Fréttablaðið - 31.08.2007, Page 86
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
Hljómsveitin Amiina hefur hætt
við tónleikaferð sína um Norður-
Ameríku vegna veikinda og ann-
arra vandræða. Áttu þær stöllur
að halda fjölda tónleika frá 4. til
27. október í borgum á borð við
New York, Los Angeles, Nashville
og Toronto en ekkert verður af því
í þetta sinn.
„Það er rosalega svekkjandi að
þurfa að fresta, sérstaklega með
svona stuttum fyrirvara. Fólkið er
búið að kaupa miða þannig að
þetta er það versta sem maður
lendir í að þurfa að taka ákvörðun
um,“ segir María Huld Markan
Sigfúsdóttir úr Amiina. „Þetta er
samt betra heldur en að vera að
standa í túr sem er ekki eins og
hann á að vera.“
Að sögn Maríu voru ýmsir hlutir
sem réðu því að tónleikaferðinni
var frestað. „Það er aðallega búið
að vera mikið stress og veikindi og
mjög óheppilegar aðstæður. Við
misstum til dæmis rútufyrirtækið
sem við vorum búin að panta hjá og
sátum uppi með enga rútu. Síðan
voru það veikindi sem komu upp
og það var dropinn sem fyllt mæl-
inn. Við ákváðum að það væri best
að fresta ferðinni og gera þetta
frekar almennilega þegar við
værum allar frískar og hressar.“
Amiina, sem gaf út plötuna Kurr
fyrr á árinu, hefur sett stefnuna á
tónleikaferð um Evrópu í október
og til Japans, Ástralíu og Nýja-
Sjálands eftir áramótin. Tónleikar
á Iceland Airwaves-hátíðinni eru
jafnframt fyrirhugaðir í október.
Veikindi fresta tónleikaferð
Hlín Agnarsdóttir hefur sagt starfi sínu hjá
Þjóðleikhúsinu lausu en þar hefur hún gegnt
starfi listræns ráðgjafa undanfarna þrjá
vetur. „Það eru engar sérstakar ástæður
fyrir uppsögninni, aðrar en þær að ég
er að fara að gera mína eigin hluti og
fara í framhaldsnám,“ segir Hlín sem
er menntuð í bæði leiklistarfræðum og
leikstjórn. „Mér fannst tími til kominn
að breyta til og það fyrir löngu
síðan. Mig hefur lengi langað til
þess að bæta við menntun mína
og auk þess að sinna mínum
hugðarefnum betur. Ég hef sér-
stakan áhuga á því að skrifa
meira,“ segir Hlín en hún
skrifaði meðal annars leikritið
Láttu ekki deigan síga ásamt
Eddu Björgvinsdóttur, Konur
skelfa og Gallerí Njálu. „Það er ágætis sam-
starf á milli mín og þjóðleikhússtjóra og ég
mun halda áfram að starfa fyrir Þjóðleik-
húsið í nokkurs konar
hlutastarfi.“
Tinna Gunnlaugs-
dóttir þjóðleikhússtjóri sendi Fréttablaðinu
yfirlýsingu þar sem fram kemur að ekki verði
ráðið í starf listræns ráðgjafa í stað Hlínar.
„Hlín Agnarsdóttir kom til starfa við Þjóðleik-
húsið í barneignarleyfi leiklistarráðunautar
hússins. [...] Þegar samningstíma Hlínar lauk,
óskaði þjóðleikhússtjóri, Tinna Gunnlaugsdótt-
ir, eftir því að hún ynni áfram við stofnunina
sem listrænn ráðgjafi en sú staða var ný og
hugsuð sem tímabundin en nauðsynleg ráðstöf-
un í kjölfar þjóðleikhússtjóraskipta. Hlín hefur
nú starfað sem listrænn ráðgjafi við Þjóðleik-
húsið í tvö ár og þjónað starfseminni með mikl-
um ágætum. Hlín hverfur nú til annarra verk-
efna, en hefur þó alls ekki sagt skilið við
Þjóðleikhúsið. Hún mun meðal annars leik-
stýra nýju verki eftir Steinunni Sigurðardóttur
sem áætlað er að frumsýna á einu af sviðum
Þjóðleikhússins haustið 2008.“
Hlín hættir hjá Þjóðleikhúsinu
„Við erum fjórir strákar í leiklist-
arnámi sem ákváðum að gera eitt-
hvað saman í sumarfríinu, sett-
umst niður og sömdum
spunaleikrit fyrir leikskólabörn,“
segir Jóel Sæmundsson sem ætlar
að sýna „Uppáhaldsævintýri
Sportálfsins“ í leikskólum lands-
ins næstu tvær vikur ásamt þeim
Inga Hrafni Hilmarssyni, Smára
Gunnarssyni og Kára Viðarssyni.
Saman mynda þeir leikhópinn
Vini. Þeir stunda allir leiklistar-
nám við Rose Bruford College í
London og hafa setið við skriftir
og hugmyndavinnu frá því í byrj-
un júlí. „Tveir okkar eru að vinna
á leikskóla í sumar og þegar við
fórum að sökkva okkur í barna-
ævintýrin ákváðum við að spinna
út frá þeim,“ segir Jóel. „Leikfé-
lagið í Mosfellsbæ tók okkur
opnum örmum og lagði bæði til
búninga og æfingaaðstöðu.“
Leikritið er ekki um sjálfan
Íþróttaálfinn heldur aðdáanda
hans. „Söguhetjan kallar sig sport-
álf vegna þess hversu mikið hann
lítur upp til Íþróttaálfsins,“ segir
Jóel. „Hann segir krökkunum
ævintýrið um skrökvuprinsessuna
sem skrökvar svo mikið að hún
endar að lokum í garði hjá vondum
töframanni sem hneppir hana í
álög.“ Aðrar sögupersónur eru for-
eldrar skrökvuprinsessunnar,
dreki og risi svo nokkrar séu
nefndar. „Við sömdum tvö lög við
leikritið svo það er tónlist í verk-
inu líka. Við vildum hafa þetta
skemmtilegt og lifandi fyrir krakk-
ana. Sportálfurinn er sögumaður
allan tímann en leikritið er gagn-
virkt og krakkarnir leika til að
mynda hlutverk í sýningunni. Svo
getur Sportálfurinn stoppað sýn-
inguna ef hann er orðinn of hrædd-
ur og á sama hátt getur hann spól-
að til baka og endursýnt atriði sem
honum finnast sérstaklega
skemmtileg.“
Strákarnir hafa þegar heimsótt
nokkra leikskóla til þess að kynna
leikritið og Jóel segir að þeir hafi
fengið fínar viðtökur. „Það er búið
að bóka nokkrar sýningar núna í
byrjun september. Svo ætlum við
að halda áfram með þetta í jólafrí-
inu okkar 10.-21. desember.
Það er svo sem ekkert nýtt undir
sólini en við ætlum með þessu að
reyna að vera með öðruvísi nálgun
á afþreyingu fyrir leikskóla-
krakka.“
Við flugmennirnir erum alveg
búnir að tapa ímyndinni því
nú eru komnar stelpur í þetta.
Mikið áfall.