Fréttablaðið - 31.08.2007, Blaðsíða 78
Danshöfundurinn Ástrós
Gunnarsdóttir auglýsti á
dögunum eftir karlmönnum
í tökur fyrir dansverk. Ekki
stóð á viðbrögðum íslenskra
karlmanna sem létu sig
ekki muna um að fækka
fötum framan við mynda-
vélarnar.
„Þetta gekk bara þokkalega, við
fengum að minnsta kosti nóg af
karlmönnum,“ segir Ástrós en
afraksturinn úr tökunum hefur
hún notað í vídeóverkið Karl-í-
mynd sem verður frumsýnt í
verslunarglugga Liborius á Lauga-
veginum kl. 17 í dag í tengslum við
Reykjavík Dance Festival. „Við
auglýstum undir yfirskriftinni
„karlmenn“ og tókum fram að
óskað væri eftir sjálfboðaliðum
sem sýndu andlit, hendur, líkama
og kynfæri þótt engum væri gert
skylt að sýna allt. Ég fékk alls
konar karlmenn, sem var einmitt
það sem ég vildi. Þeir voru ekkert
mjög feimnir, að minnsta kosti
ekki margir, og voru alveg til í að
taka þátt í þessu listaverki. Ég
bauð þeim að fara úr öllu, sumir
þáðu það og aðrir ekki.“
Vídeóverkið er byggt á rannsókn
sem Ástrós hefur unnið að víðs-
vegar um heiminn undanfarið ár
um ímynd karlmanna í hugum
kvenna. „Ég vona að með þessu
stingi maður kannski á einhverj-
um kýlum sem legið hafa óhreyfð,“
segir hún. „Ég er fyrst og fremst
að fjalla um ímynd karlmanna
útlitslega séð og tek ekki tillit til
stöðu þeirra eða þess háttar. Ekki
ósvipað því hvernig karlmenn
hafa mótað ímynd kvenna.“ Hún
segir niðurstöður rannsóknanna
vera leyndarmál. „Þær koma fram
í verkinu og eru settar fram á list-
rænan en þó skýran og skilmerki-
legan hátt.“
Ástrós segir að sig hafi lengi lang-
að til þess að gera verk um karl-
menn. „Ég hef einfaldlega áhuga á
karlmönnum, útliti þeirra og
líkamsbyggingu. Þetta er fyrsta
skrefið í því ferli en mig langar að
halda áfram og gera sviðsverk
eftir svipaðri hugmynd.“ Hún
játar því að í verkinu þyrftu karl-
mennirnir helst að sýna nekt. „Það
er ekkert fallegra en nakinn karl-
mannslíkami. Ég held að við kon-
urnar séum allt of ragar við að tjá
okkur um þessi mál. Karlmenn
eru óhræddir við að segja sínar
skoðanir á konum en ekki öfugt.“
Kvikmyndahátíðin í Feneyjum
stendur nú yfir en þó eru það ekki
kvikmyndirnar sjálfar sem fengið
hafa mesta umfjöllun heldur
holdafar stjarnanna, einkum hinn-
ar bresku Keiru Knightley. Keira
þykir sjaldan eða aldrei hafa verið
jafn grönn þótt hún neiti því stað-
fastlega að þjást af átröskun. Þó
er því haldið fram í Daily Mail að
hún hafi verið „ótrúlega horuð“ en
Keira kærði einmitt tímaritið í
janúar síðastliðnum fyrir að halda
því þráfaldlega fram að hún væri
með átröskun. „Það væri ekki
hægt að segja neitt hræðilegra,“
sagði Keira um umfjöllun blaðs-
ins. Hún hefur einnig margoft lýst
því yfir í fjölmiðlum að hún fái sig
ekki til þess að fara í ræktina.
„Mér finnst það óbærilega leiðin-
legt.“ Hugsanlega felst skýringin
á vexti Keiru í mataræðinu því
einhverju sinni var haft eftir
ónafngreindum „vini“ hennar í
einhverju slúðurblaðinu að hún
borðaði mestmegnis vatnsmelón-
ur og grænmeti.
Holdafar Keiru
stelur senunni
Hættur við
Thunder
Leikarinn Owen Wilson, sem
reyndi að fremja sjálfsvíg á
dögunum, hefur hætt við að
leika í gamanmyndinni Tropic
Thunder. Wilson átti að koma
fram í feluhlutverki í mynd-
inni, sem er leikstýrt af vini
hans Ben Stiller.
Söngkonan Courtney Love
heldur því fram að breski
leikarinn Steve Coogan, sem
átti að vera mótleikari Wilson í
Tropic Thunder, hafi haft slæm
áhrif á Wilson með óheilbrigðu
líferni sínu. Coogan hefur
vísað þessu alfarið á bug.
