Fréttablaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 12
Bandaríkjunum stafar engin ógn af Kína andstætt því sem margir Bandaríkjamenn telja. Kínversk stjórnvöld eiga nóg með að sinna málefnum heima fyrir. Þetta er mat Henry Rosemont Jr., prófessors emerit- us í heimspeki og kínverskum fræðum við St. Mary´s College í Maryland í Bandaríkjunum. Rosemont hélt fyrirlesturinn „Bandaríkin og Kína – hver ógnar hverjum?“ í Norræna húsinu í gær á vegum Alþjóðamálastofn- unar HÍ og Asíuvers Íslands. Illa útbúinn her Kína á ekki möguleika gegn fullkomnum her Bandaríkjanna, sagði Rosemont og þrátt fyrir að Kína hafi aukið fjárframlög til hermála síðustu þrjú ár séu þau einungis átta pró- sent af framlögum Bandaríkj- anna. Rosemont sagði Bandaríkin vera á bak við þessa þróun í Kína. „Herskáir stjórnmálamenn í Bandaríkjunum, „haukarnir“, telja að vígbúnaðarkapphlaupið í kalda stríðinu hafi rústað efna- hag Sovétríkjanna sem leiddi til hruns þeirra. Og núna segja sumir að gera þurfi þetta sama við Kína. Neyða þurfi Kínverja til að auka framlög til hermála sem mun sliga efnahag ríkisins og þá mun Kína ekki lengur vera ógn við Bandaríkin. Helsta ógnin sem Kína stendur frammi fyrir er eigin umhverfisvá að mati Rosemonts sem kemur fram í menguðu lofti, vatni og jörð. Auk þess eykst óánægja vegna auk- innar misskiptingar gæða og hefur mótmælum fjölgað undan- farið. „Stjórnvöld eiga fullt í fangi með að takast á við þessi vandamál.“ Rosemont segir framtíð Kína velta á Bandaríkjunum þar sem þau geri ekki neitt án þess að meta í leiðinni hvað Bandaríkin gera. „Ef Bandaríkjamenn verða herskárri þá verða Kínverjar herskárri og öfugt.“ Bandaríkjunum stafar ekki ógn af Kína Þrír Bandaríkjamenn, þeir Leonid Hurwicz, Eric S. Maskin og Roger B. Meyerson, deila með sér Nóbels- verðlaununum í hagfræði í ár. Þeir fá verðlaunin fyrir að hafa lagt grunn að kenningu um skipulagningu viðskipta sem meðal annars auðveldar greiningu á því hvort markaðir virka vel eða illa. Hurwicz er níræður en Maskin og Myerson eru báðir 56 ára og þróuðu áfram kenningu sem Hurwicz kom fyrstur fram með. Hurwicz sagðist í gær ekki hafa átt von á að hljóta Nóbelinn, en Maskin sagðist lengi hafa vonað að Hurwicz fengi þessi verðlaun. Bættu skilning á mörkuðum Urður Gunnarsdótt- ir hefur verið ráðin fjölmiðlafull- trúi utanríkisráðu- neytisins. Hún hefur starfað sem talsmaður skrif- stofu Öryggis- og samvinnustofnun- ar Evrópu, OSCE, á sviði lýðræðis og mannréttinda. Starfið var aug- lýst um miðjan ágúst og bárust þrjátíu og sex umsóknir. Sam- kvæmt auglýsingu er fjölmiðla- fulltrúa ætlað að vinna að kynn- ingu að utanríkisþjónustunni og ráða ráðherra og öðrum starfs- mönnum heilt um samskipti við fjölmiðla. Ráðið er í starfið til reynslu í eitt ár. Urður verðandi fjölmiðlafulltrúi Hu Jintao, forseti Kína og formaður Kommúnistaflokks Kína, hét víðtækari yfirráðum Kommúnistaflokksins og að ávöxt- um hagvaxtarins yrði betur dreift meðal þegna Kína í ræðu sinni á flokksþingi Kommúnistaflokksins í gær. Flokksþingið er haldið á fimm ára fresti og er megintilgangur þess að skipa Hu á ný í embætti formanns flokksins til næstu fimm ára. Lykilatriði fyrir Hu verður hversu mörgum pólitískum banda- mönnum sínum hann nær að koma í áhrifastöður innan flokksfor- ystunnar, þar á meðal mögulegum eftirmönnum sínum eftir að hann lætur af embætti eftir fimm ár. Henry Rosmont Jr., prófessor í heimspeki og kínverskum fræð- um við St. Mary´s College í Maryl- and í Bandaríkjunum, telur að á flokksþinginu muni takast á fylk- ingar núverandi forseta og fyrr- verandi forseta, Jiang Zemin. „Ég tel að fylking Hu sé umbótasinn- aðri meðan að fylking Jiang sé meira á móti breytingum á kerf- inu.“ Rosemont sagði það miður að svo virtist sem sá hópur sem vilji hverfa aftur til sósíalískra gilda sé að hljóðna í Kommúnistaflokkn- um. „Sum þessara gilda sem snú- ast um heilsugæslu, ókeypis menntun, lífeyri og þess háttar eru að tapast ört í Kína í dag og fólkið sem talar fyrir þeim virðast vera að missa völdin í efri stigum flokksins.“ Í ræðu sinni bauð Hu upp á sitt lítið af hverju fyrir hvern lykilhóp innan Kommúnistaflokksins. Hann talaði um að breytingar yrðu gerðar á miðstýrðu pólitísku kerfi flokksins til að koma til móts við frjálslynda vænginn, aukin fjár- framlög til hermála til að koma til móts við valdamikinn her landsins og svo lofaði hann Marx og Maó Zedong til að koma til móts við íhaldssamari flokksmeðlimi. Hu sagði að kínverskir borgarar myndu hafa „mun víðtækari lýð- ræðisleg réttindi“ árið 2020 án þess að greina nánar frá hvernig það yrði gert. Kínversk stjórnvöld hafa sett sér það takmark að árið 2020 verði komið á viðvarandi efnahagslegt öryggi í Kína. Frá því að Hu tók við völdum árið 2002 hefur hagkerfi Kína þan- ist út um 75 prósent yfir í að vera það fjórða stærsta í heimi sem gefur Kína aukið vægi í alþjóða- samfélaginu. Hu ræddi stefnu sína „vísindaleg sýn á þróun“ sem snýst um jafnari dreifingu ágóða hagvaxtarins undanfarið. Lofaði Hu að auka og bæta félagslega þjónustu og heilbrigðistryggingar og auka styrki við menntun á landsbyggðinni. Víðtækari yfir- ráð flokksins Forseti Kína, Hu Jintao, boðaði aukna stjórn flokks- ins í bland við umbætur í ræðu sinni á flokksþingi Kommúnistaflokksins í Kína í gær. Hu boðaði aukin lýðræðisleg réttindi borgara árið 2020.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.