÁLL SVEINSSON, FETA Í FÓTSPOR MORTHENS- BRÆÐRA OG BYGGJA SÉR HÚS VIÐ MEÐALFELLSVATN. NYLON-HÚSIÐ Húsið sem Nylon-hjónin eru að byggja stendur svo sannarlega á glæsilegum stað. MYND/GVA LÖGHEIMILI JAKOBS Jakob Frímann er með lögheimili í þessu húsi við Meðalfellsvatn. MYND/GVA F riðrika Hjördís Geirsdóttir, einn umsjónarmanna Íslands í dag, og Stefán Hilmar Hilmarsson, aðstoðarfor- stjóri Baugs, eru nýflutt inn í stórglæsi- legt 284 fermetra hús við Laufásveg 68. Hjónakornin keyptu húsið í febrúar í fyrra en ákváðu að taka það ærlega í gegn. Framkvæmdir hófust í september og nú er húsið í Þingholtunum loksins tilbúið. „Það er algjör draumur að vera hérna. Það er nánast hvergi betra að vera,“ sagði Friðrika alsæl þegar Sirkus náði tali af henni. Sjónvarpskonan knáa er alin upp á Kjalarnesi en áður bjuggu þau hjóna- kornin í íbúð í Brautarholti. Eins og gefur að skilja var Friðrika með puttana í framkvæmdunum enda annáluð smekkmanneskja. „Ég hafði mjög sterkar skoðanir á því hvernig þetta ætti að líta út,“ segir Friðrika og hlær. Friðrika er sem stendur í fríi frá Íslandi í dag, sinnir barni, sem er að taka tennur, og nýju heimili. Það skýrist hins vegar fljótt hvort hún muni snúa aftur í sjónvarpið þar sem hún hefur farið á kostum í sumar. Friðrika flutt í nýja húsið GLÆSILEGT HÚS Húsið þeirra Friðriku og Stefáns er stórglæsilegt. MYND/ANTON FRIÐRIKA GEIRSDÓTTIR Sjónvarps- konan knáa er alsæl í Þingholtun- um. NÁGRANNA VIÐ VATNIÐ MEÐ YNDISLEGA TÓNLISTARPAR Óskar og Alma eru tónlistarpar sem geta unnið að tónlistinni í hljóðveri sem verður í nýja húsinu. Human Child 2CD Eivör Frágangur Megas og Senuþjófarnir Magni Magni Pottþétt 44 Ýmsir Human Child Eivör Life in Cartoon Motion MIKA Íslandslög 7 Ýmsir Cortes 2007 Garðar Thor Cortes Íslandslög 1-6 Ýmsir Shake It Good Jagúar Alltaf að græða Millarnir Ljótu Hálfvitarnir Ljótu Hálfvitarnir 100 Íslensk 80’s lög Ýmsir Forever Gus Gus Langferðalög KK og Maggi Eiríks Back To Black Amy Winehouse Please Don’t Hate Me Lay Low Jógvan Jógvan Í brekkunni: Eyjalögin 2cd Ýmsir Instant Karma (John Lennon) Ýmsir flytjendur 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Eivør er að seljast gríðarlega vel í versl- unum Skífunnar, enda frábær plata frá henni. Athygli vekur að í rauninni á hún 2 plötur á listanum, Human Child 2cd er númer 1 þar sem Færeyska útgáfan er líka. Human Child er líka í 5 sæti en það er ekki 2cd og því ekkert sungið á Færeysku þar. Eivør Nældu þér í eintak Li st in n g ild ir v ik u n a 30 . á g ú st - 6. s ep te m b er 2 00 7 A N Lækkar frá síðustu viku Hækkar frá síðustu viku Stendur í staðNýtt á listaAftur á lista N N A Skífulistinn er samantekt af mest seldu plötunum í Skífunni og verslunum BT út um allt land. A Athyglisvert er að aðeins eru 3 erlendir flytjendur eru á listanum Mika, Amy Winehouse og safnplatan Instant Karma en svo er það auðvitað Eivør, en eiga Íslendingar hana ekki? LAUGAVEGUR 86-94, S: 511-2007 REYKJAVIK STORE F í t o n / S Í A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.