Fréttablaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 21
Keppendur í fitness og vaxtarrækt stofnuðu um síðustu helgi Félag keppenda í fitness og vaxtarrækt sem hefur það að markmiði að gæta hagsmuna þeirra og kynna greinina betur fyrir almenningi. Ingunn Guðbrandsdóttir er ein þeirra sem stóðu fyrir stofnun félagsins og var kjörin gjaldkeri þess á stofnfundinum. „Nokkrir keppendur héldu fund nýlega um mótin sem eru framundan, skort á upplýs- ingum til keppenda og ákveðna óánægju sem hefur verið í gangi meðal þeirra. Þá ræddum við hvernig hægt væri að gæta hagsmuna þeirra keppenda sem eru að fara að keppa á mótunum og hvernig hægt sé að kynna sportið betur fyrir almenningi. Í framhaldi af því ákváðum við að stofna þetta félag,“ segir Ing- unn sem er sjálf að undirbúa sig fyrir keppni í fitn- ess. „Margir halda að við séum allt árið í því formi sem við erum þegar við keppum en það er alls ekki og við erum heldur ekki svona rosalega brún allt árið eins og við erum á sviðinu,“ segir Ingunn og hlær. „Allir sem hafa áhuga á að keppa í vaxtarrækt eða fitness, hvort sem það er innan Icefitness eða IFBB, eru gjaldgengir í félagið. Það er hagur okkar allra að það mæti sterkir keppendur til leiks þannig að flest- ir eru tilbúnir til að miðla upplýsingum og hjálpast að við undirbúninginn,“ segir Ingunn og bætir því við að það sé ekkert gaman að keppa þegar einn eða tveir standi svo mikið upp úr að það sé engin sam- keppni. Þá segir Ingunn það líka vera markmið að fá fleiri keppendur og áhorfendur á mótin. „Áhuginn er reyndar alltaf að aukast og ungt fólk að bætast í hóp- inn sem er tilbúið að leggja þetta á sig og prófa,“ segir Ingunn og vonast eftir góðri þátttöku í félagið. Formaður félagsins er Sunna Hlín Gunnlaugsdótt- ir sem heldur úti vefsíðunni vodvafikn.net og á þeirri síðu má finna allar upplýsingar um Félag fitness- keppenda. Félag fyrir keppendur Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkiaska F í t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.