Fréttablaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 6
Ætlar þú á Iceland Airwaves? Finnst þér biðlaun stjórnmála- manna of há? Gengi Bandaríkjadals er óvenjulágt þessa dagana, miðgengi dalsins hjá Seðlabanka Íslands fór niður fyrir sextíu krónur á fimmtu- daginn var og hefur ekki verið svo lágt frá því um miðjan júlí þegar dalurinn fór niður í 59,34 krónur. Hæst hefur gengið verið um ára- mótin þegar það fór upp í 72,38 krónur. Gengið hefur að vísu sveifl- ast nokkuð og fór upp í 69,5 í ágúst áður en það fór lækkandi aftur. Netverslanir hafa auglýst lágt gengi dalsins upp á síðkastið og hvatt þannig óbeint til innkaupa frá Bandaríkjunum. „Um leið og dollarinn fer í þessa tölu sem hann er í núna finnum við fyrir verulega auknum fyrirspurnum í tölvupósti og síma,“ segir Hannes Strange, viðskiptastjóri í innflutningsdeild hjá Eimskip. Töluverð bið er eftir plássi fyrir bíla í skipum heim. „Í Ameríku- skipinu okkar er biðtíminn núna átta vikur en er venjulega þrjár til fjórar vikur. Það er mjög eðlilegur flutningstími,“ segir Hannes og telur innflutning á vörum frá Bandaríkjunum mun meiri nú en á sama tíma í fyrra. Björn Einarsson, framkvæmda- stjóri TVG Zimsen, segir að mikil aukning hafi verið í innflutningi til landsins. „Langstærstu mánuðirn- ir eru framundan, október og nóv- ember eru algjörir toppar hvað það varðar. Allt þetta ár höfum við fundið sterka og góða aukningu, líka milli mánaða.“ Snorri Olsen, tollstjóri í Reykja- vík, kannast við aukningu í inn- flutningi frá Bandaríkjunum og telur að það sé helst í dýrum hlut- um á borð við bíla. „Það er alveg ljóst að gengi dollarans hefur áhrif á innflutning, það endurspeglast í verði vörunnar. Undanfarið höfum við orðið mest vör við innflutning á dýrum bílum. Í slíkum hlutum hefur gengið meira að segja og getur munað um hundruð þúsunda eftir því hvert gengið er, segir hann og bendir á að tollgengið sé mánaðargengi, gengi síðasta dags mánaðarins á undan. Lágt gengi nú hafi því ekki áhrif á tollgengið strax. „Ef gengið heldur áfram að lækka þá sjáum við meiri breyt- ingu eftir næstu mánaðamót,“ segir Snorri og spyr hvort auglýs- ingarnar séu ekki bara gott auglýs- ingabragð. Fasti kostnaðurinn sé hvort sem er svo mikill, afgreiðslu- gjald og flutningskostnaður, þegar um ódýrar vörur sé að ræða. Bið eftir skipafrakt lengri en venjulega Bið eftir frakt til landsins er tvöfalt lengri en venjulega. Viðskiptastjóri segir fyrirspurnum um bílainnflutning fjölga snarlega þegar gengi krónunnar styrk- ist gagnvart erlendri mynt. Stærstu innflutningsmánuðirnir eru framundan. Mikilvægt er að almenn- ingur og alþingismenn fái upplýs- ingar um áætlaðan heildarkostnað við Kárahnjúkavirkjun, segir Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna. Hún hefur óskað eftir því að iðnaðarráðherra flytji Alþingi skýrslu um virkjunina. „Ég vil fá allt upp á borðið, fá að vita hvað þessi langstærsta fram- kvæmd Íslandssögunnar kostar,“ segir Álfheiður. Hún segir sífellt bætast við aukaverk og aukakostn- aður, sem yfirleitt sé sagt vera innan skekkjumarka. Þá sé ákveðinn vafi á því hvaða tölur séu lagðar til grundvallar, hvort þar sé talað um upphaflega kostnaðaráætlun, tæpa 100 millj- arða króna, eða hvort talað sé um tilboð Impregilo, sem hafi verið talsvert undir þeirri áætlun. Álfheiður óskar eftir því að í skýrslu ráðherra komi fram upp- lýsingar um alla verksamninga sem nemi hærri fjárhæð en 10 milljörð- um króna, og hversu mikil frávik hafi orðið á samningunum. Einnig verði þar að finna upplýs- ingar um öll aukaverk, þar á meðal viðbótarsamninga við verktaka, og um kostnað við mótvægisaðgerðir samkvæmt ákvörðun umhverfis- ráðherra. Að