Fréttablaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 16
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Bíllaus hugsjón Þöggun
Endurspeglar flýti
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
Biðskylda þurfti að víkja
og straumur var tekinn
af háspennulínu þegar
Þristurinn var fluttur frá
Reykjavík til Keflavíkur á
sunnudagskvöld. Fimm lög-
regluþjónar á mótorhjólum
fylgdu ellefu manna föru-
neyti á vegum Þristavina-
félagsins eftir krókaleiðum
út úr borginni með þessa
merkilegu flugvél.
Flytja þurfti vélina úr geymslu-
stað sínum á Reykjavíkurflugvelli
vegna þess að leigusamningi
Þristavinafélagsins hafði verið
sagt upp, segir Tómas Dagur
Helgason formaður. Því þurfti að
finna vélinni nýjan samastað, sem
fannst í flugskýli á Keflavíkur-
flugvelli með hjálp flugvallaryfir-
valda í Reykjavík.
Leiðin sem Þristurinn fór í gegn-
um borgina var valin gaumgæfi-
lega enda ekki hægt flytja slíkt
flykki undir brýr eða um þröngar
götur. Frá Reykjavíkurflugvelli
var Snorrabrautin keyrð endilöng,
og beygt í austur inn á Sæbraut.
Til að vélin lenti ekki í árekstri við
ljósastaur þurfti að fjarlægja bið-
skyldumerki rétt á meðan bíllinn
tók beygjuna.
Á Sæbrautinni var skipt um veg-
arhelming og ekið öfugum megin
að brúnni við Ártúnsbrekku, þar
sem flutningabíllinn ók eins konar
öfuga slaufu og síðan sem leið lá
upp Árstúnsbrekkuna. Eftir nokkr-
ar krókaleiðir, sem lágu meðal
annars í gegnum Árbæinn og upp
að Bláfjöllum, þar sem þurfti að
taka straum af háspennulínu,
komst vélin loks á Reykjanes-
braut. Þaðan lá leiðin nokkuð bein
til Keflavíkurflugvallar.
„Þegar við vorum komnir á leið-
arenda tók Björn Ingi Knútsson,
flugvallarstjóri á Keflavíkurflug-
velli, á móti okkur og hjálpaði
ásamt starfsfólki flugvallarins við
að koma vélinni inn í skýlið. Allar
tímaáætlanir stóðust því við höfð-
um áætlað að taka þrjár klukku-
stundir í þetta,“ segir Tómas.
„Ferðin gekk í raun vonum
framar.“
Þristur fluttur flugvalla á milli
Fjallgöngugarpurinn Þorvaldur V. Þórsson náði
merkum áfanga á laugardaginn þegar hann gekk á
síðasta af hundrað hæstu tindum landsins á aðeins
einu ári. Þorvaldur bauð öllum áhugasömum að
fylgja sér á tind Heklu, sem er 1.500 metrar, og
lögðu yfir sjötíu manns af stað þrátt fyrir afleitt
veður.
Þorvaldur var staðráðinn í að klára verkefnið
áður en hann yrði fimmtugur á þriðjudag og tókst
ætlunarverkið. „Ég held að þetta sé besta afmælis-
gjöf sem ég hefði getað fengið. Þetta var eiginlega
afmælisgjöf sem fjölskyldan gaf mér. Hún er búin
að styðja mig gífurlega og það er ótrúlegt hvað þau
hafa verið þolinmóð,“ segir Þorvaldur, sem var
afar ánægður með stuðninginn á lokaáfanganum.
„Ég er næstum því klökkur að sjá hversu margir
mættu. Mig hefði aldrei grunað þetta.“
Þorvaldur gekk alls í 550 klukkustundir til að
komast á tindana hundrað og nam vegalengdin
tæpum 1.400 kílómetrum. Fyrsta fjallgangan var á
nýársdag þegar hann gekk upp á Tindfjöll og eftir
það varð ekki aftur snúið. „Ég gerði ráð fyrir því
að líkaminn myndi segja til sín, til dæmis ökklar,
kálfar og hásinar, en það er furðulegt hvað
líkaminn er fljótur að ná sér. Ég er þakklátur fyrir
að skrokkurinn skyldi standast þetta álag,“ segir
hann.
Næst á dagskrá hjá Þorvaldi er að vinna úr þeim
upplýsingum sem hann safnaði að sér við fjall-
gönguna og hugsanlega ætlar hann að skrifa bók
um ævintýrið.
Með gott fólk á öllum stöðum