Fréttablaðið - 31.08.2007, Page 42
31. ÁGÚST 2007 FÖSTUDAGUR4 fréttablaðið haustferðir
LÖNGUM ATHVARF
SKÁLDA Det lille Apotek er
virðulegur og kósí veitingastað-
ur í hjarta Kaupmannahafnar.
Hann er sá elsti í borginni, opn-
aður 1720, en áður hafði verið
alvöru apótek í húsnæðinu.
Litla apótekið er aftan við Vorrar
Frúarkirkju, í kjallara við Store
Kannikestæde 15. Sá kjallari var
einn af fáum sem ekki urðu eldi
að bráð á þessu svæði.
Sem krá hefur Litla apótekið
verið vinsælt af menntamönn-
um og skáldum í gegnum
tíðina, enda aðeins steinsnar
frá hinum gamla Kaupmanna-
hafnarháskóla. Eflaust hafa þeir
Íslendingar sem námu fræði sín
við skólann tæmt þar marga
kolluna og hugsað heim til
ættjarðarinnar, jafnvel ort þar
ljóð henni til dýrðar.
Nú er áherslan ekki síst lögð
á góðan mat í Litla apótekinu,
meðal annars ekta danskan
kost eins og síld, smurbrauð og
svínasteik, og einnig má mæla
með steinasteikinni.
Litla apótekið í Köben hefur laðað
til sín gesti síðan 1720.
Heimsferðir halda áfram að
bjóða beint flug til Montreal í
Kanada í haust.
Íslendingar eiga mikið í Kanada
og margt sameiginlegt með Kan-
adabúum. Fram eftir hausti munu
Heimsferðir halda áfram að
bjóða beint flug til Montreal í Qu-
ebec-héraði, en í sumar var byrj-
að að fljúga þangað með beinu
leiguflugi í fyrsta sinn á Íslandi.
Montreal er sannkölluð heims-
borg með iðandi menningarlífi
og hefur með réttu verið nefnd
París Norður-Ameríku. Í henni
fangar augað dásamlega blöndu
af fallegum gömlum bygging-
um og háhýsum nútímans. Borg-
in á sér 400 ára sögu og er önnur
stærsta frönskumælandi borg í
heimi á eftir París, nema hvað í
Montreal tala allir ensku.
Miðborgin er nútímaleg með
breiðgötum, verslunargötum,
veitingastöðum, skemmtistöð-
um, söfnum og litlum listagall-
eríum, en gamli bærinn er um-
vafinn dulúð og rómantík. Þar
má finna fallegar smáverslan-
ir, kaffihús, gallerí og veitinga-
staði, en Montreal hefur verið ein
helsta miðstöð matarmenningar í
Norður-Ameríku með ómótstæði-
legu úrvali alþjóðlegra veitinga-
staða. Kvöld- og næturlíf borgar-
innar er líflegt og kennir margra
grasa, en fjöldinn allur af klúbb-
um og börum býður upp á lifandi
tónlist á hverju kvöldi.
Frá Montreal er stutt að skjót-
ast til útivistarparadísarinn-
ar Mont Tremblant, sem er lít-
ill fallegur bær sem minnir um
margt á sjarmerandi fjalla-
þorp Alpanna og stendur við
Tremblant-vatnið. Þangað kemur
fólk á öllum árstíðum til að njóta
lífsins lystisemda við afþreying-
ar af öllu tagi.
Meðal annarra nýjunga hjá
Heimsferðum í haust eru borgar-
ferðir til Riga í Lettlandi og
fjölda annarra áfangastaða; ferð-
ir til Jamaíka og Kúbu, lúxus-
siglingar, aðventuferðir til Stutt-
gart og Heidelberg, en mikið er
nú þegar um bókanir í komandi
haustferðir. thordis@frettabladid.is
Mögnuð Montreal
Gamli bærinn í Montreal er mikið notað-
ur við brúðarmyndatökur.
Cirque du Soleil á rætur að rekja til
Monreal.
Hjólarómantík í töfrandi Montreal. FRÉTTABLAÐIÐ/LÁRUS KARL INGASON
Veitingastaðurinn La Fermette
Marbeuf er vel þess virði að
heimsækja þegar leiðin liggur til
Parísar. Fyrir utan fínan franskan
mat og frábæra þjónustu býður
hann upp á sannkallaða veislu
fyrir augað.
Staðurinn hóf göngu sína árið
1898 en stuttu síðar var hann tek-
inn í gegn af ungum og hæfileika-
ríkum arkitekt, M. Hurté, og mál-
aranum Viel Horski, sem skreyttu
hann listilega í hólf og gólf. Í tím-
ans rás var staðnum breytt og
listaverkin hulin en þau voru
enduruppgötvuð fyrir tilviljun í
framkvæmdum árið 1978.
Staðsetningin er góð því La
Vermette Marbeuf er við 5, Rue
Marbeuf örskammt frá Champs-
Elysées, götunni sem Sigurbog-
inn er við.
Matur, ljós og list
La Fermette Marbeuf er íburðarmikill
matstaður.
Jómfrúarferð flugfélagsins Prim-
era Air frá Akureyrarflugvelli verð-
ur farin laugardaginn 1. septemb-
er þegar nemendur Menntaskólans
á Akureyri halda í útskriftarferð
sína til Rhodos í Grikklandi.
Flugið er á vegum Heimsferða
og segir Bjarni Ingólfsson, mark-
aðsstjóri Heimsferða, beina flugið
frá Akureyri hafa fengið afburða
góðar viðtökur og selst upp nær
samstundis, enda ótvírætt mikið
hagræði og sparnaður fyrir Norð-
lendinga að eiga kost á beinu flugi
frá Akureyri. Auk þessa fyrsta
beina flugs Primera Air verður
flogið í september með farþega
beint frá Akureyri til Costa del
Sol á Spáni. Heimsferðir munu
svo í vaxandi mæli halda áfram
að bjóða beint flug frá Akureyri á
nýja árinu, bæði til vinsælla borga
í Evrópu sem og sólarlanda.
Primera Air er þriðja stærsta
ferðaskrifstofa Norðurlanda og í
eigu Primera Travel Group. Í eigu
félagsins eru meðal annars Heims-
ferðir og Terra Nova á Íslandi. Ís-
lenska flugfélagið JetX annast allt
flug Primera Air, bæði frá Íslandi
og hinum Norðurlöndunum.
Til Rhodos frá Akureyri
Primera
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
7
0
5
8
9
Malarhöfða 2a • 110 Reykjavík
Sími 570 9900 • www.fiat.is
Opið:
virka daga frá 8–18
laugardaga frá 12–16
Saga er umboðsaðili fyrir Alfa Romeo, Ducati, Ferrari, Fiat og Maserati
Alfa Romeo 159
„Fallegasti bíll í heimi“
Þegar Ítalir hanna bíla breyta þeir draumi
í veruleika. Þess vegna hefur Alfa Romeo
159 verið kallaður „fallegasti bíll í heimi“
af virtum bílagagnrýnendum.
Áreiðanleiki og aksturseiginleikar hafa
einnig hlotið mikið lof gagnrýnenda, enda
kemst enginn langt á útlitinu einu saman.
Komdu því og kíktu undir húddið, próf-
aðu ólýsanlega aksturseiginleika og aktu
burt á fallegasta bíl í heimi.