Fréttablaðið - 31.08.2007, Síða 44
31. ÁGÚST 2007 FÖSTUDAGUR6 fréttablaðið haustferðir
Skemmtiferðaskip sjást gjarnan við
hafnir landsins á sumrin. Nú er röðin
komin að okkur að stíga um borð hjá
Úrvali-Útsýn, sem býður ferðir með
skipafélaginu Silver Sea.
„Ísland komst í kynni við skipafélagið í
gegnum söluaðila fyrir Norðurlöndin sem
halda til í Danmörku. Félagið er með sölu-
aðila víða um heim og nú er röðin komin að
Íslandi,“ segir Þorsteinn Guðjónsson, for-
stjóri Úrvals-Útsýnar.
Skipafélagið er ítalskt og siglir út um allan
heim. Meirihluti farþega er frá Bandaríkj-
unum. „Evrópski markaðurinn hefur farið
sívaxandi og þess vegna vaknaði áhugi hjá
félaginu að leita inn á íslenska markaðinn,“
segir Þorsteinn, sem segir félagið vera með
fjögur skip og eitt í byggingu.
Farþegar geta farið um borð hvar sem er
í heiminum og að sögn Þorsteins eru mjög
fjölbreyttar ferðir í boði.
„Fólk fer bæði í styttri ferðir í eina til
tvær vikur og upp í heimsreisur sem vara
í fleiri mánuði þar sem fólk nánast skiptir
um lögheimili tímabundið,“ segir Þorsteinn
hlæjandi.
Hann segir ferðirnar hafa fengið góðar
móttökur meðal Íslendinga sem þegar hafa
látið sjá sig um borð. „Markhópurinn fram
að þessu hefur verið rúmlega fimmtugur
hjá Silver Seas. Hópurinn er hins vegar að
yngjast og við bjóðum einnig upp á aðrar
siglingar með afþreyingu sem höfðar meira
til yngra fólks,“ segir Þorsteinn, sem segir
einnig mikið um að fólk sigli í tilefni stórra
tímamóta. „Það er mikið um að fólk haldi
upp á brúðkaup með siglingu. Einnig að fólk
fagni merkisafmælum og taki þá fjölskyld-
una með,“ segir Þorsteinn.
Hann segir þó nokkra hefð fyrir sigling-
um meðal Íslendinga og telur það vera að
færast í vöxt.
„Það hefur alltaf verið viss sjarmi yfir
siglingum, allt frá ferðum Goðafoss á
sínum tíma. Þetta er sérstakur ferðamáti
sem er allt öðruvísi en sólarlandaferðir og
hefur alltaf tengst ákveðnum lúxus,“ segir
Þorsteinn, sem segir flesta Íslendinga kjósa
sólríkari slóðir en Ísland.
„Flestir Íslendingarnir hefja siglinguna
með flugferð og síðan er farið um borð á
sólríkari slóðum. Þó er eitthvað um að farið
sé um borð hérlendis,“ segir Þorsteinn, sem
segir marga kjósa siglingar út af þjónust-
unni.
„Farþegarnir þurfa aldrei að borga
um borð. Fólk pantar og greiðir ferðina
fyrirfram þar sem langflest er innifalið,
til að mynda þjónusta, matur, drykkir og
skemmtun. Þetta kemur í veg fyrir álag
sem skapast á ferðalögum þegar fólk veltir
fyrir sér hve miklu það er búið að eyða,“
segir Þorsteinn, sem segir skipið bjóða
upp á gríðarlegt úrval matsölustaða, leik-
hús, spilavíti, heilsulind, sundlaug, hlaupa-
braut og bari.
Á siglingunni er komið við í ýmsum lönd-
um þar sem gestir geta ýmist farið í skoð-
unarferðir, spilað golf eða jafnvel fylgt
kokkinum í land til að skoða matarmenn-
ingu.
„Þetta er tilvalið fyrir fólk sem vill fara
á heimshornaflakk, enda eins og að vera
á hóteli þar sem þú vaknar í nýju landi á
hverjum morgni,“ segir Þorsteinn.
rh@frettabladid.is
Komið í nýja höfn
á hverjum morgni
Vistarverur skipanna eru margar hverjar eins og
bestu hótelsvítur, búnar DVD-spilurum, þráðlausu
neti og svölum.
Um borð í skipum Silver Sea er hægt að bregða
undir sig dansfætinum að loknum kvöldverði.
Silver Wind, eitt af skipum félagsins, kom við í Reykjavík á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Viðhaldsfríar
ÞAKRENNUR
Smiðjuvegi 4C
Box 281 202 Kópavogur
Sími 587 2202 Fax 587 2203
hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is
Varmaskiptasamstæður
loftræstistokkar og tengistykki
Hágæða
HAGBLIKK ehf.
Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur.
Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna.
Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun.
Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar.
A
u
g
l.
Þ
ó
rh
ild
ar
1
4
6
0
.2
4