Fréttablaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 4
Götuhópur fíkni-
efnadeildar lögreglunnar á höf-
uðborgarsvæðinu tók fólk með
amfetamín, e-töflur, kókaín og
marijúana um nýliðna helgi í
hefðbundnu eftirliti. Mest var
tekið af e-töflum og amfetamíni.
Höfð voru afskipti af tíu til tólf
manns. Flestir þeirra sem komu
við sögu voru ungmenni undir
tvítugu, flestir fæddir 1989, en sá
elsti er fæddur 1979.
Eftirlit lögreglunnar fór fram á
veitingahúsum og á götum borg-
arinnar. Efnin sem fundust voru
einkum í neysluskömmtum.
Mesta magnið sem tekið var í
þessu eftirliti reyndist vera í bíl
sem lögreglan stöðvaði í austur-
borginni. Í honum voru tveir
ungir menn, um 18 ára, sem voru
með í fórum sínum um 20 e-töflur
og eitthvað af marijúana falið
innan klæða. Ökumaðurinn var
ofan í kaupið réttindalaus.
Þá höfðu lögreglumennirnir
afskipti af réttindalausum öku-
mönnum, einhverjum undir áhrif-
um vímuefna.
Sex mál urðu til í þessu eftirliti
og var gengið frá þeim á vett-
vangi nema í þeim tilvikum þegar
um lögbrot við akstur var að
ræða. Þeir sem áttu hlut þar að
máli voru færðir á lögreglustöð.
„Við viljum gefa nýjum meirihluta hjá
Reykjavíkurborg tækifæri til þess að fara yfir málin
heildstætt áður en ákvarðanir verða teknar,“ sagði
Gunnar Svarsson, þingmaður Samfylkingarinnar og
fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar í stjórn Hitaveitu
Suðurnesja (HS), að loknum fundi með fulltrúum
helstu eigenda HS. Fulltrúar hluthafa ætla að funda
aftur um miðjan nóvember.
Fulltrúar Hafnarfjarðar kölluðu eftir hluthafa-
fundi eftir að ljóst varð að fulltrúar Geysis Green
Energy (GGE) og Reykjavík Energy Invest (REI)
ákváðu að leggja hluti sína í HS inn í sameinað félag
þeirra undir nafni þess síðarnefnda. „Í sumar var
gert hluthafasamkomulag milli Reykjanesbæjar,
Hafnarfjarðarbæjar, OR og GGE, þar sem skerpt
var á því að hver hluthafi myndi halda sínu. Í ljósi
þessarar tilfærslu á eignarhlut í HS fannst okkur
eðlilegt að ræða þessi mál og fara yfir þau áður en
ákvarðanir yrðu teknar.“
Reykjavík Energy Invest, sameinað félag GGE og
REI, eignast tæpan helming í Hitaveitu Suðurnesja
eftir samrunann. Ákveði Hafnarfjarðarbær að selja
sinn hluta til Orkuveitunnar fer hann til REI
samkvæmt sameiningarsamningnum.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir
þetta ákvæði ekki samrýmast samkomulaginu sem
hluthafar gerðu með sér í sumar. „Við ræddum það á
fundinum, og ég held að það hafi allir verið sammála
um það, að það myndist forkaupsréttur um leið og
hlutir eru að skipta um eigendur. Þess vegna er ekki
hægt að gefa sér það að einn hlutur renni til annars
án þess að hluthafar hafi nokkuð um það að segja,“
sagði Árni.
Hann sagði alla hluthafa hafa talað fyrir því að
verja hagsmuni HS. „Við fórum yfir stöðuna eins og
hún er og fengum upplýsingar frá Bjarna Ármanns-
syni, stjórnarformanni REI, um hvernig málið í
heild horfði við forsvarsmönnum REI. Það þarf að
gefa nýjum meirihluta hjá Reykjavíkurborg tíma til
þess að marka sér stefnu í þessum málum og þá er
afar brýnt að lagaumhverfið um orkugeirann í heild
sé skýrt en það er það ekki núna.“
Í fyrrnefndu hluthafasamkomulagi er einnig gert
ráð fyrir því að HS verði skipt upp í tvo hluta. Annar
hlutinn snúi að veitustarfsemi og smásölu rafmagns
en hinn að rekstri orkuvera og heildsölu rafmagns.
Iðnaðar- og viðskiptaráðherrarnir Össur Skarphéð-
insson og Björgvin G. Sigurðsson vinna nú að
endurskoðun lagaumhverfis fyrir orkugeirann.
