Fréttablaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 28
 16. OKTÓBER 2007 ÞRIÐJUDAGUR4 lh hestar Tamningamaðurinn Ólafur Þórisson í Miðkoti í Landeyjum er einn þeirra sem nýtt hafa sér sölusýningar í Hestheimum til að kynna söluhross, en þau þykja hreingeng, þæg og heil- leg og seld á sanngjörnu verði. „Ég set ekki meira verð á hrossin en ég er sjálfur til í að kaupa þau á,“ segir Ólafur Þórisson í Mið- koti í Landeyjum, en hann er einn þeirra tamningamanna sem hafa nýtt sér sölusýningarnar í Hest- heimum til að kynna söluhross. Áberandi er hve oft Ólafur hefur verið með hreingeng, þæg og heilleg hross í ódýrari flokkunum. En við hljótum að spyrja hvort það borgi sig að standa í því að temja og þjálfa hross sem síðan eru seld á 180 til 350 þúsund krónur. „Maður verður að líta á þetta í samhengi. Það er stór hópur fólks sem er tilbúinn til að kaupa hross á þessu verði en að öðrum kosti ekki. Það sjá allir að þau borga ekki upp- eldi og tamningu. Það geta líka liðið nokkrir mán- uðir frá því að þú býður hross fyrst til sölu og þangað til það selst. Þú hækkar það samt ekki í verði sem nemur tamningagjaldinu um hver mánaðamót. En það er heldur ekk- ert vit í að farga þessum hrossum. Annað slagið koma alltaf upp gæð- ingar sem fara á mun hærra verði og þetta jafnast út,“ segir Ólafur léttur í bragði. Það er heldur ekki að sjá að hrossabúskapurinn á Miðkoti sé á neinu undanhaldi því á hlað- inu er nú að rísa reiðhöll sem er 21 sinnum 45 m að flatarmáli. Þar er einnig nýlegt hesthús fyrir 30 hross stíum fyrir einn hest. „Við stefnum ótrauð á hrossa- búskapinn. En það þýðir ekkert að standa í þessu nema hafa góða vinnuaðstöðu. Við höfum trú á að kostnaður- inn skili sér til baka í færri vinnu- stundum á hvern hest, betri tamn- ingu og þar með betri söluvöru,“ segir Ólafur að lokum. Fyrsta hvatning til kynbóta á íslenska hrossastofninum, sem kunnugt er um, er grein sem Ól- afur Stephensen skrifaði í „Gömul félagsrit“ árið 1788. Þar lýsir hann meðal annars því hvernig íslenskur hestur á að vera byggður og síðar sagði Theódór Arnbjörnsson að líta mætti á þá lýsingu sem horn- stein undir kynbætur síðari tíma. Sonur Ólafs, Magnús Stephen- sen, skrifaði um hrossakynbæt- ur í Klausturpóstinn 1825. Hvatti hann til að vanda val stóðhesta og bægja bykkjukyninu frá. Með því móti mætti á fáum árum fá fram nýtt og gjörvulegt gæðinga- og vinnuhestakyn. Árið 1879 samdi sýslunefnd í Skagafirði „frumvarp til reglugerð- ar um að bæta kynferði búpen- ings í Skagafjarðarsýslu, þar með talið hrossum“. Þar er kveðið á um val, meðferð, tamningu og notk- un stóðhesta. Tekið er fram að eig- endur stóðhesta mega rukka eina til þrjár krónur fyrir hverja hryssu. Þriggja manna nefnd í hverjum hreppi skyldi fylgja málum eftir. Árið eftir var haldin búfjársýning á Reynistað þar sem peningaverð- laun voru veitt fyrir framúrskarandi gripi: Fyrir hrút átta krónur, kú átta krónur, hryssu tíu krónur og fyrir graðfola átta krónur. Húnvetningar settu á fót hrossa- kynbótabú í sýslunni árið 1904. Var