Fréttablaðið - 16.10.2007, Síða 23

Fréttablaðið - 16.10.2007, Síða 23
Gulmairam Amankogoeva frá Kirgisistan er í klæðskeranámi í Iðnskólanum í Reykjavík. Klæðskeranámið heyrir undir hönnunarsvið og fataiðnbraut og þar er einnig boðið upp á kjólasaum. Námið tekur að jafnaði fjögur ár og er löggilt iðnnám. Gulmairam Amankogoeva sem er á fimmtu önn er frá Kirgisistan en hefur búið á Íslandi síðastliðin sex ár. „Ég kynntist manninum mínum, sem er íslenskur, í Kirgisistan og ákvað að flytja með honum til Íslands,“ segir Gulmairam, sem hafði tekið verslunarnám í fram- haldsskóla í Kirgisistan. „Ég hafði aldrei áhuga á við- skiptagreinum og þegar ég flutti til Íslands ákvað ég að byrja algjörlega nýtt líf og láta gamlan draum rætast,“ segir Gulmaiaram sem talar mjög góða íslensku. „Ég fór strax í tungumálanám í Háskóla Íslands og fór síðan að vinna á hjúkrunarheimili. Þar töl- uðu flestir aðeins íslensku og þá var ég fljót að læra,“ segir Gulma- iram sem segir að alls staðar hafi henni verið tekið mjög vel. Það skemmtilegasta í skólanum að sögn Gulmairam er að vinna að grunnhugmyndum, teikna og síðan sjá afraksturinn. „Það er alltaf gaman að standa með tilbúna flík- ina eftir alla þessa vinnu og stund- um hugsa ég: Vá, ég gerði þetta sjálf,“ segir Gulmairam hlæjandi og nefnir Dior sem sinn uppá- haldshönnuð ásamt íslenskri hönn- un almennt. „Mig langar mikið til að hanna í framtíðinni en það verð- ur bara að koma í ljós hvort ég fari í frekara nám, klæðskeranámið er að minnsta kosti gríðarlega góður grunnur fyrir fatahönnun.“ Dior í miklu uppáhaldi Þekkingarmiðlun býður upp á námskeið í áfallastjórnun fyrir stjórnendur fyrirtækja í sam- starfi við KOM almannatengsl og verður námskeiðið haldið hinn 25. október. Jón Hákon Magnússon, fram- kvæmdastjóri KOM og Þorsteinn G. Gunnarsson, ráðgjafi hjá KOM verða leiðbeinendur á námskeið- inu og hafa báðir þekkingu og langa reynslu í að aðstoða fyrir- tæki og stjórnendur við stjórnun áfalla. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur læri að bregðast rétt við neikvæðri umfjöllun sem dynur yfir fyrirtækið á sem skemmstum tíma en áfallastjórn- un felst í að hindra að óvæntur atburður innan fyrirtækja leiði til krísuástands. Þar eru það skjót viðbrögð sem skipta sköpum og því fyrr sem tekist er á við vand- ann, því líklegra er að árangur verði betri og hægt sé að lágmarka skaðann. Námskeiðið verður í formi stuttra fyrirlestra, dæmisagna úr viðskiptalífinu og verkefna og gert er ráð fyrir virkri þátttöku nemenda. Komið í veg fyrir krísu Endurmenntun er að fara af stað með námskeið fyrir þá sem vilja dýpka skilning sinn á fagurbókmenntum. Námskeiðið Hvað er ritsnilld? – Skemmtiferð um íslenskar bók- menntir hefst hjá Endurmenntun Háskóla Íslands nú á fimmtudag- inn, 18. október, og verður kennt öll fimmtudagskvöld til 22. nóv- ember frá klukkan 20.15 til 22.00. Halldór Guðmundsson rithöf- undur hefur umsjón með nám- skeiðinu sem er hugsað fyrir þá sem hafa gaman af lestri fagur- bókmennta og vilja dýpka skiln- ing sinn á þeim. Rýnt í ritsnilldina Námskeið Hekl: 5 kvöld. Hefst þriðjudaginn 30. okt. Harðangur og klaustur: 5 kvöld. Hefst mánudaginn 29. okt. Kennt er í Grafarvogi. Upplýsingar í síma: 588 5171 / 862 2039 Ertu starfandi í greininni e›a í grein henni tengdri? Hefur flú áhuga á a› ljúka flví námi sem flú hófst? Bættu um betur – Hársnyrtii›n er tilraunaverkefni sem mi›ar a› flví a› meta færni sem vi›komandi b‡r yfir inn í skólakerfi›, óhá› flví hvernig hennar hefur veri› afla›. Markmi›i› er a› flátttakendur í verkefninu ljúki sveisprófi. Áhugasömum er bent á a› hafa samband vi› I‹UNA – fræ›slu- setur í síma 590-6400 og fá frekari uppl‡singar um verkefni›. fiar er einnig hægt a› skrá sig á kynningarfund sem ver›ur haldinn fimmtudaginn 18. október kl. 18.00 a› Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík. Nánari uppl‡singar er a› finna á www.idan.is. Einnig er hægt a› senda tölvupóst á netfangi› radgjof@idan.is. Hófst flú nám í hársnyrtii›n en laukst flví ekki? E in n t v e ir o g þ r ír 4 26 .0 0 2 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.