Fréttablaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 23
Gulmairam Amankogoeva frá Kirgisistan er í klæðskeranámi í Iðnskólanum í Reykjavík. Klæðskeranámið heyrir undir hönnunarsvið og fataiðnbraut og þar er einnig boðið upp á kjólasaum. Námið tekur að jafnaði fjögur ár og er löggilt iðnnám. Gulmairam Amankogoeva sem er á fimmtu önn er frá Kirgisistan en hefur búið á Íslandi síðastliðin sex ár. „Ég kynntist manninum mínum, sem er íslenskur, í Kirgisistan og ákvað að flytja með honum til Íslands,“ segir Gulmairam, sem hafði tekið verslunarnám í fram- haldsskóla í Kirgisistan. „Ég hafði aldrei áhuga á við- skiptagreinum og þegar ég flutti til Íslands ákvað ég að byrja algjörlega nýtt líf og láta gamlan draum rætast,“ segir Gulmaiaram sem talar mjög góða íslensku. „Ég fór strax í tungumálanám í Háskóla Íslands og fór síðan að vinna á hjúkrunarheimili. Þar töl- uðu flestir aðeins íslensku og þá var ég fljót að læra,“ segir Gulma- iram sem segir að alls staðar hafi henni verið tekið mjög vel. Það skemmtilegasta í skólanum að sögn Gulmairam er að vinna að grunnhugmyndum, teikna og síðan sjá afraksturinn. „Það er alltaf gaman að standa með tilbúna flík- ina eftir alla þessa vinnu og stund- um hugsa ég: Vá, ég gerði þetta sjálf,“ segir Gulmairam hlæjandi og nefnir Dior sem sinn uppá- haldshönnuð ásamt íslenskri hönn- un almennt. „Mig langar mikið til að hanna í framtíðinni en það verð- ur bara að koma í ljós hvort ég fari í frekara nám, klæðskeranámið er að minnsta kosti gríðarlega góður grunnur fyrir fatahönnun.“ Dior í miklu uppáhaldi Þekkingarmiðlun býður upp á námskeið í áfallastjórnun fyrir stjórnendur fyrirtækja í sam- starfi við KOM almannatengsl og verður námskeiðið haldið hinn 25. október. Jón Hákon Magnússon, fram- kvæmdastjóri KOM og Þorsteinn G. Gunnarsson, ráðgjafi hjá KOM verða leiðbeinendur á námskeið- inu og hafa báðir þekkingu og langa reynslu í að aðstoða fyrir- tæki og stjórnendur við stjórnun áfalla. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur læri að bregðast rétt við neikvæðri umfjöllun sem dynur yfir fyrirtækið á sem skemmstum tíma en áfallastjórn- un felst í að hindra að óvæntur atburður innan fyrirtækja leiði til krísuástands. Þar eru það skjót viðbrögð sem skipta sköpum og því fyrr sem tekist er á við vand- ann, því líklegra er að árangur verði betri og hægt sé að lágmarka skaðann. Námskeiðið verður í formi stuttra fyrirlestra, dæmisagna úr viðskiptalífinu og verkefna og gert er ráð fyrir virkri þátttöku nemenda. Komið í veg fyrir krísu Endurmenntun er að fara af stað með námskeið fyrir þá sem vilja dýpka skilning sinn á fagurbókmenntum. Námskeiðið Hvað er ritsnilld? – Skemmtiferð um íslenskar bók- menntir hefst hjá Endurmenntun Háskóla Íslands nú á fimmtudag- inn, 18. október, og verður kennt öll fimmtudagskvöld til 22. nóv- ember frá klukkan 20.15 til 22.00. Halldór Guðmundsson rithöf- undur hefur umsjón með nám- skeiðinu sem er hugsað fyrir þá sem hafa gaman af lestri fagur- bókmennta og vilja dýpka skiln- ing sinn á þeim. Rýnt í ritsnilldina Námskeið Hekl: 5 kvöld. Hefst þriðjudaginn 30. okt. Harðangur og klaustur: 5 kvöld. Hefst mánudaginn 29. okt. Kennt er í Grafarvogi. Upplýsingar í síma: 588 5171 / 862 2039 Ertu starfandi í greininni e›a í grein henni tengdri? Hefur flú áhuga á a› ljúka flví námi sem flú hófst? Bættu um betur – Hársnyrtii›n er tilraunaverkefni sem mi›ar a› flví a› meta færni sem vi›komandi b‡r yfir inn í skólakerfi›, óhá› flví hvernig hennar hefur veri› afla›. Markmi›i› er a› flátttakendur í verkefninu ljúki sveisprófi. Áhugasömum er bent á a› hafa samband vi› I‹UNA – fræ›slu- setur í síma 590-6400 og fá frekari uppl‡singar um verkefni›. fiar er einnig hægt a› skrá sig á kynningarfund sem ver›ur haldinn fimmtudaginn 18. október kl. 18.00 a› Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík. Nánari uppl‡singar er a› finna á www.idan.is. Einnig er hægt a› senda tölvupóst á netfangi› radgjof@idan.is. Hófst flú nám í hársnyrtii›n en laukst flví ekki? E in n t v e ir o g þ r ír 4 26 .0 0 2 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.