lokum óskar Álfheiður eftir upplýsingum um tekjutap Lands- virkjunar vegna dráttar á raforku- sölu frá Kárahnjúkum, vanáætlun- um á bótum vegna vatnsréttinda og mögulegrar skaðabótakröfu Alcoa- Fjarðaáls vegna tafa. Allar upplýsingar upp á borðið 350 manns sóttu umhverfisþing sem lauk á laugar- daginn. Þórunn Sveinbjarnardótt- ir umhverfisráðherra boðaði til þingsins. Til umræðu var stefna stjórnvalda um líffræðilega fjöl- breytni og náttúruverndaráætlun fyrir tímabilið 2009-2013. Þinginu lauk með pallborðsum- ræðum með fulltrúum allra stjórn- málaflokka Alþingis, fulltrúum umhverfissamtaka og Samtaka atvinnulífsins. Fyrirlesarar fjöll- uðu um umhverfisstarf víðs vegar um landið, en upptökur frá þinginu verða birtar á vef umhverfisráðu- neytisins á næstunni. 350 manns sóttu Umhverfisþing ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is Hitablásarar Hinir einu sönnu hitablásarar Rauði krossinn auglýsir eftir sjálfboðaliðum til að starfa í Konukoti sem er athvarf fyrir heimilislausar konur. Markmið verkefnisins er að veita heimilislausum konum húsaskjól þar sem grunnþörfum þeirra er sinnt svo engin kona þurfi að gista götur borgarinnar eða leita nætur - skjóls á óæskilegum forsendum. Sjálfboðaliðar þurfa að vera orðnir 20 ára. Allir sem sækja um koma í viðtal og undirgangast námskeið og þjálfun áður en þeir hefja störf. Nánari upplýsingar í síma 570 4000 og á raudikrossinn.is er styrktaraðili átaksins Hugo Chavez, forseti Venesúela, söng sálma til Fidels Castro og sagði hann eilífan föður allra byltingarmanna í vikulegum sjónvarpsþætti sínum á laugar- dagskvöld. Castro hringdi í Chavez í beinni útsendingu og ræddu þeir saman í klukkustund, auk þess sem Chavez sýndi sautján mínútna langt myndband af fundi þeirra degi fyrr. Chavez gaf Castro sömuleiðis málverk, sem hann sagðist sjálfur hafa málað þegar hann sat í fangelsi eftir misheppnaða byltingartilraun árið 1990 í heimalandi sínu. Chavez segir Castro eilífan Allar líkur eru á því að Matís ohf. flytji út úr Sjávarútvegshúsinu við Skúla- götu, Hafrannsóknastofnun verði flutt til milli hæða og að landbún- aðarráðuneytið flytji síðan inn í húsið. Viðskiptaráðuneytið mun því flytja inn í núverandi húsnæði landbúnaðarráðuneytis- ins við Sölvhólsgötu á næsta ári. Jón Þór Sturluson, aðstoðar- maður viðskiptaráðherra, segir að leitað hafi verið tilboða í nýtt húsnæði en ekki gengið til samninga og nú séu þessi tilboð fallin úr gildi. Ekki sé ákveðið hvenær ráðuneytið flytur. Flytur í hús landbúnaðar- ráðuneytis Fjöldauppsagnir hjúkrunarfólks munu lama sjúkrahúsin í Finnlandi eftir fimm vikur. Tæplega þrettán þúsund hjúkrunarfræðingar og aðrir umönnunarstarfsmenn eru reiðubúnir að segja upp störfum og rúmlega þrjú þúsund, flestir starfandi á stærstu sjúkrahúsunum á höfuðborgarsvæðinu, hafa þegar skuldbund- ið sig til þess. Uppsagnirnar ná til tuttugu stærstu sjúkra- húsanna í Finnlandi og eiga að taka gildi 19. nóvember. Þær eru liður í baráttu fyrir bætt- um kjörum en hjúkrunarfólk hafnaði nýlega launahækkun upp á 12,7 prósent, að sögn finnska dagblaðsins Hufvudstadsbladet. Hjúkrunarfræðingarnir vilja fá 24 pró- senta launahækkun, eða sem nemur 30-50 þúsundum króna á mánuði. Launin verða þá 188 til 205 þúsund krónur á mánuði en vinnuveitendur segja þau nú þegar að meðaltali um 200 þúsund, að sögn Helsingin Sanomat. Jaana Laitinen-Pesola, formaður samtaka umönnunarstétta, segir að stefnt sé að því að allir snúi aftur til vinnu þegar samkomulag hafi náðst. Til að tryggja öllum störf snúi allir aftur sem einn og enginn fái að byrja á undan öðrum. Fjöldauppsagnir væntanlegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.