Fréttablaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 42
Á tíma hestsins voru það hinir ríku og feitu sem riðu um. Þeir vildu ekki vera á sama stalli og sveitaómagar og kotungar sem þurftu að ganga á milli bæja í leit að vinnu. Höfðingj- arnir létu sér hins vegar fátt um finnast ef þeir þurftu að ríða yfir fjöll og firnindi til fundar við aðra jarla og þá voru nú hvorki til 66 gráður norður hlífðarfatnað- ur eða goretex skór. Skinndruslur og léleg höfuðföt voru látin nægja til að verjast kulda og strekkingi. Menn grófu sig síðan bara í fönn ef veður voru válynd eða létu sig hafa það til að komast á leiðarenda. Síðan leið tíminn og fyrr en varði voru fararskjótarnir orðnir mið- stöðvarhitaðir og vélknúnir og hest- arnir í mesta lagi ágætt sport sem nýta mátti á góðviðrisdögum. Nú þegar veturinn færist yfir og morgnarnir orðnir kaldari er ekki annað hægt en að hugsa til forfeðr- anna þar sem þeir bitu á jaxlinn hélaðir á sjó eða týndir á hálendinu. Skrefin eru ekki nema nokkur að bílnum, ef til vill með nokkurra mínútna aukadvöl utandyra meðan rúðurnar eru skafnar. Á leiðinni er húsbóndinn dúðaður í flíspeysu, vettlinga og húfu en samt skelfur hann og vonar að bíllinn verði ekki lengi að hitna. Nútíma-Jóninn er ekki bara kuldaskræfa heldur reynir hann að komast hjá því að hreyfa sig nema í vernduðu umhverfi World Class. Enda sýnir það sig líka glöggt að flestir gestirnir reyna að leggja eins nálægt líkamsræktarstöðvun- um og mögulegt er. Það er jafnvel betra að keyra aftur heim ef bíla- stæðið er ekki í seilingarfjarlægð. Gömlu góðu æðaslitin sem for- feður okkar státuðu af þekkjast varla lengur enda er það víst stað- reynd að hressilegt útiloft með vænum skammti af vindstigum er nauðsynleg blanda til að búa til þau karlmennskulegu andlitsmerki. Engan ætti því að undra að haldi þessi þróun áfram verði sú fram- tíðarkynslóð sem hér mun vaxa upp með kuldaþol á við hárlausa rækt- unarhunda og slétt og fellt barns- hörund af inniveru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.