Fréttablaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 49
Elíza M. Geirsdóttir Newman hefur haft hægt um sig í nokkurn tíma en nú er komið að hennar fyrstu sóló- breiðskífu sem hún nefnir Empire Fall. Öll lögin á plötunni semur hún sjálf en á bak við plötuna stendur einvala lið hljóðfæraleikara og hljóðvinnslumanna. Samt er staðreyndin sú að frá upphafi finnst manni útsetningar óttalega værukærar og óspennandi. Margt finnst manni sniðugt en hug- myndirnar fá aldrei að njóta sín til hins ýtrasta. Í laginu Hjartagulli er til dæmis enskum og íslenskum texta blandað snyrtilega saman en einhvern veginn virkar lagið hálf óspennandi í kliskjukenndum undir- leiknum. Það er helst mjög lágvær strengjahávaði í anda Godspeed You! Black Emperor sem vekur áhuga. Elíza hefði einmitt mátt nota fiðluna sína betur á plötunni eða líkt og hún gerir í laginu Deep Blue. Þar ber dEUS-legur strengjahljómur með sér skemmtilegan keim og gerir lagið að einu besta lagi plöt- unnar. Rokkuðu lögin finnst mér líka koma nokkuð vel út og minnir á fínar stelpurokkhljómsveitir á borð við Hole og The Donnas. Guðmund- ur Pétursson fer þar hamförum á bassanum. Þrátt fyrir að Empire Fall sé plata frá manneskju sem hefur verið lengi viðriðin bransann líður manni samt eins og Elíza sé að stíga sín fyrstu skref og að vissu leyti er það staðreyndin. Hún á enn eftir að þróa sinn persónulega stíl betur og ákvarða stefnuna enn frekar. Velkomin aftur Plötur bresku rokk- sveitarinnar Led Zepp- elin verða fáanlegar í stafrænu formi í fyrsta sinn frá og með 13. nóvember. „Við erum mjög ánægðir með að öll lög Led Zeppelin séu nú fáanleg í staf- rænu formi,“ sagði gítarleikarinn Jimmy Page. „Með þessum stafræna möguleika geta aðdáendur okkar orðið sér úti um tónlist okkar á þann hátt sem hentar þeim,“ sagði gítarleikarinn Jimmy Page. Zeppelin, sem hætti störfum árið 1980 eftir fráfall trommarans Johns Bonham, ætlar að halda eina endurkomutónleika í London 26. nóvember. Ný tvöföld safnplata frá sveitinni, Mothership, er einnig væntanleg í búðir. Stafrænir Zeppelin Flott ur Rúmgóður Örugg ur Hagstæður Traust bílaumboð Góð þjónusta A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.