Fréttablaðið - 31.08.2007, Side 40
31. ÁGÚST 2007 FÖSTUDAGUR2 fréttablaðið haustferðir
Hótel Valhöll á Þingvöllum
er vafalítið með þekktustu
hótelum landsins. Í dag er
það rekið af einkaaðilum sem
leggja metnað sinn í hlýlegar
og glæsilegar innréttingar,
höfðinglega þjónustu og
góðan mat og reynir þannig
að standa undir nafninu sem
því var gefið, enda er Valhöll
griðastaður forfeðra okkar úr
goðheimum.
Kristbjörg Kristinsdóttir hótel-
stýra tók við rekstrinum fyrir
tveimur árum, en hún er öllu vön
þegar kemur að hótelrekstri því
hennar fyrra starf var á Hótel
Borg.
„Við maðurinn minn, Agnar
Róbertsson, tókum við Valhöll
árið 2005 og alveg frá upphafi
var stefnan sú að hafa þetta ró-
legt og rómantískt sveitahót-
el,“ segir Kristbjörg sem er við-
skiptafræðingur að mennt.
Ótal Íslendingar hafa sopið
sunnudagskaffið sitt á Hótel Val-
höll og tilkomumikið að fara á
Þingvöll að skoða haustliti þegar
vel viðrar. Fyrir sérlegt áhuga-
fólk um náttúruskoðun sem kýs
að gefa sér örlítið meiri tíma
bendir Kristbjörg á rómantískar
nætur sem innihalda gistingu og
þriggja rétta kvöldverð. „Á sumr-
in er tilboðið á 24.500 en vetr-
arverðið er 19.500 krónur fyrir
parið. Yfir dimmustu vikur árs-
ins er ekki hefðbundinn opnunar-
tími og því hvetjum við fólk til að
slá á þráðinn áður en það kemur
hingað hvort sem er í kaffi eða
gistingu,“ segir valkyrjan Krist-
björg að lokum.
margret@frettabladid.is
Rómantískir
Þingvellir
Kristbjörg Kristinsdóttir hótelstýra leggur áherslu á sveitarómantíkina í Valhöll.
Innan skamms munu Þingvellir skarta sínu fegursta en haustlitaferð í þjóðgarðinn er
með því skemmtilegasta sem margir vita.
Kjúklingasalat með furuhnetum og
basilolíu að hætti Valhallar.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Baðstofan er eitt af betri herbergjum hótelsins. Sérlega íslensk, sveitaleg og sæt. Hvorki sjónvarp né útvarp eru á herbergjum svo
að gestir fái notið kyrrðarinnar í botn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Barinn hefur fengið nýtt útlit sem aðrar
vistarverur hótelsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Lagt er upp úr rómantískri stemningu í brúðarsvítu hótelsins en eigendurnir sáu
sjálfir um að velja innanstokksmuni með aðstoð góðra vina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
- Húsið er aðeins örfáa kílómetra frá Akureyri
- Kyrrð og ró með frábæru útsýni yfir Akureyri og Eyjafjörð
- Fullbúið hús með þremur herbergjum og svefnlofti,
vönduðum innréttingum og búnaði
- Heitur pottur og hiti í gólfum, stór verönd og grill
- Leigist minnst í tvær nætur í einu
Höfum milligöngu um sjóstangveiði og hestaferðir.
Kjörið fyrir brúðhjón, fjölskyldur, starfsmannafélög eða
aðra sem vilja eiga notalegar stundir í stórkostlegu umhverfi.
Upplýsingar veitir Eva Reykjalín netfang: evareykjalin@simnet.is
eða Elvar í síma 892 9795
VAÐLA VILLAN LÚXUSHÚS Í HEIÐINNI
EKTA GISTING OG SPORT
við Akureyri