Fréttablaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 8
Hversu mikið kosta perurnar
í friðarsúlunni á ári?
Í hvaða sæti lenti kylfingur-
inn Birgir Leifur Hafþórsson í
Evrópumótaröðinni?
Hvert er vinnuheiti kvik-
myndarinnar sem Friðrik Þór
Friðriksson vinnur nú að og
fjallar um dreng með ein-
hverfu?
Lagt er til að
hafa lokað á sunnudögum í Bóka-
safni Kópavogs og lengja í staðinn
opnunartímann á öðrum dögum
vegna þess hve erfiðlega gengur
að fá fólk til að vinna á sunnudög-
um. Ef tillagan verður samþykkt í
bæjarstjórn tekur hún líklega gildi
um áramótin.
Hrafn Harðarson, forstöðumað-
ur bókasafnsins, segir að erfitt sé
að fá fólk til að vinna um helgar.
„Fólk vill helst vera heima um
helgar og gera eitthvað með fjöl-
skyldu sinni. Ef við höfum opið á
sunnudögum hvenær eigum við þá
að hafa frídag fyrir starfsfólkið?“
spyr hann.
Bókasafn Kópavogs hefur verið
opið alla daga vikunnar frá árinu
2002 og er eitt af fáum bókasöfnum
á höfuðborgarsvæðinu sem það
gildir um.
Hugmyndin um að hafa opið á
sunnudögum hefur komið upp í
Bókasafni Hafnarfjarðar. Anna
Sigríður Einarsdóttir forstöðumað-
ur segir að hún eigi nógu erfitt með
að manna laugardagana að sunnu-
dagarnir bætist ekki við.
„Við viljum frekar hafa opið
lengur á kvöldin því að það kemur
mikið af fólki með börnin eftir
kvöldmat. Við leggjum því frekar
til að hafa opið lengur á mánudegi
til fimmtudags,“ segir hún.
Fólk vill vera heima hjá sér
Tekjur bæjarsjóðs
Seltjarnarnesbæjar hækka um
tæplega 75 milljónir samkvæmt
endurskoðaðri fjárhagsáætlun
fyrir árið 2007. Hún var staðfest
á fundi bæjarstjórnar í lok
september. Hagnaður aðalsjóðs
nemur um 270 milljónum króna.
Jónmundur Guðmarsson
bæjarstjóri segir helstu ástæð-
urnar fyrir bættri fjárhagslegri
stöðu vera auknar tekjur af skatti
og sölu byggingarréttar. „Við
fáum meiri skatttekjur í kassann
en við áætluðum vegna hagsæld-
ar og framkvæmdir í bænum
hafa gengið hraðar en menn sáu
fyrir.“
Tekjur hækka
um 75 milljónir
Valgerður Sverr-
isdóttir, varaformaður
Framsóknarflokksins,
hefur beint þeirri fyr-
irspurn til fjármálaráð-
herra á Alþingi hvort ráð-
herrann hyggist draga
ríkisfyrirtækin Lands-
virkjun og Rarik út úr
útrásarverkefnum sem
þau taka þátt í í samstarfi
við einkaaðila.
„Það hefur komið fram að það sé grundvallarstefna Sjálfstæðisflokks-
ins að það eigi ekki að blanda saman opinberum rekstri og einkarekstri í
útrás orkugeirans, og þess vegna spyr ég um þessi tvö fyrirtæki, Lands-
virkjun og Rarik, sem eru að fullu í eigu ríkisins,“ segir Valgerður.
Í kjölfar ummæla fráfarandi borgarstjóra og annarra í borgarstjórnar-
flokki Sjálfstæðisflokksins segir Valgerður að sjálfstæðismenn verði að
skýra þessa grundvallarstefnu og áhrif hennar á sambærileg mál.
„Ef þetta er stefnan hlýtur ríkið að þurfa að draga sig út úr þeirri útrás
sem þarna á sér stað,“ segir Valgerður.
Landsvirkjun stofnaði í febrúar síðastliðnum alþjóðlega fjárfesting-
arfyrirtækið HydroKraft Invest í samvinnu við Landsbankann, og lagði
Landsvirkjun 2 milljarða króna í fyrirtækið. HydroKraft Invest er ætlað
að leiða verkefni tengd vatnsaflsvirkjunum erlendis.
Rarik keypti í sumar 10,5 prósenta hlut í norska orkufyrirtækinu Blå-
fells Energi af Landsbankanum. Landsbankinn hélt eftir 17,5 prósenta
hlut í fyrirtækinu.
Vill að sjálfstæðis-
menn skýri málin
WWW.N1.ISN1 VERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9 · SÍMI 440 1200
VARAHLUTIR
Við bjóðum landsins mesta úrval af viðurkenndum varahlutum.
Þriggja ára ábyrgð er á öllum bílavarahlutum frá N1.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Sósíalíski vinstriflokkur-
inn í Noregi, sem Kristin Halvorsen
fjármálaráherra fer fyrir, mælist
nú með minnsta fylgi í sögu flokks-
ins. Samkvæmt könnun Norstat á
fylgi norsku flokkanna sem birt var
í dagblaðinu Vårt Land styðja nú
aðeins 5,5 prósent norskra kjósenda
vinstrisósíalista. 8,8 prósent kusu
þá í Stórþingskosningunum 2005.
Verkamannaflokkurinn mælist
með nánast óbreytt fylgi frá síðustu
könnun í ágúst, 32,4 prósent, en
Hægriflokkurinn vinnur á – fer úr
14,1 prósenti í 18,4 prósent. Fram-
faraflokkurinn mælist með 20,1 pró-
sent en var með 22,1 prósent í ágúst.
Ef þetta er
stefnan hlýtur
ríkið að þurfa að
draga sig út úr þeirri
útrás sem þarna á sér
stað.