Fréttablaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 8
Hversu mikið kosta perurnar í friðarsúlunni á ári? Í hvaða sæti lenti kylfingur- inn Birgir Leifur Hafþórsson í Evrópumótaröðinni? Hvert er vinnuheiti kvik- myndarinnar sem Friðrik Þór Friðriksson vinnur nú að og fjallar um dreng með ein- hverfu? Lagt er til að hafa lokað á sunnudögum í Bóka- safni Kópavogs og lengja í staðinn opnunartímann á öðrum dögum vegna þess hve erfiðlega gengur að fá fólk til að vinna á sunnudög- um. Ef tillagan verður samþykkt í bæjarstjórn tekur hún líklega gildi um áramótin. Hrafn Harðarson, forstöðumað- ur bókasafnsins, segir að erfitt sé að fá fólk til að vinna um helgar. „Fólk vill helst vera heima um helgar og gera eitthvað með fjöl- skyldu sinni. Ef við höfum opið á sunnudögum hvenær eigum við þá að hafa frídag fyrir starfsfólkið?“ spyr hann. Bókasafn Kópavogs hefur verið opið alla daga vikunnar frá árinu 2002 og er eitt af fáum bókasöfnum á höfuðborgarsvæðinu sem það gildir um. Hugmyndin um að hafa opið á sunnudögum hefur komið upp í Bókasafni Hafnarfjarðar. Anna Sigríður Einarsdóttir forstöðumað- ur segir að hún eigi nógu erfitt með að manna laugardagana að sunnu- dagarnir bætist ekki við. „Við viljum frekar hafa opið lengur á kvöldin því að það kemur mikið af fólki með börnin eftir kvöldmat. Við leggjum því frekar til að hafa opið lengur á mánudegi til fimmtudags,“ segir hún. Fólk vill vera heima hjá sér Tekjur bæjarsjóðs Seltjarnarnesbæjar hækka um tæplega 75 milljónir samkvæmt endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2007. Hún var staðfest á fundi bæjarstjórnar í lok september. Hagnaður aðalsjóðs nemur um 270 milljónum króna. Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri segir helstu ástæð- urnar fyrir bættri fjárhagslegri stöðu vera auknar tekjur af skatti og sölu byggingarréttar. „Við fáum meiri skatttekjur í kassann en við áætluðum vegna hagsæld- ar og framkvæmdir í bænum hafa gengið hraðar en menn sáu fyrir.“ Tekjur hækka um 75 milljónir Valgerður Sverr- isdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur beint þeirri fyr- irspurn til fjármálaráð- herra á Alþingi hvort ráð- herrann hyggist draga ríkisfyrirtækin Lands- virkjun og Rarik út úr útrásarverkefnum sem þau taka þátt í í samstarfi við einkaaðila. „Það hefur komið fram að það sé grundvallarstefna Sjálfstæðisflokks- ins að það eigi ekki að blanda saman opinberum rekstri og einkarekstri í útrás orkugeirans, og þess vegna spyr ég um þessi tvö fyrirtæki, Lands- virkjun og Rarik, sem eru að fullu í eigu ríkisins,“ segir Valgerður. Í kjölfar ummæla fráfarandi borgarstjóra og annarra í borgarstjórnar- flokki Sjálfstæðisflokksins segir Valgerður að sjálfstæðismenn verði að skýra þessa grundvallarstefnu og áhrif hennar á sambærileg mál. „Ef þetta er stefnan hlýtur ríkið að þurfa að draga sig út úr þeirri útrás sem þarna á sér stað,“ segir Valgerður. Landsvirkjun stofnaði í febrúar síðastliðnum alþjóðlega fjárfesting- arfyrirtækið HydroKraft Invest í samvinnu við Landsbankann, og lagði Landsvirkjun 2 milljarða króna í fyrirtækið. HydroKraft Invest er ætlað að leiða verkefni tengd vatnsaflsvirkjunum erlendis. Rarik keypti í sumar 10,5 prósenta hlut í norska orkufyrirtækinu Blå- fells Energi af Landsbankanum. Landsbankinn hélt eftir 17,5 prósenta hlut í fyrirtækinu. Vill að sjálfstæðis- menn skýri málin WWW.N1.ISN1 VERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9 · SÍMI 440 1200 VARAHLUTIR Við bjóðum landsins mesta úrval af viðurkenndum varahlutum. Þriggja ára ábyrgð er á öllum bílavarahlutum frá N1. F í t o n / S Í A Sósíalíski vinstriflokkur- inn í Noregi, sem Kristin Halvorsen fjármálaráherra fer fyrir, mælist nú með minnsta fylgi í sögu flokks- ins. Samkvæmt könnun Norstat á fylgi norsku flokkanna sem birt var í dagblaðinu Vårt Land styðja nú aðeins 5,5 prósent norskra kjósenda vinstrisósíalista. 8,8 prósent kusu þá í Stórþingskosningunum 2005. Verkamannaflokkurinn mælist með nánast óbreytt fylgi frá síðustu könnun í ágúst, 32,4 prósent, en Hægriflokkurinn vinnur á – fer úr 14,1 prósenti í 18,4 prósent. Fram- faraflokkurinn mælist með 20,1 pró- sent en var með 22,1 prósent í ágúst. Ef þetta er stefnan hlýtur ríkið að þurfa að draga sig út úr þeirri útrás sem þarna á sér stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.