Borgarmeirihlutinn
skapi sér stefnu fyrst
Fulltrúar hluthafa í Hitaveitu Suðurnesja funduðu um sameiningarsamning
Geysis Green Energy og Reykjavík Energy Invest í gær. Þeir vilja gefa nýjum
meirihluta í borginni svigrúm til að fara yfir málefni Orkuveitu Reykjavíkur.
Aðeins viku eftir að
skógarbjörn réðst á og drap
veiðimann í Norður-Svíþjóð urðu
tveir aðrir veiðimenn fyrir árás
skógarbjarnar þar í landi.
Fyrir árásinni urðu tveir
þaulvanir elgveiðimenn, um
fertugt og sextugt, er þeir voru á
leið heim úr veiðiferð í Lillhärdal
í Mið-Svíþjóð. Mönnunum tókst
að skjóta í háls bjarnarins eftir að
hann hafði sært þá með tönnum
og klóm. Björninn flúði þá aftur
inn í skóg. Öðrum manninum
tókst að hringja á hjálp úr
farsíma og þeir voru fluttir í
þyrlu á sjúkrahús, að því er fram
kemur í sænska Aftonbladet.
Björn ræðst aft-
ur á veiðimenn
Haustið 2008 hefst nám
á meistarastigi í heimskautarétti
við Félagsvísinda- og lagadeild
Háskólans á
Akureyri.
Sambærileg
námsbraut er
ekki í boði
annars staðar
í heiminum.
Guðmundur
Alfreðsson,
þjóðréttar-
fræðingur og
prófessor við
Háskólann í
Lundi og
Háskólann á
Akureyri,
stýrir hinni nýju námsbraut en
fjöldi erlendra sérfræðinga
kennir einstakar greinar, að því
er segir í fréttatilkynningu.
Á undirbúningsfund sem
haldinn var um helgina á
Akureyri mættu sérfræðingar
frá tólf löndum sem láta sig
málefni beggja heimskauta
varða.
Meistaranám í
heimskautarétti
Kaþólskum
presti, Tommaso Stenico, var
samstundis vikið úr embætti
sínu í Páfagarði eftir að upptaka
birtist í sjónvarpi þar sem hann
sést reyna við ungan mann.
Stenico segist þó ekki vera
samkynhneigður heldur hafi
hann bara verið að þykjast þegar
myndin var tekin upp án hans
vitundar.
Hann segist hafa verið að
sinna starfi sínu sem sálgrein-
andi og „safna upplýsingum um
þá sem skemma ímynd kirkjunn-
ar með samkynhneigðri hegðun“.
Sagðist hafa
verið að þykjast
Ásgeir Jónsson
fjallgöngumaður náði á hæsta
tind Eyjaálfu,
Carstensz
Pyramid, á
miðvikudaginn
var. Tindurinn
er 4.884 metrar
á hæð og er
Ásgeir fyrstur
Íslendinga til að
komast upp á
toppinn. Hann
segir að það hafi
verið ótrúlega
sætur sigur.
„Það eitt að komast að fjallinu
var langt frá því að vera einfalt
og síðan tóku veðurguðirnir upp á
því að láta snjó kyngja niður
daginn sem toppnum skyldi náð.
Það er mjög sjaldgæft á þessum
slóðum, að minnsta kosti í þessu
magni,“ segir hann.
Sigur að kom-
ast á toppinn
Lögmenn Sparisjóðs
Reykjavíkur og nágrennis,
SPRON, hafa neitað að borga
viðskiptavini sparisjóðsins til
baka FIT-kostnað upp á rúmlega
33 þúsund krónur og því fer mál
hans fyrir dómstóla. Bankar og
sparisjóðir innheimta FIT-
kostnað þegar viðskiptavinir
eyða umfram heimild á debet-
kortareikningi sínum.
Eins og greint hefur verið frá í
Fréttablaðinu taldi lögmaður
viðskiptavinarins, Oddgeir
Einarsson héraðsdómslögmaður,
sparisjóðinn hafa innheimt
svokallaðan FIT-kostnað ólöglega
þar sem innheimtan færi gegn
ógildingarákvæðum samningar-
laga. Því neita lögmenn spari-
sjóðsins og því fer málið fyrir
dóm.
FIT-mál fer
fyrir dómstóla
Ungmenni tekin með eiturlyf