Talið er að Wilson sjáist
næst opinberlega á kvik-
myndahátíðinni í Feneyjum
þegar mynd hans The Darjeel-
ing Limited verður frumsýnd
29. september.
SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919
SURFS UP ENSKT TAL kl. 4 - 6 - 8 - 10
BRETTIN UPP ÍSL. TAL kl. 4 - 6
BOURNE ULTIMATUM kl. 8 - 10.30
BOURNE ULTIMATUM LÚXUS kl. 5.30 - 8 - 10.30
THE SIMPSONS MOVIE ENSKT TAL kl. 4 - 8 - 10
THE SIMPSONS MOVIE ÍSL. TAL kl. 4 - 6
RUSH HOUR 3 kl. 6 - 8 -10.10
SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000
MIÐASALA Á
KL. 5.30 Hallam Foe / Deliver Us From Evil
KL. 8 Away From Her / Die Falscher / Cocaine Cowb.
KL. 10.30 Sicko / Shortbus / The Bridge
EVENING kl.5.30 - 8 - 10.30
BRETTIN UPP ÍSL. TAL kl.6
SÝNINGARTÍMAR GRÆNA LJÓSSINS
14
12
14
12
BRETTIN UPP ÍSL. TAL kl. 6
DISTURBIA kl. 8 - 10.10
BOURNE ULTIMATUM kl. 8 - 10.10
RUSH HOUR 3 kl. 6
14
14
12
BRETTIN UPP ÍSL. TAL kl. 6
ASTRÓPÍA kl. 6 - 8 - 10.10
BOURNE ULTIMATUM kl. 5.30 - 8 - 10.30
RUSH HOUR 3 kl. 6 - 8 - 10
BECOMING JANE kl. 8 -10.30
LANDSLIÐ GRÍNISTA
Í STÆRSTU ÍSLENSKU
BÍÓMYND ÁRSINS
SICKO
með íslensku
m texta
AWAY
FROM HER
DAGSKRÁ OG MIÐASALA Á MIDI.IS
Dramatísk ástarsaga í anda
Notebook frá höfundi The
Hours með úrvali stórleikara
Hennar mesta leyndarmál var
hennar mesta náðargáfa.
!óíbí.rk045
Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu
- bara lúxus
Sími: 553 2075
DISTURBIA kl. 5.45, 8 og 10.20-POWER 14
BRETTIN UPP íslenskt tal kl. 4 og 6 L
THE BOURNE ULTIMATUM kl. 5.40, 8 og 10.20 14
RUSH HOUR 3 kl. 8 og 10 12
RATATOUILLE íslenskt tal kl. 3.35 L
TRANSFORMERS kl. 3.40 10
LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR
www.laugarasbio.is - Miðasala á
FÓR BEINT
Á TOPPINN
Í USA
Magnaðasta spennumynd sumarsins
MATT DAMON ER JASON BOURNE
MBL
S. 482 3007SELFOSSI
KEFLAVÍK
AKUREYRI
ÁLFABAKKA
DISTURBIA kl. 5:30 - 8 - 10:30 14
DISTURBIA kl. 5:30 - 8 - 10:30
LICENSE TO WED kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 7
ASTRÓPÍÁ kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 L
RATATOUILLE M/- ENSKU TAL kl. 8 - 10:30 L
RATATOUILLE M/- ÍSL TAL kl. 5:30 L
TRANSFORMERS kl. 5 - 8 - 10:40 10
SHREK 3 M/- ÍSL TAL kl. 3:45 L
ASTRÓPÍÁ kl. 3:40 - 6:30 - 8:30 - 10:30 L
LICENSE TO WED kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 7
BOURNE ULTIMATUM kl. 5:40 - 8 - 10:20 14
RATATOUILLE M/- ÍSL TAL kl. 4 L
KRINGLUNNI
ASTRÓPÍÁ kl. 6 - 8 - 10 L
RUSH HOUR 3 kl. 8 - 10 12
RATATOUILLE M/- ÍSL TAL kl. 5:50 L
LICENSE TO WED kl. 8 - 10 7
RATATOUILLE M/- ÍSL TAL kl. 6 L
ASTRÓPÍÁ kl. 6 - 8 -10 L
ASTRÓPÍA kl. 6 - 8 - 10 L
BOURNE ULTIMATUM kl. 8 - 10:30 12
RATATOUILLE M/- ÍSL TAL kl. 5:45 L
www.SAMbio.is 575 8900
JIS. FILM.IS
AS. MBL
„Að mínu mati ættu allir að drífa sig með fjölskylduna“
VIP
DIGITAL
ÞRJÁR VIKUR Á TOPPNUM Í USA
Ertu að fara að gifta þig?
Þá viltu alls ekki lenda í honum!!!
Drepfyndin gamanmynd með hinum eina sanna
Robin Williams og ungstirninu Mandy Moore.