hlutafélag stofnað um búið og keypt jörðin Guðrúnarstað- ir í Vatnsdal. Búið fór vel af stað og seldi nokkra kynbótahesta. Það lognaðist út af 1912. Skagfirðing- ar stofnuðu viðlíka bú á Vallanesi 1906. Valdimar Guðmundsson frá Ytra-Vallholti átti búið og stjórnaði því. Sýslan hætti að styrkja búið eftir nokkur ár, en þaðan komu mörg góð hross. Austur-Skaftfellingar voru fyrstir til að gera sýslusamþykkt samkvæmt lögum frá Alþingi árið 1891 um kynbætur hrossa. Tók hún gildi 1895. Um aldamótin var Búnaðar- félag Íslands stofnað. Hvatti það bændur til að stofna félög um hrossakynbætur og hét styrkjum til kaupa á stóðhestum og til að koma upp stóðhestagirðingum. Fyrsta formlega hrossaræktarfélag- ið var Hrossaræktarfélag í Austur- Landeyja, stofnað 1904. Ólafur Þórisson í Miðkoti með fallegan reiðhest undan Kraflari frá Miðsitju og Ófeig frá Þúfu. MYND/JENS EINARSSON Sanngjarni sölumaðurinn Nú í haust bættist Dalvíkurskóli í hóp þeirra mennta- stofnana sem bjóða upp á hestamennsku á námskrá sinni. Hestamennska verður kennd sem valfag í áttunda, níunda og tíunda bekk í grunnskólanum á Dalvík. Tólf nemendur skráðu sig í hestanámið. Kennt verður eftir svokölluðu knapamerkjakerfi, sem er kennsluefni í hestamennsku, samið fyrir atbeina ÍSÍ. Kennari er Inga María Stefánsdóttir, en hún er eigin- kona Antons Níelssonar, reiðkennara á Hólaskóla, og dóttir Stefáns Friðgeirssonar, hestamanns á Dalvík. Bóklegi þátturinn er langt kominn og er stefnt á að verklegt nám byrji um mánaðamótin næstu í Hrings- holti. Krakkarnir eru mjög áhugasamir og stefnir allt í skemmtilegan hestavetur í Dalvíkurskóla. Hestamennska orðin valfag í Dalvíkurskóla Inga María við reiðkennslu. MYND/ANNA GUÐRÚN GRÉTARSDÓTTIR. Hafrar &bygg Álfur frá Selfossi og Krákur frá Blesastöð- um eru vinsælustu stóðhestar sumarsins í hópi yngri hesta, Álfur með 90 hryssur og Krákur 80, og fengu færri pláss en vildu. Vilmundur frá Feti, Gaumur frá Auðsholts- hjáleigu, Eldjárn frá Tjaldhólum, Þóroddur frá Þóroddsstöðum og Stáli frá Kjarri eru einnig í hópi þeirra eftirsóttustu af yngri hestum. Stáli á þó von á flestum afkvæmunum, en yfir 100 hryssur fengu við honum í sumar og koma þar til sæðingarnar í vor, eins og greint var frá í 1. tölublaði. Orri frá Þúfu, 21 vetrar, er ennþá mjög eftir- sóttur, þar sem færri komast að en vilja. Sonur hans Sær frá Bakkakoti sinnti 78 hryssum og margar eru á biðlista. Aron frá Strandarhöfði, Hróður frá Refsstöðum og Sveinn-Hervar frá Þúfu eru einnig umsetnir. Folatollur undir þessa hesta kostar á bilinu 100 til 200 þúsund krónur, nema fyrir Orra sem kostar 450 þúsund. Aðeins er greitt fyrir fengna hryssu og með- alfrjósemi er 70 til 80 prósent, en fer þó vel yfir 90 prósent hjá sumum. Það er því ljóst að eftir- sóttustu hestarnir taka inn sex til tíu milljónir króna á ári og jafnvel meira. Vinsælustu stóðhestar sumarsins Álfur frá Selfossi sinnti 90 hryssum í sumar með „gamla laginu“. Knapi Erlingur Erlingsson. M YN D /JEN S EIN A RSSO N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.